28.3.2009 | 21:31
vorboðin ljúfi
ekki svo ýkja langt síðan þegar fyrsta Lóan kom til landsins og nokkuð fyrir áætlaðan komu viku eða komu dag,litli fuglinn kom aleinn og sjálfsagt sársvangur,kaldur og þreyttur enda um nokkuð langa leið að fljúga og hvað beið litla fuglsins þegar hann lenti,nú ekki vorið þann daginn eða dagurinn í dag ekkert sem minnir á vorið þegar litið er út um gluggann,og veðurspárnar spá áframhaldandi vetraveðri,en bíðið nú við jú það er komin annar vorboði,nefninlega síðasti þáttur Spaugstofunar í kvöld og að venju frábær þáttur og ekki laust við að tár á hvarmi þegar textinn rann upp eftir skjánum en svo eru Spaugstofumenn búnir að framlengja samning einn vetur til og eru þá líka haustboðar eða er það ekki ? eða vetraboðar ?
við vöknuðum MJÖG snemma í morgun kl 6,20 úff og mjög hress krílin þegar þau skriðu upp í til okkar og svona í fyrstu þá kúrðu þau og héldu utan um hvort annað og hvísluðust á en ekki leið á löngu þar til þau voru farin að skríða lengra undir sængina og færa sig aftar í rúmið og ekki lengur hvislað heldur mikið og þá var bara tekin sú ákvörðun að drífa sig fram úr og gefa þeim morgunmat og planta þeim með mynd þar til barnaefnið kom á ruv,og húsfreyjan fór með þeim á fætur og borðaði með þeim ásamt eldri dótturinni,hún dreif sig líka á fætur og sendi svo mömmu sýna aftur í bólið sem hún þáði það með á kynn dóttur sinnar,
við fórum í bæjarferð rétt rúmlega níu og eftir smá kaffi í Breiðholtinu þá var farið í nagladekur,og var þetta í fyrsta skiftið sem húsfreyjan fer á stofuna Neglur og List og bara fín stofa og góð aðstaða,en þar er líka alhliða snyrtistofa fyrir bæði kynin,
eftir dekrið þá var komið við í bakaríi og smá bakkelsi verslað og fór það vel í fólkið í Breiðholtinu,við fórum heim kl tvö enda ekki svo íkja langt þar til eldri dóttirin átti að keppa heima en lítið æfingamót fyrir 6 flokk og fór húsbóndinn með á leikina sem byrjuðu um kl fimm,sem gekk mjög vel,en á meðan þá var kvöldmatur undirbúin og var búið að ákveða heimabakaða pizzu,ummmm og ekkert smá góð og auðvitað á maður líka að hrósa sjálfum sér og ef maður gerir það ekki þá getur maður ekki ætlast til að aðrir geri það,já og heimilisfólkinu fannst hún líka góð,allavega var næstum allt borðað en þykk og stór pizza í boði á stórri ofnplötu
nú svo hefur það komið fram að horft var á spaugstofuna og á meðan þá voru krílin sett í náttföt eftir þvott á höndum og andliti en það sést alveg þegar þau borða,já þau pústuð og nasarsprey fyrir svefninnog ekki voru þau lengi að sofna,og nú erum við að horfa á bráðskemmtilega teiknimynd Horton heitir hún og er skemmtilega talsett,
svo verður nú ekki langt í háttinn eftir myndina þó svo að húsfreyjan hafi verið sofnuð fyrir ellefu í gærkveldi og náði nokkuð góðum nætursvefni þá er úthaldið ekki meira en það að svefninn er þegar farin að sækja á og fleiri sem eru vakandi en bóndinn ætlar að vakna kl sex og horfa á formuluna en við höfum gaman af að fylgjast með en erum samt ekki að vakna á næturnar en allt í lagi þegar það er alveg að koma morgun,en húsfreyjan ætlar að lengur
augnablikið er dýrmætt,njótum þess,
stöldrum aðeins við og hugsum okkur,
hvað gef ég af mér ? nýt ég lífsins ?
er ég hamingjusöm eða hamingjusamur ?
er fjölskyldan mín hamingjusöm ?
hvað get ég gefið af mér svo hamingjan
haldi áfram að vaxa og dafna í lífi mínu
og fjölskyldunar minnar,
gefum okkur tíma og hugsum um tilgang
okkar,því ég trúi því að allt hefur sinn tilgang.
kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.