8.6.2009 | 21:57
að fanga hugann
ætli það sé ekki komin tími á að húsfreyjan láti heyra frá sér og fjölskyldu , hvílík helgi sem er afstaðin já mikið um að vera hér í bænum ásamt allskonar skreytingum sem fólk setti upp á met tíma,já íslendingurinn er þekktur fyrir margt bærinn okkar tók miklum breytingum s,l. viku og ennþá eru leifar af hinum ýmsu skreytingum hér og þar, og ekki spillti veðrið það var mjög gott og margbreytileg dagskrá ásamt fjölda aðkomu fólks og ekki tók nýja tjaldstæðið bæjarins við nema hluta aðkomu fólksins en þá var nú bara tjaldað á næsta túni,
ekki komst húsfreyjan út nema að litlum hluta þessarar helgar,fékk slæmt höfuðverkjakast frá fimmtudagskvöldi og er ennþá með vott að höfuðverk,og á föstudagskvöldið þá sofnaði frúin með púkunum fyrir kl átta að kvöldi en var búin að fá verkjalyf frá systur í Njarðvík sem sló á svo að svefninn var nokkuð góður þar til um kl sjö á laugardagsmorgunn,og vaknaði nokkuð hress með börnum og bónda,eldri dóttirin fór með pabba sínum á björgunarbátinn þegar skemmtisiglingin var og þvílíkt fjör að hennar mati ásamt að komast mjög nálægt þyrlunni ekki leiðinlegt
en upp úr hádegi fór höfuðverkurinn að koma aftur ásamt öðrum verkjum en húsfreyjan ákvað að harka af sér og fór með púkanna í göngu en svona til vonar og vara þá var kerran tekin með, púkunumfinnst gott að hvíla sig aðeins þegar gönguferðir eru,bóndinn hitti okkur á bryggjunni ásamt breiðholtsfjölskyldunni og teindaforeldrar bættust í hópinn,við röltuðum hér og þar og börnin höfðu mikið gaman af og að fá að klifra í rauðu bílann , slökkviliðsbílanna, var aldeilis gaman og margar ferðir farnar já það virtist vera endalaus orka vera í púkunum
upp úr kl fimm komum við heim enda húsfreyjan orðin nokkuð lúin,tók inn verkjalyf frá systur en ennþá orka í púkunum,teindamamma og breiðholtsfrúin komu með,bóndinn var að vinna með björgunarsveitinni,við bjuggum til gómsæta kjúklingasúpu ásamt fullt af grænmeti,og vorum við öll saman í mat,
púkarnir sofnuðu rúmlega níu og orðin þá mjög þreytt,við spjölluðum í dágóða stund og upp úr miðnæti fór bóndinn ásamt breiðholtshjónunum að kíkja á næturlífið en húsfreyjan gekk frá ýmsum húsverkum fyrir svefn, mikið fjör í bænum og hér í nágrenninu að sögn þeirra sem könnuðu næturlífið,
sjómannadagskaffi hjá Guðbjörgu systur var voða gott eftir smá göngu um bryggjuna í svona klukkutíma,og púkarnir vildu bara sitja í kerrunni með teppi og hafa það notalegt,húsfreyjan útbjó fína brauðtertu og kom með í kaffiboðið,og áttum við þessa fínu stund,en gott að koma heim og kvöldið tekið snemma enda fjölskyldan lúin eftir atburði helgarinnar,
foreldrarnir voru ræst um kl sex í morgun það hefði verið voða gott að sofa aðeins lengur en húsfreyjan nokkuð lúin enda ekki svo vel sofinn þessa nótt,en skreið aftur upp í ból þegar púkarnir voru farin á leikskólann,dóttirin svaf vel og vakti mömmu sínakl að verða tíu,og saman borðuðu þær morgunverð og spjölluðu klukkutíma seinna fór dóttirin á fótboltaæfingu og á meðan tók húsfreyjan nokkur húsverk,setti í þvottavél,og tók úr uppþvottavél og setti aftur í hana,tók föt af snúrunni og braut saman,fót í búðina og tók dömuna með heim eftir æfinguna en önnur æfing tók við kl eitt,og svo fór hún í sund,en það var hringt frá lekskólanum og stráksi komin með hita en var sofnaður í hvíldartímanum eftir matinn ásamt systur sinni,og leifðum við þeim að sofa áfram þegar við ætluðum að ná í þau,konurnar á deildinni sögði það allt í lagi og hringdu þegar þau voru vöknuð,og það passaði,stráksi var með 38,7 og mjög slappur,hann vildi bara kúra með snuddu og bangsa þegar heim var komið og gæddi sér á ís ásamt systur,
en hresstist aðeins þegar bóndinn kom heim en fékk svo stíl og hélt áfram að kúra,en hresstist þegar kvöldmatur kom og borðaði vel,púkarnir sofnuðu á sínum tíma , eldri daman er að venju úti að leika með vinum,bóndinn er að hjálpa föður sínum og húsfreyjan að hafa það notalegt en er orðin lúin,fer í sjúkranudd fyrir hádegi á morgun en rétt á undan er læknis heimsók,þarf að greina frá verkjabreytingum og höfuðverkjum sem aukast,en þetta fer vonandi vel
það væri óskandi að fréttirnar sem glymja yfir okkur væru jákvæðari en það eru ekkert að kæta okkur eða gefa vonir,og í dag voru svo mótmæli fyrir utan þinghúsið og ekkert skrítið með það,það er alveg óskiljanlegt hvað almenningur þarf að gjöra svo vel að borga brúsann eftir þá aðila sem varla er til orð yfir þá sem húsfreyjan gæti lýst þeim,en ekkert höfum við valið,og það er gremjulegt að þeir aðilar fá að spóka sig um stræti og torg og halda örugglega eitthvað áfram að skíta út og vanvirða allt í kringum þá því þeim er skítsama um almenning,
stundum kemur það fyrir að gremjan kemur upp og bísna öll af reiði og miklum tilfinningastundum og vonleysið brýtur niður ótalmargt,svo tekur tímann að jafna sig og lífið heldur áfram sinn gang,einhver von í brjósti hjá vonandi sem flestum en því miður er það ekki alstaðar,
húsfreyjan pælir mikið í lífinu og tilverunni og óskar þess oft að margur hafi það betra en það hefur í dag,og það þurfum við að gera,að hlúa að okkur ásamt fjölskyldu,svo er líka sagt að ástandið,kreppan, þjappi fólki meira saman,afhverju þarf ástand eða kreppa að hafa þau áhrif ? þau áhrif að t,d. meiri samvera,sparnaður,fólk finnur sér áhugamál og svo mætti lengi telja sjálfsagt,
það er eins og elsta dóttirin hefur oft sagt og fyrir löngu síðan þegar hún sagði það fyrst,,,, ég vildi óska þess að lífið væri auðveldara,ég vildi óska þess að minna væri um leikföng og tölvur,þá væru börn meira saman og væru meira úti, ég vildi óska þess að fólk þurfi ekki að vinna svona mikið svo það geti keift matinn og borgað húsið, ég vildi óska þess að lífið væri eins og hjá börnunum í Ólátagarði.
já það er ótalmargt sem daman hefur hugsað um og ekki eldri en tíu ára,og börn eru þau sem við þurfum að hlúa að,þau eru framtíðin,og húsfreyjan viðurkennir það fúslega að hún kvíðir framtíð barna sinna og annara,
en að lokum vekjið upp Pollíönnu sem býr kanski innra með ykkur og njótið
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.