20.3.2009 | 22:10
saumakassinn ávalt við hendina
taka til,taka til svona aðeins meira en gengur og gerist,og reglulega farið yfir fataskúffur barnanna og önnur föt sett í staðin,og dagurinn í gær fór í þessi verkefni og líka farið yfir vettlinga,sokka,húfur og athugað með merkingar,sumar merkingar farnar að losna og sett nýjar í föt sem voru tekin fram,já alveg hellingur sem stoppað var í og hankar á útifatnaði saumað á aftur,Trigger kuldastígvélin orðin götótt eftir tæplega tveggja vetra notkun svo nú voru góð ráð dýr,ekki tekur því að fá ný þegar veturinn er langt komin og ekki hægt að hafa krílin á skóm svo nú var hringt í eina góða frænku sem á tvíburastráka og viti menn hún átti til Viking kuldastígvél ekki ósvipuð Trigger og í stærð krílanna okkar,blá á lit en það skiftir engu máli.og við báðum um þau lánuð sem var ekkert mál og stutt í að við fjárfestum í venjulegum stígvélum en það er líka búið að nota þau mikið og eru gatslitin og á leið í tunnnuna,nú húsfreyjan hefur líka verið að taka skápa í eldhúsinu í skoðun og það litla sem var útrunnið var fargað og aðeins strokið úr skápum og raðað betur í og búið til pláss ef ske kynni að keyptar yrðu góðar geymslu vörur á góðu verði
við hjónin renndum í bónus ferð í dag og höfðum með okkur reiknisvél og skoðuðum vörur vel og vandlega áður en sett var í innkaupakörfuna,verð borin saman við auglýstar vörur og komum úr búðinni með helling af vörum og rúmlega átta þús kr fátækari, en það marg borgar sig þó svo það taki tíma að skoða allt vel og vera búin að taka út pening og nota ekki kort,þetta erum við búin að nota nánast alveg síðan í haust en fram af því þá var ekki mikið notuð reiknisvél og stundum ef það var munað að taka út pening,og gera innkaupamiða og munar um það að skrifa jafnóðum á miða sem er hægt að hafa á ísskáp til dæmis,það sem klárast hverju sinni.
ennþá er litla skottan okkar með magaverki og þá er ekki ristillinn að angra heldur ofalega í maganum og finnur hún sáran til en stundum er allt í lagi og stundum grætur hún,og næsta mánudag þá ætlum við að fá símatíma hjá barnalæknir og láta vita um breytingar á verkjum,og á morgun er okkur boðið í barnaafmæli og við vitum ekki hvort við förum það fer alveg eftir heilsu litlu skottunar,en þurfum að skjótast í bæinn á sunnudag ef opið er í verslun þar sem hringurinn var keiftur og fá honum skipt,ætla að ath opnunartímann á netfanginu,svo er ennþá meiri sparnaður á döfunni,við ætlum að hætta með heimasímann ekki fyrir háann reikning nei heldur er fastagjaldið og númerabirting ávalt hærri en reikningur,og segja upp ráderninum og nettengingunni og er þetta allt hjá simanum,við ætlum að ath hjá nova hvernig háttað er með nettengingu hjá þeim og vera bara með gsm síma,já það má reyna að finna sparnaðarleið
í vikunni sem er að líða þá hefur nú sem betur fer allt gengið nokkuð vel,krílin þokkalega heilsu eru hægt að ná sér,elsta dóttirin vill hafa helling að gera,vinnan hjá bóndanum róleg,og húsfreyjan gat farið þrjá morgna í orkubúið,en heilsan er langt frá því að vera þokkaleg, og dúllast aðeins hér heima,þar með ætlar húsfreyjan að láta þetta gott heita í kvöld,ætla snemma í bólið og bíð ykkur góða nótt,njótið helgarinnar
kveðja með
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.