4.6.2009 | 22:04
brjá að gera
síðustu dagar hafa verið nokkuð annasamir,bóndinn hefur verið að vinna hjá laxeldinu hér rétt fyrir utan bæinn og síðustu þrjá sólahringa hefur hann varla komið heim,en það kom skip sem tekur lifandi seiði um borð og það þurfti mikið tilstand bæði með björgunarbátinn og með kranabílinn,bóndinn kom heim kl hálf sjö í morgun og hafði þá verið rúman sólahring við vinnu en hafði með sér sæng og náði aðeins að dorma í vörubílnum,en fór svo í vinnu kl tíu í morgunn,en ekki er nú oft svona tarnir og þetta kemur sér vonandi vel bæði fyrir fyrirtækið og budduna
púkarnir una sér vel á Hlíð það er mikill munur á deildum,en allt starfsfólk leikskólans er frábært og þær konur sem hafa verið með púkanna á yngri deildinni fylga þeim yfir og verða þar innan handar ein hverja daga með börnunum sem voru flutt yfir,í gær var vorgleði á leikskólanum og vel auglýst en þrátt fyrir það þá tók húsfreyjan viltlaust eftir og misti af öllu og er það í fyrsta skiftið sem það gerist,ekki alveg nógu gott en fékk góðan skilning frá konunum þar,það voru fleiri foreldrar sem ekki komu og börnin hlutu engan skaða af,
nú húsfreyjan tók sig til og gerði fínt horn frammi á gangi,það horn hefur fengið nýja málningu og hefur skattholið sem þar var sett í herbergi hjá Gyðu Dögg en hún var með það í hinu herberginu og pantaði það aftur,en í horninu er búið að koma fyrir gömlu tölvuborði og gömlu tölvunni en púkarnir fá nú sinn stutta tölvutíma og eru að kanna leiki sem systir þeirra hafði gaman af eða réttara sagt hefur ennþá gaman af þegar hún rifjaði þá upp fyrir stuttu en það er Glói geimvera og reiknibíllinn það er ekki á hverjum degi sem tölvutími er svona yfir sumartímann þá er mikil útivera og talvan gleymist og engin söknuður,hvorki fyrir börnin eða foreldranna,
fjölskyldan ætlaði að fara í útilegu þessa helgi en það verður sennilega ekki,húsfreyjan er ekki í formi en verkir hafa aukist í hægri hlið og í dag snarversnaði líðan og hafa engin verkjalyf virkað svo á morgun á að gera tilraun til að hafa samband við læknir og ath hvað er hægt að gera,en þá verður bara tekin önnur helgi í útilegu,en á sunnudaginn er okkur boðið í sjómannakaffi til Guðbjargar systur og húsfreyjan ætlar að koma með gott á borðið,en í morgun þá bakaði húsfreyjan súkkulaði köku og tebollur en það var allt sett í frystir fyrir útileguna en verður þá bara etið hér heima
næstu helgi er svokölluð systkinnaferð hjá teindamömmu en árlega hittast systkinni teindamömmu í útilegu eina helgi,og þegar það var tilkynnt í dag að þetta væri að bresta á þá fékk húsfreyjan kvíðakast,þegar fólk safnast saman þá er erfitt fyrir húsfreyjuna að blanda geði,hélt meira að segja að þetta væri að skána svona í vor en það er ekki og meira að segja búðarferðir eða í orkubúið þá er óróleiki og barátta að vera á staðnum,hef meira að segja skimað um búðina eða aðra staði hvar best sé að fara svo sem minnst sé verið að mæta fólki,eins með leikskólann eða í skólanum já þegar daman er að keppa og okkur langar virkilega til að vera með þá er visst öryggi að hafa bóndann með og púkanna þá er gott að sinna þeim og rölta um,
svo að þegar húsfreyjan fer til læknis vonandi sem fyrst þá þarf læknirinn að vita þetta að hans mati ásamt sálfræðingnum,og aðstoða húsfreyjuna eftir bestu getu til að takast á við fælnina og kvíðann,
en jæja það er víst komin tími á að skella tölvunni í lás,en eitt að lokum,bærinn okkar er að taka þvílíkum breytingum og er bara gaman að fylgjast með skemmtilegum skreytingum,það er um að gera að hafa gaman af og að fjölskyldan haldi hópinn og geri gott úr helginni hvar sem sem þið eruð þá eru þetta minningar sem skifta svo miklu máli og ótrúlegt hvað börnin muna,og ekki er það gott að þau muna óskemmtilegar stundir t,d. þegar óregla og áfengi er við hönd það einfaldar passar ekki með börnum,það er ekkert að því að fá sér áfengi en komum börnunum í pössun fyrst,og gleymum þeim ekki,
hafið það sem allra best og njótið það alls sem í boði er og af nógu er að taka
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
335 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.