13.5.2009 | 21:15
tíminn,dagar og allt líður svo fljótt
vikan hálfnuð og alltaf eitthvað um að vera,helgin bara fín og bóndinn vann á laugardaginn honum til mikillar gleði og á sunnudag kom breiðholtsfjölskyldan og fóru kallarnir að vinna í jeppanum þeirra en hér heima var Gyða Dögg klippt og er þá búið að taka helminginn af hárinu síðan snemma á árinu og er daman mjög ánægð með hárið en það nær rétt niður á axlir og mikil viðbrigði og auðveldara að hafa fyrir því,nú á mánudags morgun vorum við vakin að venju mjög snemma og púkarnir í miklu stuði engin prakkarastrik enda foreldrar velvakandi,dagurinn leið og húsfreyjan bakaði tebollur og ástarpunga,ekki mikið hægt að fara í gönguferðir það er bara rok og aftur rok ásamt rigningu öðruhverju,en við finnum okkur alltaf eitthvað að gera.
og dagurinn í gær var aðeins spennuþrunginn vegna söngvakeppninnar og fylgdumst við vel með og vorum ásamt örugglega mörgum öðrum orðin rosalega spennt,svo kom spennufall eftir opnun síðasta umslagsins,og allt fór vel.
morgundagurinn byrjaði ekki vel hjá húsfreyjunni en mikill höfuðverkur ásamt svima og ógleði en á fætur fór kellingin og ásamt hjálp bóndans þá voru börn búin til skóla og leikskóla,en húsfreyjan ákvað að fara smá gönguferð þegar börnin voru farin í leikakólann og skóla,það var bara fínt en ekki langur göngutúrinn vegna vinds,svo að bíllinn var ræstur og fréttablaðið sótt og kom einu blaði til Guðbjargar systur en hún var vöknuð og bauð systur í kaffi og nýbakaðar kleinur það var notalegt en svo dreif húsfreyjan sig heim kl hálf tíu og skreið upp í rúm og dormaði til kl rúmlega ellefu,en þá var húsfreyjan búin að taka aftur verkjalyf og það sló á verkina fram yfir hádegi,
vinkona úr efra hverfinu kom í heimsókn með tæplega fimm ára dóttur sína,börnin léku sér og við vinkonurnar prjónuðum og saumuðum út í tvo tíma,og áttum góða stund saman ,
svo er bara komið kvöld og róleg heit hér á bæ,og húsfreyjan orðin lúin,ætla að kíkja aðeins á sjónvarpið en hafið það sem allra best,
kv húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.