notið þess að hafa róleg heit heima

kvöldin hjá húsfreyjunni hafa verið í rólegheitum og snemma farið í bólið og ekki mikill nennir í skriftir en það er nú ávalt líf og fjör W00t LoL hjá púkunum og þau orðin góð af veikindum en það voru víst nökkur börn og fullornir sem lögðust í flensu,nú frá því síðast þá hefur bæst við litill ferfætlingur á heimilið og þvílík undur að mati púkanna,en fyrir viku síðan þá kom pabbi,Eygló og Siggi í heimsókn með Lubba litla en það er nafnið á tæplega fjögra mánaða kínverskum loðnum faxhvolpi,en daginn áður kiktum við hjónin og völdum einn af þremur sem eru eftir,og daginn eftir var hann komin á heimilið  Joyful  öllum til mikillar gleði,elsta dóttirin hefur þráð lengi hvolp og erum við reyndar öll mjög hrifin af hvutta litla,og er daglega farið í smá gönguferðir og haft gaman af.

í gær á þjóðhátíðardaginn þá fengum við breiðholtsfjölskylduna í heimsókn,húsfreyjan skellti súkkulaðiköku í ofninn og bjó til ekta smjökrem og með hjálp púkanna þá fór slatti á kökuna og slatti á og í  púkanna Grin við kíktum upp í skóla áður en við brögðuðum á kökunni og fylgdumst með söngvakeppni barnanna og þar sungu þrjár stelpur saman þær Gyða Dögg,Karlotta og Stefannie ásamt fullt af öðrum börnum,og viti menn stelpurnar þrjár unnu fyrstu verðlaun,þær sungu lífið er yndislegt og gerðu það með glans,og ekki verra að hafa Jónsa á sviðinu með þeim Wink og myndir teknar af þeim með honum,

í verðlaun fengu þær frítt að borða á veitingastaðnum mamma mía og nú í dag fóru þær ásamt breiðholtsfrænku sem gisti og einni stelpu til viðbótar og tóku út vinninginn og borðuðu á staðnum,það er ekki leiðinlegt að fara út að borða að þeirra sögn Smile svo fóru þær á nýja tjaldstæðið en þar er víst forvitnilegt að skoða leiktæki þar,

húsfreyjan fór í síðasta nuddtíman hjá sjúkraþjálfaranum í dag en hún er að fara í frí þar til um miðjan júlí,þessir tímar hjá henni hafa gert mikið þó svo áhrifin vara ekki lengi í hvert sinn,við ræddum um batarhorfur en þær eru ekki miklar,n hægt er að lina verki og auka vellíðan með verkjameðferðum eins og nuddi,sundi eða vatnsleikfimi, æfingar og ef til vil verkjalyf.

upphaf veikindanna spanna langt aftur í tímann en þegar hnén fóru að gefa sig vegna þess að hnéskeljar fóru úr lið en tæp þrjátíu ár hafa undið upp á sig og í dag er staðan því miður ekki góð,en langtíma plan til að bæta líðan ásamt að hafa góðan stuðning frá læknum,sálfræðingi,fjölskyldu og vinkonum Joyful sem hafa gefið mikið fyrir húsfreyjuna,margt smátt gerir stórt,og í fyrramálið er ætlunin af fara til læknis og meta lyfjagjafir hvort þær gera meira ógagn eða gagn,en andlega líðan er of mikil sveiflukend og valda því að það innra í líkamanum er í sárum,og valda einnig mikilli aukaþyngd en eftir að lyfjaskamturinn var aukin í byrjun árs þá hefur líkamslíðan legið niður á við en andlega hliðin upp á við þar til fyrir ca tveimur mánuðum,en vonandi kemur eitthvað gott úr læknisheimsókn á morgun,

okkur er farið að hlakka mikið til að komast í útilegu en ætlunin er að fara ásamt fjölskyldu og íslendingunum sem búa í Danmerkur í fimm daga ferð í júlí mánuð og er bóndinn að skipuleggja ferðina og gengur það vel,og kemur í ljós fljótlega hvert ferðinni er heitið 

en það er víst komin tími á að loka dagbók dagsins,hafið það sem allra best og njótið vonandi lífsins

Heart kveðja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband