7.5.2009 | 20:53
foreldrar hafa vakandi eyru og augu á morgnanna
þrátt fyrir myrkur í herbergi púkanna er engin seinkun á ræsingu snemma á morgnanna kl rétt rúmlega sex þá er annar púkinn vaknaður og byrjar á því að ræsa hinn púkann svo er spjallað mjög lágt en mamma þeirra er með ofur heyrn þegar púkar eru annars vegar og leggur við hlustir,það er aldrei að vita upp á hverju þau taka þau hafa gert nokkrar tilraunir með að hjálpa sér alveg sjálf við morgunverð og er það ekki átakalaust eða hávaðalaust og það gerist stundum að morgunmaturinn fari út um allt en ekkert af því að þau bjargi sér en móðir þeirra vill vera viðstödd í sumum tilfellum,
en að venju þá er boðið upp á fjölbreyttan morgunverð, og í boði er hafragrautur,cheerios,cocapuffs með cheeriosi,kornflex,brauð ásamt ýmsu áleggi og ávextir,lýsi og vitamin,svo er tekið til við að útbúa nesti fyrir skólastelpuna og koma henni af stað,hún er voða róleg yfir morgunverkunum og á það til að vera komin að útidyrunum þegar við tökum eftir að skólataskan er ekki á bakinu eða að hún uppgötvar það sjálf og þá er bara
í morgun var ekkert vorlegt veður frekar kallt og skólastelpan vildi fara í kuldabuxur og þykku úlpuna ásamt húfu og vettlingu,púkarnir fengu líka vetraklæðnað og húsfreyjan klæddi sig líka vel svo röltuðum við af stað í roki og kulda,að venju er tekið vel á móti okkur og nú stittist í að púkarnir fari á eldri deildina það er aðlögun síðustu vikuna í maí,já tíminn er fljótur að líða það eru komin tvö ár síðan þau hófu leikskólagöngu og alltaf er húsfreyjan jafn hissa hversu tíminn líður fljótt.
svo er Bríet mjög ánægð að vera orðin næstum því stuttklippt en s,l sunnudag þegar við vorum í heimsókn hjá breiðholtsfjölskyldunni þá var daman klippt og kemur bara mjög vel út og líkist frænku sinni sem klippti hana mjög mikið fyrir klippingu og ef eitthvað er þá eru þær ennþá líkari,jamm hárið nær rétt niður fyrir eyru en hægt að gera í hárið og setja spennur og teygjur,svo er þetta bara gott fyrir komandi sumar sem fylgja auknar sundferðir og hvað er þægilegra en auðvelt hár og hárið nær sér betur eftir klippinguna frá frænku eftir að Sölvi tók sig til og klippti systur sína.
húsfreyjan fór í göngu og kíkti í morgunkaffi til Guðbjargar systur og ekki skortir okkur umræðuefni frekar en fyrri daginn,svo var drifið sig heim og sett í þvottavél og skellt sér í sturtu og eldaður hafragrautur,nuddtími kl tólf og æfingar teknar þar ásamt nuddi,úfff það var vont eiginlega hefur húsfreyjan aldrei upplifað svona sársauka í nuddi og fór Inga nuddari varlega og notaði hljóðbylgur á verstu punktanna en húsfreyjan feldi nokkur en harkaði af sér,svo eru tveir tímar næstu viku,og í fyrramálið stefnir húsfreyjan í orkubúið í yoga spinning og það eru skemmtilegir tímar.
annars áttum við notalegann dag hér heima,vorum ekkert að æða út eftir leikskóla,bóndinn kom heim í kaffi en það er ekkert að gera hjá honum í vinnunn,því miður og hefur það aldrei skeð á þeim rúmum fimm árum að vinna liggur mikið niðri og þá er bara að hafa augun og eyru opin fyrir tækifærum ef þau gefast,og er bóndinn að verða frekar pirraður en hann er vanur að hafa mikið að gera og vill hafa vinnuna þannig,
en nú eru þægu púkarnir sofandi og feðginin á boxæfingu í orkubúinu,húsfreyjan að horfa svona með öðru auga á fótboltaleik á sportinu svona með dagbókafærslunni,já í gær þá hringdi frænka úr eyjum við áttum gott spjall og ýmislegt bar á góma ,sumt gerir ekki boð á undan sér,já það styttist í að frænka komi upp á meginlandið í helgarheimsókn,
eitt af uppáhaldsáhugamálum húsfreyjunar er bakstur og eldamennska og er tilraunir gerðar oft og bara gaman af því,nú ekki fyrir svo löngu þá var gerð tilraun með kryddrasp á kjúkkling og lambakjöt og það er ótrúlega góð blanda og ætla að láta uppskriftina fykgja með en hún kom í gestgjafanum ekki fyrir svo löngu,
krydd rasp hjúpur
2 dl brauðrasp
2 tsk salt
1 tsk paprikuduft
2 til 3 tsk kjúkklingakrydd eða
lambakjötskrydd
1/2 tsk pipar
brætt smjör eða olía
öllu blandað saman nema smjörið eða olían,takið kjúkklingabita ca 10 stk,eða heill kjúkklingur,nú ef um lambakjöt er að ræða þá dugar þessi blanda á 6 til 8 lærisneiðar eða ca 10 kódilettur.smyrjið smjöri eða olíu á kjöt,en munið að berja aðeins lambakjötið áður,síðan er kjötinu vellt upp úr krydd raspinu og raðað í eldfast mót eða ofnskúffu og olía eða smjör í botninn og aðeins ofan á kjötið,sett í ofn á 190 gráður í 45 mín,kjótið verður stökkt að utan en mjúkt að innan,meðlæti eftir smekk ásamt sósu,alveg rosalega gott og ekki er verra að hafa brúnaðar karteflur með lambakjötinu ásamt brúnni sósu,baunum og sultu já svo er hér alveg rosalega góð aðferð við brúnaðar karteflur sem faðir minn gerir og hefur bóndi minn lært af honum þessa aðferð fyrir löngu síðan ,
rjómabrúnaðar karteflur
gerið eins og vanalega takið smjörlíki og sykur og brúnið á pönnu
vel brúnuð blanda og hrærið stöðugt í,rjómi er hellt út íca 1 til 2 dl og hrært
vel .
síðan eru katreflurnar settar út í og þeim vellt upp út rjómablöndunni,
karmellan verður ekki hörð aðeins silkimjúk með rjómabragði,hellið svo
öllu í gler skál og njótið,
galdurinn er að hræra vel á meðan og hafa góðan hita og alls ekki setja vatn,rjómi kemur í staðin,þið verðið ekki svikin af þessum karteflum,
en jæja það styttist í að feðginin komi heim,og ætlum við að eiga stund með dótturinni fyrir svefn
dreymi ykkur vel og góða nótt
kveðja húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.