18.3.2009 | 12:08
velheppnuð bústaðaferð
þá gefst tími fyrir skriftir en dagarnir eftir bústaðaferðina verða í minningu geymdir við lögðum af stað úr borginni kl rúmlega sjö en með okkur í samfloti voru systir bóndans og fjölskylda,ferðin var seinfarin sökum óveðurs en það sem tekur ca 45 mín að fara tók okkur tvo tíma,við vorum velbúin en mikil umferð og meðalhraði um 20 til 50,við vorum nú ekkert stressuð og finnst gaman að keyra þó svo veðrið sé ekki alltaf sumar og sól,en það eru nú oftar en ekki alltaf einhverjir í umferðinni sem kunna sér ekki hóf og fylgja ekki röðinni og þurfa endilega að bruna framúr og stofna sér og öðrum í hættu,og það er alveg berkilegt hvað bílstjórar þurfa að vera alveg upp í næsta bíl og ansi margir á vanbúnum bílum,já það eru alltof margir sem bara hugsa ekkert um sitt og annara öryggi,
en jæja við komum í bústaðinn tveimur tímum eftir brottför og við komum okkur vel fyrir og fengum okkur að borða og komum börnum í ból sem voru orðin nokkuð lúin en gaman hjá þeim,eldri börn og foreldrar vöktu aðeins lengur og potturinn sem er inni í húsi var notaður en gufan virkaði ekki en potturinn var fínn,
við vöknuðum hress snemma á laugardagsmorgunn,þetta líka fína veður og eftir morgunmat og barnaefni á ruv þá drifu börnin sér út í leik en það var búið að koma fyrir leiktækjum og nutu börnin góðs af og snjórinn borðaður og notaður til snjókastaleiks og þvílíkt fjör og pallurinn umhverfis bústaðinn var hreinsaður af snjó og grillið tekið út og undirbúningur fyrir nautakjötið hafið,og meðan á öllu þessu gekk á þá var húsfreyjan í dekri og fékk annað dekur í afmælisgjöf en systir bóndans sem hefur þá atvinnu að setja fínar neglur og skreyta þær vildi gefa húsfreyjunni neglur og skraut og tók með sér ferðasett úr vinnunni og við komum okkur vel fyrir og áttum góða stund með góðri tónlist og spjalli í ca einn og hálfann tíma og húsfreyjan er svo með nýju neglurnar ásamt glitrandi steinum, húsfreyjan hefur verið kráka í fyrra lífi því hún er mikið fyrir glitur og glimmer í hófi reindar, systir bóndans hefur áður sett neglur á húsfreyjuna en þegar tvíburameðgangan var hálfnuð þá var því hætt en þá áttum við báðar erfitt með að sitja en við vorum báðar ófrískar á sama tíma en hún hálfum mánuði lengra komin,já saman stillt systkinin með að fjölga en stelpurnar eru á sama ári okkar í marz en hin í júlí og svo krílin okkar í endan okt en strákurinn þeirra hálf mán á undan og í byrjun okt,
en já eftir dekrið þá slökun og dúllast fram eftir hádegi með börnum og potturinn notaður en Bríet Anna varð fyrir því óláni að detta á hnakkann þegar hún kom upp úr pottinum en hún vildi alltaf rápa þó svo það var bannað en stóru stelpurnar voru að fylgjast með yngri börnunum og allt var búið að ganga vel og pabbarnir voru líka að líta inn á meðan grillið var undirbúið,en voru að koma inn þegar atvikið átti sér stað og Anna Dóra var eldsnögg að ná í stelpuna og kom henni í mömmu fang og við skoðuðum hana vel en hún grét ekki lengi,við fundum ekkert að en Villi var með hana og fylgdist vel með henni,húsfreyjan fór í pottinn með hinum börunum og svo var gert sig fína,en hugurinn var hjá Bríeti og var alltaf að ath með líðan hennar en hún sofnaði svo með snuddu og bangsa og var allt í lagi með hana,tengdaforeldrar komu stuttu seinna ásamt langömmu barnanna og teingdamamma sem er hjúkrunarkona skoðaði stelpuna og sagði að hún væri að jafna sig og allt í lagi,stelpan svaf í um klukkutíma og var svöng þegar hún vaknaði í Villa fangi og var fljót að hressast eftir að hafa fengið sér a' borða,
en ekki gátu allir komið og vegna veðurs þá vorum við fá í bústaðnum en fínt veður hjá okkur,á tímabili þá var húsfreyjan leið vegna vinkonu sem komst ekki en hafði hjá sér yndislegt fólk sem sýndi það að það þætti vænt um að geta verið hjá okkur og hughreisti húsfreyjuna,já það er gott að vita af væntumþykju,
en önnur vinkona af Hvolsvelli kíkti ásamt manni og tveimur dætrum og var gaman og mikið spjallað,þau þurftu svo að koma sér í sveitina og sinna búinu en gaman að þau skildu koma við,nú var undirbúningur fyrir kvöldmat að fullu hafin og kjötið búið að grilla og komið í ofn á litlum hita og passað að það eldaðist rétt og ekki of mikið en húsfreyjan fékk svo sér bita sem var eldaður lengur en hún borðar ekki rautt kjöt hef aldrei getað það þrátt fyrir að hafa reynt þá bara já einmitt,
borðið stækkað og við komum okkur fyrir og nutum matarinns og kjötið bragðaðist mjög vel ásamt bökuðum karteflum og fersku grænmeti og sósum,börnin mjög ánægð í leik fram eftir kl átta en voru orðin mjög lúin og ekki lengi að sofna og husfreyjan kúrði með þeim í hálftíma það var notalegt og á meðan komu vinahjón okkar úr Grindavíkinni,þeim var boðið að borða og áttu skemmtilegt kvöld með okkur,teindaforeldrar fóru með gömlu konuna á Selfoss en hún býr þar en komu svo aftur og gistu hjá okkur,vinafólk okkar fóru rúmlega ellefu,stóru stelpurnar í bólið og potturinn notaður fyrir svefn eftir vel heppnaðann dag og kvöld
börnin vöknuðu snemma á sunnudagsmorgun og húsfreyjan fór á fætur með þeim og gaf morgunmat og barnaefnið notið á háaloftinu með eldri stelpunum,húsfreyjan lagðist aftur til svefns og vaknaði kl tíu en þá voru allir vaknaðir og voru búin að ákveða að húsfreyjan færi með börnin í pottinn og á meðan tæku hinir við að koma bústaðnum í hreint og pakka niður farangri,já húsfreyjan átti sem sagt frí og naut stundarinnar með börnunum,
við yfirgáfum bústaðinn rúmlega tólf og héldum heim á leið og fórum krísuvíkurleiðina og komum heim kl að verða þrjú,og alltaf notalegt að koma heim,börnin glöð að sjá dótið sitt og við áttum góðan eftirmiðdag og farangri ásamt mat á sinn stað,
svo hafa dagarnir liðið og hugurinn ennþá bundin við helgina bæði hjá börnum og foreldrum,en það er alltaf gott að koma í sitt fasta rútínu,í gær þá var foreldraviðtal á leikskólanum og það var gott viðtal og allt hefur gengið vel og börnin mjög dugleg og hafa tekið miklum framförum í vetur,stefnan er sett á mai eða júni sem þau fara á eldri deildina,nú við systurnar húsfreyjan og Guðbjörg fórum í bónus og komum við hjá Sólveigu systur okkar í Njarðvík í kaffi og spjall eftir að börnin komin heim af leikskóla og úr skóla þá var sett í skúffuköku eða tvær kökur og ilmurinn ummmm já og í kvöldmatþá var kjúkklingur í ofninn eftir kökuna,nýta ofninn á meðan hann var í notkun,og ekki arða eftir af kvölmatnum þegar allir höfðu fengið sér vel að borða,
bóndinn fór á æfingu eftir að börnin voru sofnuð og við mæðgurnar sátum og áttum okkar stund saman,eftir að bóndinn kom heim þá skrapp húsfreyjan til vinkonu og færði henni skúffuköku og áttum við gott spjall saman og finnst húsfreyjunni voða vænt um þessa vinkonu og gott að eiga hana að og langaði að gleðja hana og kakan varð fyrir valinu og hún smakkaðist vel að sögn vinkonu sem var voða glöð og var viss um að fleiri fjölskyldumeðlimir yrðu glaðir með kökuna,
bóndinn hringdi og þá hafði Bríet vaknað og svo húsfreyjan dreif sig heim,og þá var búið að taka utan af rúminu og koma stelpunni í hrein náttföt,hún var ekki með hita en borðaði aðeins af banana eftir að hafa aftur kastað upp,svo vildi hún fara að sofa,og í nótt kl rúmlega þrjú þá kastaði hún aðeins aftur upp en var með skál hjá sér og kalaði á okkur,svo sofnaði hún aftur og vaknaði mjög hress í morgun og borðaði morgunmat og vildi ólm fara í leikskólann,og er þar ennþá,en hugsanlega er það ristillinn sem ýtir upp magann og þá gubbar hún eins og barnalæknirinn segir,en hún er að taka lyf til að losa ristilinn og tekur það sinn tíma,
en jæja ætli það sé ekki komin tími á að fá sér hádegismat með bóndanum hann er á leið heim,en húsfreyjan biður að heilsa þar til næst og hafið það sem alla best
kveðja húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.