brosum og njótum

húsfreyjan ætlaði að vera búin að blogga en það er nokkuð mikið að gera,og á kvöldin þá er notaleg heit undir teppi og aðeins með öðru auga litið á sjónvarpið og upp úr kl ellefu þá er farið í bólið,og hver segir að kraftaverkin gerast ekki en s,l. tæpar tvær vikur þá hefur svefninn tekið miklum framförum,allt í einu þá er húsfreyjan farin að getað sofið og sofið og sofið og alla nóttina og ef það er ekki undirstaða fyrir verkin næsta dag hvað þá Errm en allavega þá hefur það ekki gerst síðan húsfreyjan var á fyrstu mán meðgöngu púkanna að geta sofið, og er það fyrsta Smile fréttinn

fleiri brosandi fréttir vikunar

 

ný sundlaug opnuð á Álftanesi og mikil aðsókn þar,og á þeim bæ hafa framkvæmdir haldið áfram þrátt fyrir það sem á undan hefur gengið frá s,l. hausti

skapandi kraftur átján einstæðra mæður og það er ekkert smá verk sem þær skrifuðu og eru komnar með á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu,kraftmiklar konur Joyful

útideild í leikskóla er nokkuð skemmtilegra en að geta notið þess að klifra í trjám og leikið sér innan um náttúru sem er ekki steift í stíga,er samt ekki að lasta leiksvæðum leikskólum og skólum en þessi útileiksvæði í náttúrunni er góð viðbót

ostur.is ummmmm Wink

og önnur sundlaug er í smíðum á Hofsósi og engin hætta á að sú bygging standi hálf kláruð enda er ekkert meira hressandi en að skella sér í sund og er góð skemmtun og bráðholl segja margir enda hafa vinsældir sundlaugar landsins aukist verulega

fjölskyldan horfði á úrslitaleik í meistaradeildinni og erum mjög sátt við úrslitin, Barcelona voru miklu betri með boltann,svo erum við miklir Liverpool aðdáendur og fylgjumst vel með boltanum bæði erlendis og íslenska að sjálfsögðu

nýja barnafatalínan hjá Hagkaup er mjög flott en haldin er samkeppni reglulega og hæfileikafólk fengið að koma sköpun sinni á framfæri

landið mitt aukablað í fréttablaðinu hefur borist okkur s,l. viku og alveg þess verðugt að skoða þegar útilega er á dagskrá,en húsfreyjan hefur mikið ferðast frá blautu barnsbeini og fjölskyldan hefur haldið áfram að ferðast allan ársins og eru það mikil forréttindi og ómetanlegt Heart

ORA ORA auglýsir kjötbollur,húsfreyjan borðað oft kjötbollur úr dós sett meint á primusinn í útilegum í gamla daga ásamt fjölskyldu og voru mjög góðar og eru rata ora vörur í matarkörfuna í innkaupum en kjötbollurnar hafa ekki verið á boðstólum en kannski að þær verði aftur keiftar fyrir útilegu sumarsins Wink ekki verri matur en annað sem oft rata á útileguborðið

en að öðru sem hefur á daga okkar drifið við fórum í heimsókn til breiðholtsfjölskyldunar á laugardaginn,húsfreyjan var boðin í naglasnyrtingu og er komin með fínar neglur,frúin baka fullt af gómsætum pizzum og vorum við í breiðholtinu til hálf tíu um kvöldið,börnin í góðum leik og allir gleymdu sér en ekkert að því,og það sem við eigum að njóta þá skiftir tíminn engu því þessi stund og dagur kemur aldrei aftur,

við keiftum nýja takkaskó á Gyðu Dögg enda þeir gömlu ornir of litlir en eiginlega ekkert slitnir þrátt fyrir mikla notkun.við fréttum af síðasta parinu í útilíf á gamla verðinu rétt rúmar þrjú þús kr og alveg eins og hún átti,og er daman mikið glöð,en frænka og jafnaldra hennar úr breiðholtinu hafði fengið alveg eins skó á sama stað á laugardeginum og meira að segja sama númer,og þegar við húsfreyjurnar fórum á naglastofuna þá var tekin smá krókur og skórnir keiftir,já kraftaverkin gerast og stundum leikur lánið við okkur,

stelpurnar gistu svo saman í breiðholtinu og komu svo í gær með breiðholtsfjölskyldunni en þallarnir náðu í tjaldvagnanna úr geymslu og er ætlunin að fara fyrstu útileguna næstu helgi,vagninn viðraður og kom fínn undan vetri Smile

en jæja það er víst komin tími á smá gönguferð og húsfreyjan kveður þar til næst

hafið það sem allra best og njótið þess að vera saman,það kostar ekkert og gefur mikið því við vitum aldrei hvenar okkur verður svift þessum dýrmætum tíma og forréttindum að vera saman

Heart kveðjur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

335 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband