9.3.2009 | 21:14
ólíkar skoðanir hvar á að pissa,og þar við situr,
vorum vakin rétt fyrir klukkuhringinguna í morgun en Sölvi vaknaði og sagðist þurfa að pissa já hann er farin að vakna og lætur vita en litla systir hans segir að hún pissi í bleijuna á nóttunni hún er með það á hreinu en fer á koppinn þegar hún vaknar á morgnanna,já við fengum okkur morgunmat ásamt lýsi og vitamini,krílin tóku nokkra spretti á þríhjólunum og þá er eins skott að passa sig það er mikill hraði sem þau ná á þessu litla fleti sem þau hafa,og mikið var gaman hjá þeim þegar þeim var sagt að þau máttu fara á leikskólann en ekki vera úti,þá var uppi fótur og fit og foreldrarnir áttu í fullu fangi með að hafa hemil á þeim svo mikið var fjörið,
bóndinn fór með þau á leikskólann og húsfreyjan kom sér í útigallann og í bílinn og ferðinni heitið í Orkubúið,bóndinn skildi bílinn þar eftir og bauð frúnni að prófa að aka honum heim,gott að komast í ræktina og taka aðeins á því,og á morgun þá er planið að prófa rope yoga bekkinn það er gott að taka æfingar þar og ekki verra að það sé ekki gips sem heftir hreifinguna,þó svo ekki mikið hægt að beygja hnéð þá eru hækjur ekki mikið notaðar innandyra,og gengur furðuvel að rölta um og aðeins án nokkurs hlífar en það er bara aðeins sem það er gert svona til að fá smátt og smátt styrkingu
nú eftir tímann þá var sest upp í jeppann og gekk bara nokkuð vel að koma sér heim já húsfreyjan hefur engu gleymt eftir tveggja mánaða stopp þó svo það var ekki alveg sársaukalaust þá er að láta hlutina ganga einhvernvegin upp,
svo sótti að húsfreyjunni mikil sifja og upp úr kl hálf tólf þá var ekki annað í stöðinni en að fá sér í smá stund,eða þar til bóndinn kom heim tæpum klukkutíma seinna,við snæddum hádegisverð saman og ennþá var húsfreyjan frekar sifjuð og slöpp,komin með höfuðverk,kviðverk og bakverk,og bóndinn tók eftir þreytu merkjum húsfreyjunar,og þa var bara að koma sér aftur í bólið og nota tímann þar til krílin yrðu sótt kl tvö,og mikið urðu þau glöð að sjá mömmu sína og stóru systur og voru í miklu fjöri,allt gekk vel og engin pissuföt með heim,Sölvi mjög duglegur sögðu fóstrurnar og fór bara sjálfur og án þess að vera minntur á að pissa,og að venju þá er Bríet með sinn kopp þar og fer þegar henni hentar,ekki að ræða að nota klósett hún segist eiga koppinn og vill bara pissa í klósettið sem er heima,og þar við situr og verður ekki haggað,
Sigurður barnalæknir hringdi stutt fyrir kvöldmat og sagði frá niðurstöðum og það passaði allt,sýkingar og lungnabólga og svo er ristillinn hjá Bríet fullur og gæti verið að valda bakflæðiseinkennum,og þá er komið program fyrir það líka úff já það er af nógu að taka og næsta fimmtudag þá ætlar Sigurður að hafa samband og fylgjast með hvernig gengur og skrifa upp á áfamhaldandi sýklalyf næstu tvær vikurnar í það minnsta og áfram að pústa og forðast útiveru í roki og kulda en í lagi að fara í bíl og leikskóla ef þau eru hress,
á morgun ætlar húsfreyjan að baka aðeins og eitthvað verður sett í frystir fyrir bústaðaferðina,og annað kvöld er dekurkvöld en Helga systir kemur með Avon vörur og það verður konukvöld hér og er búið að hafa samband við nokkrar og vonandi komast einhverjar og ef það er einhver sem er að lesa þetta þá má sú kona koma aldrei að vita nema það verður boðið upp á nýbakað bakkelsi
en ætla að láta þetta verða síðustu orðin í kvöld,bóndinn er rétt ókomin heim af æfingu og elsta dóttirin er hjá vinkonu sinni en kemur heim með bónda,en hafið það nú notalegt og njótið þess sem allt það góða í kringum ykkur hefur upp á að bjóða,
kveðja og til ykkar
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.