kveðjan endaði á að allt er fertugum fært

þá er húsfreyjan orðin fertug og líður mjög vel með þann áfanga Joyful dagurinn í gær var yndislegur og heimsóknir frá vinum og ættingjum,húsfreyjan bakaði súkkulaðivöfflur og hjónabandsælu og bar fram með rjóma og sultu og fór það vel í gestina og heimafólkið,eftir ræktina um morguninn þá biðu skilaboð  í símanum og hringingar byrjuðu upp úr kl hálf tíu, Lauga vinkona kom um tíu og færði húsfreyjunni gjafabréf hjá Fögru og í boði var lúxsus andlitsbað ásamt nuddi og tekur tvo tíma svona dekur Joyful og stuttu seinna kom Guðbjörg systir og rétt á eftir henni kom Hanna með Tristan son sinn tæplega eins árs og alveg ótrúlega hvað lítil börn stækka fljótt en þessi kútur er ekki lítill lengur,við gæddum okkur á vöfflunum góðu og áttum skemmtilegt spjall fram að hádegi,

krílin voru sótt í leikskólann og þau mjög hress heilsan er öll að koma hjá þeim,en það er innivera hjá þeim og eru þau nokkuð sátt við það,þau vita að til þess að láta sér batna þá þurfa þau að taka lyfin og vera inni í nokkra daga,þegar heim var komið þá fengu þau sér ís og vöfflur,og húsfreyjan tók til við ýmis húsverk og eftir þau verk þá var sett í köku , hjónabandsælu Smile og í því hringdi teindamamma og boðaði komu sína ásamt teindapabbaupp úr kl sex komu þau og fangið fullt af gjöfum,já það var ýmislegt sem kom húsfreyjunni á óvart,því í einum pakkanum kom í ljós mynd sem teindamamma hafði skorið út í tré og myndin er af torfbæ í dökku tré og utan um er ljóst tré og þar er máluð blómamynstur og svo er dökkur rammi utan um myndina en yfir blómamynstrinu stendur ,drottinn blessi heimilið, en fyrir nokkrum árum þegar húsfreyjan sá þessa mynd þegar var verið að búa hana til þá sagði hún við teindamömmu að þetta væri mjög fallegt og svona mynd sómaði sér vel á hvaða heimili sem er ,og viti menn teindamamma mundi eftir þessu en húsfreyjan var búin að gleyma þessu en það rifjaðist fljótt upp þegar pappírinn var tekinn utan af myndinni,

og fleiri gjafir komu þau með,model silfur hringur með glærum steini en of stór og má skifta honum en er mjög fallegur,og silfur hálsmen með glærum steini og gjöf frá langömmu barnanna , hún er móðir teindamömmu,og það voru silfur eyrnalokkar með glærum steini, já húsfreyjan vöknaði um augun svo fallegar gjafir,og gestirnir gæddu sér á súkkulaðivöfflum og hjónabandsælu,

teindaforeldrar voru hér fram yfir kvöldmat og þegar þau voru farin þá komum við krílunum í háttinn en þau voru orðin lúin eftir allann spenninginn sem þau fengu þegar gjafir voru teknar upp og þau aðstoðuðu mömmu sína eftir bestu getu Happy og mjög glöð með það,

og kvöldið endaði með konudekurkvöldi en Helga systir kom með Avon vörur og höfðum við gaman af við vorum hér ásamt Helgu, Guðbjörg systir,María sem er systir mannsins hennar Guðbjargar,Eygló frænka,og Birgitta vinkona og kom hún með gjöf og sú gjöf er að Birgitta bauð húsfreyjunni með sér á námskeið hjá manni lifandi sem verður ein kvöldstund  og nefnist hagkvæm hollusta Kissing  en það hefur verið draumur okkar að komast einhverntímann á námskeið hjá manni lifandi,

nú við sem sagt skemmtum okkur frábærlega saman til rúmlega ellefu,svona stundir eins og dagurinn í gær eru geymdar vel,

upp úr miðnæti skriðum við hjónakornin í bólið og orðin nokkuð lúin eftir annasaman dag,

við vöknuðum í morgun fyrir kl sjö og ekki auðvelt að opna augun Pinch en upp úr bólinu,börnin svöng og borðuðu vel,eftir þessi hefðbundnu verk á morgnanna þá skellti húsfreyjan sér í Orkubúið og tók nokkrar æfingar og fékk hamingjuóskir ásamt kossum og knúsum,tók bíltúr með elstu dótturina og skildi hana eftir við íþróttahúsið,en hún átti að fara í íþróttir og sund,húsfreyjan kom sér heim og fékk sér morgunmat og las blaðið,setti í þvottavél og tók úr uppþvottavél og setti í hana aftur,átti símaviðtal við læknir og gerum við tilraun með önnur vöðvaslakandi lyf fyrir svefninn,með póstinum í dag kom skeyti og var húsfreyjan svo glöð það hún las það en Lauga vinkona og fjölsk hennar sem er orðin nokkuð stór sem sendu skeytið og myndin á skeytinu var tekin af okkur vinkonunum í haust í afmæli sem Lalli maður Laugu hélt upp á ,og við í faðmlögum mjög góð mynd af okkur og sýnir hvað okkur þykir alveg óskaplega vænt um hvor aðra Heart

fór og ath með handklæði sem dóttirin gleymdi fyrir stuttu í sundlauginni og fann það,en þvílíkt magn af handklæðum og sundfatnaði sem eru í óskilum,eru foreldrar ekki að fylgjast með hvort börnin þeirra komi með sundfatnað og handklæðin heim eða er bara farið og keift nýtt GetLost glætan að það komist upp hér og er þetta í annað skifti síðan dóttirin byrjaði í skóla og gleymir handklæði í sundi og í bæði skiftin hafa þau fundist,

eftir að krílin voru sótt í leikskólann þá var búið að koma dótturinni á fótboltaæfingu en við kíktum til Guðbjargar systur en það var orðið langt siðan að við kíktum þangað síðast,þar fengi börnin matarást á frænku sína og borðuðu vel þar,en við komum okkur heim kl að verða fjögur,dóttirin fór upp í gula hús sem tilheyrir fótboltanum og þar var pizzugleði með þjálfaranum milli sex og sjö,en húsfreyjan eldaði kvöldmat og í boði var steiktur fiskur í raspi ásamt karteflum og grænmeti,börnin tóku leik með pabba sínum og fóru að sofa rúmlega hálf átta ,

í Kastljósi kvöldsins var áhugavert viðtal sem snertir mann alltaf þegar það er sýnt en ekki hefur það gerst oft,viðtalið og myndir við sundgarpann sem vann það afrek að synda í land eftir að skip sem hann var á sökk,já það er alveg ótrúlegt hvað mannskeppnann ræður við og svo margt sem spilar inn í eins og með afrekið,allt það smáa vinnur saman og úr verður kraftaverk,ef þetta fær mann ekki til að hugsa um lífið þá hvað ?

en jæja þetta er orðið nokkuð gott í kvöld,enda húsfreyjan orðin nokkuð lúin,það er gott að enda kvöldið á að þakka fyrir það sem við höfum,og biðja fyrir þeim sem þurfa á því já og biðja fyrir ykkur sjálf það er gott að þykja vænt um sjálfann sig Heart 

góða nótt og Sleeping ykkur vel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband