1.4.2009 | 21:22
áttum góða ferð í borgina
fjölskyldan vaknaði mjög snemma í morgun kl að verða hálf sjö en við þurftum að fara bæjarferð snemma og lögðum af stað klukkutíma seinna og fór öll fjölskyldan saman,en krílin áttu tíma hjá háls,nef og eyrnalæknir kl 8,45 svo er líka góður siður að gefa sér tíma þegar farið er á milli bæjar og borgar,við komum tímalega og engin bið og læknirinn tók vel á móti okkur og krílin skoðuð vel,eyrun á Sölva eru fín en ekki var annað rörið farið bak við hljóðhimnu og gróið þar eins og tveir aðrir læknar voru búnir að sjá,nú sem betur fer því þá hefði þurft aðgerð,og nefið líka fínt og hálsinn,svo var komið að Bríeti og fyrst voru eyrun skoðuð og annað rörið var á leið út ásamt fullt af mergi og læknirinn gat með góðu móti tekið rörið og fullt af mergi,en hitt eyrað mjög fínt og er rör þar,nú hálsinn bara fínn en ekki nefið þar er allt stút fullt af grænum hor og læknirinn leist ekki vel á langvarandi sýkingar var tekið aftur sýni og sett í ítarlega rannsókn og munu niðurstöður liggja fyrir eftir næstu helgi og mun þá vera tekin ákvörðun um lyfjakúr,svo ætlaði læknirinn að sjá krílin aftur eftir hálft ár ef ekkert kemur upp á,
við vorum búin að ákveða að nýta borgarferðina og því næst farið í smárann og nokkrir staðir þar heimsóttir,meðal annars farið í Hagkaup og vöktu páskaeggin athygli okkar enda stórar raðir af gómsætum og girnilegum súkkulaði eggjum og var skoðað af mikilli athygli en samt voru börnin furðu róleg en að sjálfsögðu spurðu þau um hvort þau fengu egg og foreldrarnir sögðu já þegar páskarnir kæmu og svo var það búið ekkert rætt meira um það,bækur vöktu líka athygli okkar og fengu krílin sitt hvora bókina um Tomma togvagn og eru yfir sig hrifin og kostuðu líka 290 kr stykkið á tilboði,og ein bók til viðbótar keift en það er bókin rosalegar risaeðlur og verður hún afmælisgjöf handa frænda þeirra í Breiðholtinu en það er í oktober sem hann verður fjögura ára og er hann mikill dýra aðdáandi og eru risaeðlur í uppáhaldi,og bókin stór og á fínu tilboði 1490 kr,já það er um að gera að ef hægt er að kaupa þær gjafir þó svo ekki sé komið að afmæli eða jólum
færum okkur yfir í rúmfatalagerinn og fjárfestum í álrimlagardínum fyrir stofugluggann,húsfreyjan orðin leið á að hengja slatta af teppum fyrir á daginn þegar blessuð sólin blindar allt inni , nú og það var komin tími á nýja kodda fyrir krílin og aðeins stærri barnakoddar á fínu verði voru keiftir,að síðustu var dýraríkið heimsótt sem er staðsett á móti Ikea,og þar höfðum við aldrei komið,og þvílík upplifun fyrir börnin þar inni er fullt af alskonar sjávardýrum nú og auðvitað,kanínur,hamstrar og fuglar og allt af ýmsum stærum og gerðum,en við keiftum fiskamat,
við vorum komin heim kl að verða eitt og Gyða Dögg fór á fótboltaæfingu stuttu seinna og svo á fimleikaæfingu,svo er frí í skólanum hjá henni á morgun en árshátið nemenda verður og er mæting rétt fyrir sýningu kl að verða hálf fjögur,og er ætlunin að við komumst öll að horfa á,
dagurinn frekar rólegur og sáu bóndinn og elsta dóttirin um krílin og heimilið í tvo tíma en húsfreyjan er búin að vera lasin og lagði sig,en er aðeins betri og kemst vonandi í rope yoga í fyrramálið,annars er líðan ekki góð hvorki líkamlega né andlega og er verið að vinna í því að láta sér líða betur það er reyndar vinna sem er ekki mikið í pásu,stundum koma dagar og vikur sem líður áfram án vanlíðan sé að hafa mikil áhrif en svo á móti eru slæmir dagar að verða lengri en hefur áður verið.en að sjálfsögðu er ekki sú hugsun að gefast upp,og með hjálp góðra að þá verður líðan betri,allavega andlega hliðin,en eins og er þá er happað og glappað líðan á líkamanum og ekki hefur verið ennþá hringt frá sjúkraþjálfaranum en alltaf tvisvar í viku fer húsfreyjan í rope yoga og gerir það gott fyrir fæturnar en ekki eins og er fyrir aðra hluta líkamans eins og fyrst,svo er alltaf stefnan að koma fleiri morgna og gera nokkrar æfingar og spjalla aðeins,það gerir mikið
svo fer vonandi að koma að því að húsfreyjan komist í gönguferðir en vegna veðurs og aðalega hálku þá hefur ekki verið hægt að fara nema svo rétt á leikskólann,svo er bara svo yndislegt að njóta þess að fara gönguferðir reyndar er húsfreyjan nánast sama með veður en þegar verið er að jafna sig eftir hnéaðgerð þá ber að fara varlega og ekki fara of geist,en það er vor í lofti og með vorinu kemur öðruvísi veður og heitara verður úti svo að krílin fara að geta verið meira í útiveru og fjölskildan saman í útivist,svo er bóndinn búin að vera að hugsa um hvernig það sé hægt að útbúa varmagjafa í tjaldvagninn fyrir sumarið en það er ekki alltaf hægt að komast í rafmagn og er niðurstaða komin,olíumiðstöð sem verður útbúin í kassanum sem er að framanverðu og mun stútur liggja svo inn í vagninn og beint í svefnaðstöðuna,svo vorum við að skoða svefnpoka í rúmfatalagernum í dag og það er líka hugmynd en þá er óþarfi að koma sængum í vagninn en hafa þá í staðin góða svefnpoka og það er voða gott að hafa hitann
en jæja það er komin tími á loka orðin,hafið það sem allra best,njótið það sem lífið hefur upp á að bjóða
góða nótt
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.