lífið er yndislegt

lífið er svo sannarlega þess virði að lifa því og við eigum að lifa því til fullnustu og njóta þess,en s,l. nótt dreymdi húsfreyjan draum sem var einskonar áminning um að það birtir upp um síður og með tíð og tíma þá mun húsfreyjunni lærast að lifa með sínum kvillum,því stóra og jafn mikilvægasta skrefið væri komið og nú á bara að taka skref fyrir skref,en móðir mín kom til mín svo sæl og ánægð og tók mig í faðm sinn og frá henni streymdi ólýsanleg tilfinning en boðaskapur hennar til mín í gegnum faðminn var einmitt þetta Heart og frá hennar hjarta,og þegar húsfreyjan vaknaði kl rúmlega sex þá fannst húsfreyjunni móðir sín standa við rúmið og dauf birta umlukti hana,hún brosti og var eins og hún hafði lagt hönd sína á öxl mín og svo hvarf hún smátt og smátt,húsfreyjunni leið alveg óskaplega vel en það er orðið langt síðan að hún vaknaði nánast verkjalaus og ekki svo mikið mál að standa á fætur,og dagurinn í dag hefur verið mikið teingt mömmu,við vorum nánar og erum það ennþá,

en jæja dagurinn í gær var að venju skemmtilegur og gaman að fá krílin sín heim kl tvö og eiga stund með þeim,við bökuðum tebollur saman og þau voru mjög hrifin og borðuðu mikið ásamt ískaldri mjólk,og áttu góðan leik saman og ekki fór fyrir leiðindum á milli þeirra,þau knúsast og segja við hvort annað,ég elska þig Bríet mín eða Sölvi minn Heart og síðustu morgna þá hafa þau komið inn til okkar,nema í morgun,og vekja foreldra sína með þeim orðum,mamma ég elska þig,pabbi ég elska þig,og knúsa okkur,er hægt að hafa það betra umm nei það toppar þetta ekkert.

í dag voru þau sótt á leikskólann kl eitt en tuttugu mín seinna þa áttu þau tima hjá læknir,og viti menn krílin voru svo miklir Halo Halo inni hjá lækninum,satu mjög prúð saman í stól og ekkert mál að taka sýni úr nefinu,og læknirinn mjög hissa og verðlaunaði þeim,já yfirleitt þá er svo margt um að skoða á læknastofum,

nú er heim var komið þá skellti húsfreyjan köku í ofninn og tók eldhúsið vel í gegn,fór lítið úr eldhúsinu í dag,nema þá í þvottahúsið sem er framlenging á eldhúsinu,undirbjó kvöldmat og setti kjúkkling í eldfast mót með mikið af grænmeti og bauð teindapabba í mat en teindamamma fór á útskurðarnámskeið en er búin að skera út lengi og eftir hana eru mikið af fallegum myndum sem priða veggi á heimili þeirra.

en jæja ætli það sé ekki omin tími á off takkann á tölvunni,en kveð ykkur með Kissing 

eigið góða nótt Sleeping og dreymi ykkur vel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband