21.4.2009 | 12:59
vindur,sól og rigning veðurblanda vorsins
dagurinn heilsar okkur með vindi og sól,upp úr kl sjö bara róleg heit og morgunmatur borðaður ásamt lýsi og vitamini,kaffi sopi fyrir hjónakornin og lesin smá saga fyrir börnin,eldri dóttirin ákvað að finna sér aðeins betri föt fyrir bekkjamyndatöku sem átti að fara fram í morgun,bóndinn til vinnu en húsfreyjan var að dúllast með krílin fram yfir átta og röltuðum á leikskólann hálf níu,þar beið þeirra morgunmatur og ekki alveg þessi hefðbundni matur heldur fínasta Húsavíkur jógúrt sem leikskólanum var gefið,krílin vildi að sjálfsögðu smakka það með hafrakoddum í skál,svo fékk húsfreyjan kossa með karamellubragði frá krílunum ásamt knúsum,
húsfreyjan tók smá rölt og náði sér í fréttalaðið og las það á meðan þvottavélin kláraði,svo var tekið til við ýmis húsverk,og bakstur en í gær þá komst húsfreyjan ekki yfir allan þann bakstur svo í morgun voru ástapungarnir bakaðir jamm tvöföld uppskrift ummmm mjög gott með ískaldri mjólk,þvottavélin búin að þvo meira og hengt upp úr henni,ekki hægt að hengja upp úti , gerði tilraun til þess í morgun og það koma hellidembur og ekki þornar þvotturinn þar svo inn fór þvotturinn á snúru,
bóndinn að vinna í hádeginu en kíkir svo heim í nýtt heimabakað bakkelsi,það er aldrei að vita nema meira verður bakað,allavega eitthvað úr bönunum en það er búið að panta bananabrauð eða bananaköku í dag,
í gær var tekið til við að bæta öðru fiskabúri við ekki stóru en við erum að gera tilraun með að koma út svokölluðum riksugu ungum en það eru komin slatti af eggjum á botninn og riksugupabbinn eins og börnin segja passar eggin vel en börnin vilja meina það að hann sé að borða þau þegar hann liggur á þeim en þeim hefur ekki fækkað en kallinn og kelling hans sem skiftir sér ekkert af eggjunum eftir að hún ungaði þeim út eru komin í annað búr ásamt öllum fiskum og tveimur stórum sniglum en þeir eiga tvo eggjaklasa rétt fyrir ofan vatnsyfirborðið,svo að vonandi kemst eitthvað af þessu á legg,en ef það er einhver sem veit eitthvað um egg riksugu eða snigla þá má alveg gefa ráð,við höfum komið snigla eggjum á legg en eitthvað gengur þetta hægt,það hefur ekkert verið hróflað við þessu,kannski að það eigi að taka svona langan tíma,veit ekki en það er langt síðan það voru snigla egg síðast,
og kannski á að hafa allt saman í búri bæði fiska,riksugur og snigla
en jæja það stittist í að elsta barnið komi heim úr skóla og við tekur heimanám,erum nú ekkert lengi að koma því á blað,en hafið það sem allra best,
kveðja húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
230 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.