10.4.2009 | 08:46
gleðilega páska
húsfreyjan hefur ekki opnað tölvu síðan síðasta bloggfærsla var rituð,en nú er komin tími á að rita niður það helsta sem hefur verið s,l. daga.
s,l. mánudag þá hringdi læknirinn sem við heimsóttum og niðurstöður úr sýni sem hann tók úr Bríeti og fundust nokkrar bakkteríur og sá hann ástæðu til að gefa stelpunni sterkt sýklalyf í þrjár vikur,og er líðan hennar loksins að skána en hittavella búin að hrjá hana og slappleiki í vikunni,en Sölvi er bara nokkuð hraustur ásamt eldri systur og pabba sínum,heilsa húsfreyjunar mætti vera betri bæði líkamlega og andlega,
s,l. þriðjudag þá var lokadagur Gyðu Daggar í sjálfstyrkinga námskeiði og endaði með týskusýningu allra sem þátt tóku og var mjög gaman að vera vitni að frábærum krökkum sem voru svo stolt af sér og sýndu okkur sem þar horfðum þar á,þau fengu svo möppurnar sýnar ásamt viðurkenningarskjali og einkun,svo í haust er stefnan á svipað námskeið og er daman búin að ákveða að taka þar þátt,teinda mamma kom og horfði á og gaf stelpunni prjónavesti sem hún hafði gert sjálf,mjög fallegt og hefur daman varla farið úr því enda hlítt og notalegt.
langþrátt páskafrí er loksins komið enda tíminn eftir jólin búin að vera án frídaga og veturinn virðist ætla að láta undan vorinu en er nokkuð kallt og veturinn lætur ekki undan án þess að koma með svokallað páskahret svona í flestum landshlutum,en blóm farin að kíkja upp úr moldinni sem er oft hrímuð á þessum árstíma,dagurinn heldur betur farin að lengjast og sól hækkar á lofti,eldri dóttirin vill fá að vera lengur úti en útivista tíminn segir til um,árshátíðir í skólum lokið ásamt viðtölum þar og í leikskólum,já það er margt sem minnir á að vorið sé á næsta leiti.
dagurinn í gær byrjaði snemma og eftir hádegi þá fórum við bæjarferð og heimsókn í Breiðholtið, þar á bæ var að venju tekið vel á móti okkur og áttum við skemmtilegan dag þar sem endaði með góðum kvöldmat,við komum heim kl að verða níu en eldri dóttirin varð eftir en kemur með breiðholtsfjölskyldunni í dag,
krílin vöknuðu fyrir kl sjö í morgun en Sölvi ákvað að sofna aftur hjá pabba sínum og vaknaði rétt fyrir átta en litla daman fór á fætur og fékk sér morgunmat með mömmu sinni,síðan horf'um við á Lottu fram að barnaefni á ruv,þar eru skemmtilega myndir og eru krílin hrifin af prinsessu,Halla og risaeðlunum,páll póstur,dýrin í sólarlaut,franlin og fleirum furðulegum persónum,
í dag upp úr hádegi áætlar húsfreyjan að baka tebollur og súkkulaði köku og bjóða gestum upp á ásamt kaffi og ískaldri mjólk, og enda daginn á að steikja lærisneiðar í raspi upp úr smjöri að hætti mömmu minnar ásamt brúnuðum karteflum,gular og grænar baunir,brún sósa og rauðkál,herramans matur og minnir mikið á gömlu góðu daganna ásamt ís,ávöxtum og rjóma,kannski að það verði eitthvert áhugavert sjónvarpsefni á dagskrá,svo er bara að bíða þar til sunnudagurinn rennur upp og páskaeggin fundin og gætt sér á ekki slæmt það.
en læt þetta duga í dag,
njótið páskadaganna og vonandi í faðmi fjölskyldna og vina,sýnið kærleik og umhyggju og þið fáið það margfalt til baka
páskakveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.