23.3.2009 | 11:43
er heimavinnandi húsfreyja og er stollt af því
fjölskyldan búin að eiga náðuga helgi í rólegheitum,krílin reyndar ekki góð af hósta og kvefi en það spillir ekki fyrir góðum leik og eru þau dugleg við að uppgötva nýja leiki með dótinu og geta gleymt sér lengi,lengi og oftar en ekki er stóra systir með einnig koma hér oft frændsystkini,börn Guðbjargar systur, og bætast í hópinn og er þá hér mikið um fjör,og nú um helgina þá gisti hér Anna María og hún ásamt Gyðu Dögg að búa til leikrit og sýna krílunum og var svaka fjör og hlegið mikið,frænkan gisti hér á laugardagskvöldið og héldi stelpurnar sérstaka sýningu fyrir okkur hjónin og þvílíkt hugmyndaflug við hjónin hlóum mikið,já það þurfti ekki að fara í leikhús og sjá rándýrar sýningar nei hér heima bauðst okkur sýning sem hvergi er sýnd annarsstaðar,
í gærdag þá fórum við bæjarferð en húsfreyjan skifti hring sem hún fékk í afmælisgjöf og í staðin var valin nánast eins hringur silfurlitaður og með glærum steini svo nú skartar fingur fallegum hringi sem passar og á meðan voru börnin hjá systur bóndans í Breiðholtinu,þegar við komum aftur þá var frúin þar að baka súkkulaði skúffuköku og bragðaðist hún mjög vel með ískaldri mjólk,eftir spjall og kaffi þá var heimferð og kúrðu börnin á leiðinni,en voru ekki lengi að koma sér í leik þegar heim var komið,bóndinn fór í klukkutíma vinnu en húsfreyjan undirbjó kvöldmat,svo sem engin stórsteik heldur afgangur frá kvöldinu áður,eggjanúðluréttur með grænmeti,eggjum,skinku og beikoni,og núðlum,.og börnin vildu líka hafragraut sem þau fengu,þau virðast alltaf vera til í graut og borða vel af honum,
upp úr kl átta þá fóru þau í bólið,elsta dóttirin klukkutíma seinna en við horfðum á mynd saman,upp úr kl hálf ellefu þá var öll fjölskyldan komin í ból
það sváfu nánast allir vel í nótt fyrir utan húsfreyjuna,sem átti við höfuðverk og svima að stríða og var ennþá í morgun svo að heimsókn í Orkubúið var ekki á dagskrá,en kom krílunum á leikskólann en bóndinn fór í vinnu fyrir kl átta,því næst var tekið rólega í um klukkutíma á meðan lyfin virkuðu og þá var tekið til við nokkur húsverk,svo sem tekið úr uppþvottavél og sett í hana aftur,og sett í þvottavél,búið um rúm og tekið aðeins til í herbergjum,þurka af og sópa gólf,baðherbergi þrifið nema gólf en í dag þá er ætlunin að skúra flest gólf ef heilsan bíður upp á það,
blöðin lesin svona oftast og þá er aðalega verið að leitast eftir skemmtilegu lesefni og forðast að lesa um það sem er alltof mikið skrifað um,en það virðist um að gera að draga þjóðina sem lengst niður í skítin sem nokkrir valdamenn hafa komið okkur í og það kappkostað að stuðla að því að landsmönnum líði sem allra,allra verst en afhverju er ekki leitað eftir gleðifréttum,það er fullt af börnum og fullornum sem gera góða hluti og eru alveg þess virði að deila því með öðrum,og það sama má segja með fréttum í sjónvarpi,ef það eru ekki kreppufréttir þá eru það stríðsfréttir,já svona er landinn í dag því miður,
húsfreyjan fer stundum í búðina og þá þegar bráðnauðsynja vöru vantar,nú það kemur fyrir að samræður eiga sér stað,og núna síðast þá gaf kona sig á tal við húsfreyjuna en við þekkjumst ekkert en heilsumst á leikskólanum,og þá var smá spjall um börnin og loks um atvinnuleysi sem fer vaxandi og þessi kona er ekki viss með sína vinnu og spurði húsfreyjuna um hennar vinnu og eins og er þá sagði húsfreyjan að hún ætti ekki von á uppsögn,reyndar væri hennar vinna þess eðlis að meðan henni entist ævin og einhver heilsa þá væri hún með sína vinnu,konan kváði og var hissa en spurði svo,nú hvaða vinna það væri,nú heimavinnandi húsmóðir saðgi húsfreyjan ,,,já ég hugsaði nú ekkert út í það sagði þessi ágæta kona,það er auðvitað líka vinna og var eiginlega vandræðaleg,við spjölluðum aðeins meira og svo hittumst við á hverjum degi á leikskólanum og erum aðeins farnar að spjalla meira saman,
en ætli þetta sé ekki orðið gott í dag,stutt í að bóndinn komi heim í mat,og þá er líka gott að spjala saman en hafið það sem allra best á þessum líka fína degi,fallegt veður og tilvalið að njóta þess
kveðja húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.