loksins er skólinn búin

jæja þá er enn eitt skólaárið lokið og elsta dóttirin er búin að ljúka yngsta stiginu og fer á miðstig í haust,það er ótrúlegt hvað þetta líður og ekki svo langt síðan að húsfreyjan gekk með púkanna og dóttirin að byrja í skóla rétt áður en þau komu í heiminn,kennarinn kvaddi börnin og eftir þriggja ára kennslu saman þá gáfu þau kennaranum gjöf,og var smá drama þar og greinilega hvað þeim þótti vænt um hana og henni vænt um börnin,

fótboltaskólinn byrjaði í dag og að sálfsögðu vildi daman taka eitt námskeið og á morgun byrjar svo sumaræfingar í fótboltanum,og ekki leiðinlegt að vera allan daginn úti og taka bara nesti í bakpokann og koma heim þegar fylla þarf á svona eins og hin sumrin,þá sést voða lítið af stelpunni,en sumarið er stutt og yndislegt.

húsfreyjan búin að fjárfesta í nýjum bikinum,úlala þá er að koma sér í sund og spóka sig þar Errm allavega að láta sig líða vel og sóla sig aðeins og reyna við sundtökin,svo er ræktin stunduð reglulega og koma sér á rétt ról,en allavega er svefninn að gera nokkuð gott og það er dásamlegt,svo í fyrramálið verður tekið nokkuð hraustlega á í ræktinni og svo ætlum við Guðbjörg systir að skella okkur í bónusferð,en á morgun er líka vorgleði á leikskólanum og verður frá kl níu til þrjú,og margt skemmtilegt í boði,og ætlum við að vera sem mest hjá púkunum og njóta dagsins með þeim Smile

börnin spyrja oft á dag hvenar við sofum í tjaldinu,og erum við búin að merkja það á dagatalinu og sjá þau að dagurinn er alveg að koma,en ekki heilla okkur að vera hér næstu helgi,en það er mikið í boði en margt stangast á þegar dagskráin var sett saman,höfum heyrt fólk tala um það að það verði að velja á milli sem það langaði annars að sjá,en hvað um það, sumarið bíður upp á svo margt skemmtilegt og meðal annars að njóta útivistar hvort sem það er í tjaldi eða bústað,við stefnum á útilegur eins og öll hin sumrin,en að mörgu leiti ræður fjárhagur því og ef bóndinn hefur vinnu og aukavinnu meira að segja um helgar þá gengur það fyrir,en okkur langar að taka bústað í viku,vonandi í sumar eða með haustinu,það væri gott að komast öll saman áður en húsfreyjan fer aftur á spítalann Joyful en það hefur ekki gerst mjög lengi að við höfum eitt viku í bústað ,og að venju þá er setið um hverja viku á sumrin en það er aldrei að vita nema eitthvað óvænt gerist og ætlar bóndinn að kanna þetta fljótlga Wink kannski að einhversstaðar leynist vika.

en að allt öðru,mjög skemmtilegur tími sem við Guðbjörg systir eyddum saman í morgun eftir skólaslitin,við fórum í smá leiðangur Wink og fórum svo heim til hennar,þar var spjallað og hlegið og allt í einu var komið hádegi,húsfreyjan dreif sig heim og náði að skella í sig hádegisverði ásamt dóttur og bónda,því næst í gula húsið og skrá stelpuna í fótboltaskólann,það tók sinn tíma og svo á leikskólann en púkarnir voru fyrsta daginn á Hlíð og voru mjög sátt,

dagurinn leið hratt og mikið að gera og vorum við orðin mjög lúin þegar kvöldmatur var komin,í boði var gufusoðin fiskur með karteflum og fersku grænmeti,púkarnir sofnuð fyrir átta,og gistir dóttirin hjá vinkonu sinni í nótt,bóndinn verður að vinna í kvöld,kemur heim um ellegu og fer aftur milli kl fimm og sex í fyrramálið,það er smátt að aukast vinnan og vonandi verður það áfram,allavega ekki eins og árið hefur verið,og munar um allt það telur sem inn kemur,

en jæja komin tími á að gera smá húsverk og koma sér svo ó bólið,

hafið það sem allra best og njótið lífsins

kv húsfreyjan

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband