30.3.2009 | 15:57
það er jólailmur
úff hvað það er kuldalegt um að litast úti,ekta gluggaveður svo við fjölskyldan höfum ekki mikið verið á faraldsfæti en í gær þá fórum við í heimsókn á sjúkrahúsið í Keflavík en teindapabbi fór í aðgerð á mjöðm en skifta þurfti um mjaðmarkúlu og var sú aðgerð framkvæmt í Reykjavík s,l. fimmtuag og á laugardaginn þá var hann fluttur og var kallinn bara vel brattur og leit vel út,börnin færðu honum konfekt og var það voða gott að bragða á því svo er margt forvitnilegt á sjúkrahúsum og svöluðu börnin forvitni sinni meðal annars á wc sem er inni á herberginu og þurftu allt í einu að pissa og fór pabbi þeirra með þeim,og ekki má líta aðeins undan því á meðan Bríeti var sinnt þá vakti rauður takki á snúru mikla forvitni hjá Sölva og fyrir einhverja einstaka heppni þá náði bóndinn spottanum af syni sínum og útskýrði fyrir honum hvers vegna það mætti ekki leika sér með þennan hnappa en hann er rosa flottur sagði sonurinn með sinn hugsandi svip,og kom svo röltandi fram og tjáði afa sínum frá þessum rosa flottum hnappi,
nú við stoppuðum ca klukkutíma en drifum okkur svo heim en fórum fyrst í kaffi til teindamömmu og buðum henni í kvöldmat,sem hún þáði með þökkum,eftir kaffisopa þá var komið sér heim og steikin sett í pott og svo i ofn en við höfðum bajonskinkurúllu og auðvitað fínt meðlæti með,rjómabrúnaðar karteflur,brún sósa,gular og grænar baunir,rauðkál og svo búðum við til salat úr þeyttum rjóma með blönduðum ávöxtum og það toppar meðlætið, í eftirrétt var Royal búðingur og afgangur af jólaís en ís geymist ekki lengi hér en hann var á botni frystikistu,er ekki alveg að skilja afhverju hann var ennþá til en allur maturinn mjög góður og elsta dóttirin hafði það á orði þegar ilmurinn barst frá pottinum að það væri jólalykt af kvöldmatnum
það er reyndar mjög langt síðan svona kjöt var á boðstólum,eiginlega voru jólin þá,en svo er stefnan sett á páskana með góða steik,en þegar við skoðuðum kjöt í síðustu verslunarferð í bonus þá komst bóndinn að þeirri niðurstöðu að buddan leifði ekki mikil útgjöld og svo var fínt verð á þessari steik,svo smakkast Royal búðingar alltaf vel og eru vinsælir hjá okkur ásamt ávöxtum og rjóma.
nú dagurinn byrjaði kl sjö og eftir að börn voru farin að heiman þá fór húsfreyjan í Orkubúið og tók nokkrar æfingar ásamt auka æfingu í grafitibekknum en Ásdís kom með þá hugmynd að prófa æfingu í þeim bekk sem virka vel á fætur og bak,og erfið sú æfing en svo á morgun er svo rope yoga tími,
í hádeginu byrjaði húsfreyjan á bakstri og bakaði tebollur og ætla að láta fylgja með uppskriftina af þeim,
tebollur
250 gr smjörlíki mjúkt
250 gr sykur,
4 egg
4 tsk lyftiduft
500 gr hveiti
1 dl mjólk
200 gr grófsaxað síríus konsum
100 gr rúsínur,má sleppa
sykur og smjörlíki hrært vel saman,egg út í og hrært á meðan,þurrefni saman og út í ásamt mjólk,
smjörpappírsklædd plata og eru settar þrjár kökur í röð á plötuna og alls níu kökur á eina plötu en þær stækka nokkuð við bakstur,
bakaðar við 180 gráður með blástri á í ca 12 mín annars fer eftir ofni,og kökurnar eiga að vera meðal brúnar á lit,
þessar kökur eru mjög góðar og tilvalið í nestisboxið,svo má alveg setja öðruvísi sætuefni eða hveiti nú eða smjör,bara allt eftir því hvað þið viljið en svona er uppskriftin sem húsfreyjan fékk,
það tekur ekki langan tíma að búa þær til og baka ca rétt rúman klukkutíma,
látið kökurnar kólna aðeins og setjið í lokað box þá verða þær mjúkar en harðar ef ekki er sett í box fyrr en þær verða alveg kaldar,samt ekki grjótharðar
en jæja nenni ekki meira,ætla að brjóta saman þvott og fá mér kaffi sopa,
kveðja húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.