gull eða drasl á háaloftinu

í gegnum fjölmörg ár hefur húsfreyjan verið mikill safnari,og gegnum árin hefur húsfreyjan ásamt bónda sínum flutt mörgum sinnum jafn vel  landshorna á milli og þá eru pappakassar nokkuð velmerktir ávalt skoðaðir aftur fyrir flutning sem er alveg að fara að framkvæma og hent og hent,húsfreyju oft til mikillar Frown því bóndinn segir að það sem er ennþá í kössum frá því við fluttum síðast þá eru ekki miklar líkur á að það sem í þeim kassa er verði notað á næstunni,nema ef vera skildi jóladót,já ótrúlegt hvað húsfreyjan rígheldur í ,,allt gullið,,sem minna á ýmis tímabil í lífinu.ekki svo að bóndinn geymi ekki eitthvað smáræði en það passar í skókassa miðað við ,stórt smáræði,húsfreyjunar.

en af og til fer bóndinn upp á háaloft sem er troðfullt af ,drasli,eins og hann orðar það og gerir tilraun með að skipuleggja og raða upp á nýtt örfáum pappakössum en fullt af glærum plastkössum velmerktir eins og ,,föt aldur,jóladót,útilegudót,   nú og pappakassar sem ekki sést í gegn merktir einkasafn og nafn húsfreyjunar, og hverju safnar húsfreyjan ? t,d. servíettum,frímerkjum,úrklippum eins og leikaramyndum og poppmyndum af flottum hljómsveitagæjum og þóttu allavega rosaflottir í þá daga,frekar skemmtilega hallærislegt í dag lúkkið forðum LoL 

svo er örugglega ýmislegt í pappakössunum sem gæti komið að , góðum notum,seinna meir.

og kannski á gamall draumur eftir að rætast,að eignast vel skipulagða geymslu,ekki háaloft, með hillum og gullið geymt í vel merktum kössum Joyful húsfreyjan viðurkennir fúslega og dauðöfunda þá sem eiga bílskúr undir allt draslið og gullið í vel skipulegum kössum í aðgengilegum hillum.

talandi um að skipuleggja,húsfreyjan átti skemmtilegar samræður í dag þegar litla systir,fóstur dóttir,kom í heimsókn og meðal umræðu efna var skipulag og hún vill meina að ávalt hafa heimili okkar verið skipulögð ekkert drasl og hreint og það þýddi ekkert fyrir húsfreyjuna að mótmæla neinu en benti á að svona í seinni tíð með tilkomu barna og heilsubrest að skipulagt heimilið hafi dvínað og ekkert að því að drasl hér og þar,nokkur lög af ryki,þvottastaflar í bala og búið að brjóta saman,börnin leika sér alstaðar og íbúðin ber þess merki að hér er líf og fjör Wink

ráð húsfreyjunar ,,, 

það er bráðnauðsynlegt að vera löt/latur og missa sig ekki í tiltekt,þrif og skipuleggja hitt og þetta.njóttu þess frekar að leifa þér það sem veitir þér meiri gleði og hamingju.veittu þér dekurdag eins oft og þú getur.

með þessum orðum kveður húsfreyjan

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband