ekki hallærislegt eða væmið

hálf sofandi gutti skreið upp í rúm foreldra sinna kl rúmlega hálf sjö í morgun,það var notalegt að fá litlar hendur ásamt knúsum og kossum umvefja sig Heartog saman kúrðum við þar til kl hringdi ,  þá kom litla skottan og skreið hinum megin við mömmu sína og umvafði hana knúsum og kossum,þegar svona stundir eru þá langar manni til að tíminn standi í stað,það ver ólýsanleg tilfinning sem umvefur hjarta og sál,

við skriðum á fætur nokkru seinna og morgunverður ásamt spjalli ,leiðir skildu kl rúmlega átta á leikskólanum og bóndi fór í sína vinnu og húsfreyjan í orkubúið,eftir góðar æfingar og á heimleið boðaði Guðbjörg systir komu sína , og bara gaman hjá okkur Wink ,við stefnum á ferð til Keflavíkur upp úr hádegi á morgun,

Danmerkur íbúar komu í dag og ætla að stoppa þar til á mánudag,þau kíktu til okkar núna seinnipartin en þau verða í borginni þessa dvöl hér á landi,við stefnum á að hittast aðeins um helgina,jafnvel að taka bílferð að Langjökli,það er ávalt gaman að fara dagsferð og skoða landið og ekki verra að sumarið sé alveg að koma samkvæmt rauðu tölunum, 

en allt kemur þetta í ljós fljótlega en bóndinn bjóst jafnvel að vinna eitthvað um helgina Smile og ekki veitir af svona bæði fyrir andlegu heilsuna hjá bónda en hann vill hafa nóg að gera og er ekkert vanur að lítil sem engin vinna sé svona lengi,já og budduna það væri voða gott að koma auka aurum í hana,

í kvöld höfum við að sjálfsögðu horft á undanúrslitin í söngvakeppninni og erum sátt við lögin sem komu áfram og í kvöld voru lög frá Noregi og Eistlandi sem heilluðu okkur mikið,og hlakkar okkur mikið til þegar laugardagur rennur upp,

húsfreyjan fékk óvænta símhringingju í dag,en heimilislæknirinn hafði samband og vildi ath með líðan húsfreyjunar og ef satt skal segja þá er hún versnandi bæði andlega og líkamlega en sterkur vilji til að rífa sig upp og einhver bjartsýni rekur húsfreyjuna áfram,það bara verður svona allavega til að vakna með börnum og bónda ,eiga með þeim stund og fara svo í orkubúið,eiga góða stund þar ,koma heim og gera húsverk en svo liggur leiðin oftast upp í rúm og kúrt í myrkrinu,jafnvel hlustað á útvarpið og er þá oftast stilt á gömlu gufuna eða rás tvö,ef bóndinn kemur heim í hádeginu þá eigum við okkar stund ,dóttirin kemur úr skóla rúmlega eitt og annað hvort er hægt að læra strax eða eftir fótboltaæfingar,krílin sótt og dagurinn fer í leik og ýmislegt,ávalt hafður kvöldmatur og eru krílin mikið á ferðinni og eru orðin mjög lúin eftir matinn og sofnuð fyrir átta,

um þetta og ýmislegt annað ræddu læknirinn og húsfreyjan og stefnum á að hittast strax eftir helgi,

 en lífið er ekki þess virði að eiða því þó svo svört ský dembast yfir og erfitt fyrir ljósið að brjótast í gegn,það skiftir öllu máli að geta tjáð líðan sýna þó svo það gerist smátt og smátt,eiga góða að,

látum gott af okkur leiða,hugum að umhverfinu í kringum okkur,fólkinu og dýrum,þegar við spjöllum saman eða heilsumst þá er gott að spyrja við komandi um t,d. líðan nú eða fjölskylduna og jafnvel vinnuna, það er ekki væmið að sýna væntum þykju ,gefa knús og koss já eða bara að brosa og bjóða góðan dag eða góða kvöldið,

með þessum orðum þá bíður húsfreyjan ykkur góða nótt og Sleeping ykkur vel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband