heilsa dagbókinni með hlustun á

Hvanndalsbræðum í spilaranum þeir bræður eru stórkostlegir að hlusta á Smile og fá húsfreyjuna ávalt til að brosa það væri nú gaman að komast á tónleika eða alvöru sveitaball með þeim bræðrum,ætla að hafa augu og eyru vakandi ef auglýst verður samkoma,

annars hafa síðustu dagar verið þó nokkuð margt um að vera,ummm á fimmtudaginn var búið að ákvað að fara með teindamömmu út að borða og ætluðu börn hennar og makar að taka saman bíl og fara í borgina,klukkan var að verða hálf sex þegar við urðum var við bílinn sem kom að ná í okkur og ekkert smá bíll enda tíu mans héðan að fara,Hummer limmo hvítur að lit kom í götuna og það eru framkvæmdir í götunni og ekki svo auðvelt að komast á svo stórum bíl en þeta gekk upp og það varð umferðaröngveiti hér og margir ráku upp Woundering stór spyrjandi augu,og út úr bílnum steig bílstjórinn og opnaði fagmannlega bílhurð og bauð okkur inn,og inni þar voru teingdaforeldrar,danafólkið þau Þorbjörg og Óðinn ásamt syni sínum honum Atla og kærustu hans Jenný,nú Stefanía og Guðmundur voru þar líka,svo var haldið í borgina og kampavínið ekki sparað og skálað og skálað,húsfreyjan fór að venju varlega í áfengið,alveg satt Wink það var mikið fjör á leiðinni og bíllinn mjög flottur og vakti athygli,en þægindin fyrir lappavana fólk svona eins og húsfreyjuna ekki voða gott en þá var bara að skella sér úr skónum og setja lappir upp á bekk,

nú breiðholtsfólkið var nú sótt og þar urðu þau mjög hissa sem er ekkert skrítið,leið okkar lá því næst að nauthólsvíkinni og þar er þyrlupallur og þyrlur en sem betur fer þá var ekki farið þá leið að veitingastaðnum en einhverjir voru reykþurfandi og svo einhverjir í pissupásu,já og myndir teknar af fólkinu og bílstjórinn tók hópmynd,og enn skálað og skálað í kampavíni,

veitingastaðurinn Sjavarkjallarinn í miðbænum og þangað var förinni næst heitið,þar beið okkar skrítinn drykkur í klaka og einhverju grænu grasi í glasi,man ekki hvað sá drykkur heitir en enn var skálað svo var farið að borðinu og þar var í boði smakk af ölum réttum misgóðum að mati húsfreyjunar og bóndans og teindapabba en hann sat á milli okkar,það var ekki mikið fyrir hvern að smakka en margir réttir og hvítvín og rauðvín í boði en húsfreyjan þáði vatn og var ánægð með þann drykk,

ferðin dróst þó nokkuð þrátt fyrir að flestir áttu að mæta til vinnu á föstudagsmorgun og kl var að ganga eitt þegar við fengum síðasta drykkinn fram í setustofu og það var kaffi með Beilis og það finnst húsfreyjunni góður drykkur sem toppaði kvöldið,breiðholtsfólkið fékk fyrst að fara heim og við vorum svo komin heim upp úr kl hálf tvö,afmælisbarnið fór í ból ásamt bónda sínum og Jenní ákvað einnig að sofa og við hjónin fórum heim en rest af fólki fór í pottinn,mikið var nú gott að komast í ból eftir langt kvöld.hefði ekki viljað missa af þessu kvöldi,þó svo sjálfstraustið er ekki upp á marga fiska þá er lífið ein áskorun og það er einmitt þannig sem húsfreyjan lítur á hlutina Joyful

börnin vöknuð á sínum tíma daginn eftir og ekkert mál fyrir húsfreyjuna að fara á fætur og bóndinn aðeins seinna og var frekar slappur enda skálaði hann með fólkinu og var dálítið ölvaður en hann kom með okkur á leikskólann ekki var hann kallaður í vinnu strax svo í bólið er heim var komið og húsfreyjan ákvað að leggja sig líka,þar til síminn hringdi kl að verða tíu og bóndinn í smá vinnu en aðeins hressari en ekki mikil matarlist en borðaði aðeins,við fórum svo í keflavíkina rúmlega ellefu og sóttum afruglara og bónusferð,og sá húsfreyjan um akstur báðar leiðir Smile

seinna um daginn eða upp úr kl sex þá var haldið í afmæli teindamömmu og var veisla haldin í sal Hópsneshúsinu,og þar var góður matur og hægt að borða sig saddann, við fórum með börnin heim rúmlega átta og voru þau sofnuð fyrir níu,breiðholtsgjölskyldan gisti hjá okkur og stóru stelpurnar okkar pössuðu krílin okkar á meðan við kíktum aðeins aftur í veisluna,þar var að myndast meira fjör og dansað við undirleik rafmagnsorgel sem eldri maður lék af alkunnri snilld og söng með,öll börn voru farin enda eki svo sniðugt að hafa þau með þegar áfengi er haft um hönd,en ekki var nú vesen á neinum og fólk skemmti sér greinilega vel,við hjónin fórum heim rúmlega elefu enda orðin nokkuð lúin,bæði án áfengis en kaffi og gos í staðin,

laugardagsmorgun fóru kallarnir okkar með danafólkið í jeppaferð og var ferðinni heitið upp á Langjökul og fóru aðra leið heim,ferðin heppnaðist vel,húsfreyjan var heima með börn og líka börn breiðholtsfjölskyldunar,það var bara gaman,við tókum rölt um miðjan dag og kíktum til Guðbjargar systur en Katla dóttir hennar var með litla veislu til að fagna þeim áfanga að vera útskrifuð úr flugfreyjuskólanum með glæsilegar einkannir,

laugardagskvöldið í notalegum félagsskap en húsfreyjan eldaði kjúkklingarétt og steikti hamborgara svo var borðað saman í stofunni og haft gaman af,krílin okkar sofnuð rúmlega hálf níu en breiðholtsfjölskyldan yfirgaf okkur eftir að við vorum búin að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna,

sunnudagurinn tekin snemma há bóndanum en hann glaðvaknaði kl sjö og allir steinsváfu,krílin vöknuðu rúmlega hálf átta og dóttirin rúmlega níu en húsfreyjan ekki fyrr en rúmlega hálf tíu Kissing kannski að það hafi verið bjórinn sem hún drakk kvöldið áður sem gerði það að verkum að svefninn var lengri en gengur og gerist,samt ekki innbirt nema lítið en greinilega alveg nóg til að sofa betur,ummm spurning hvort það verði ekki gerð önnur tilraun fljótlega með bjórinn og svefninn Errm

en jæja það er komin tími á bakstur ætla að baka tebollur,ástarpunga og skúffuköku á eftir,svo þá er bara að kveðja og loka dagbókinni með þeim orðum,HVERT AUGNABLIK SKIPTIR MÁLI

kveðja húsfreyjan

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband