fórum bæjarferð í dag og gerðum afmælis innkaup

jæja þá er þessi helgi að verða búin og það er engin asi hér,í gær þá var bóndinn að vinna allan daginn,sem betur fer þá hefur hann vinnu ennþá og er heilsuhraustur,hann stundar lika fótbolta einu sinni í viku og box þrisvar í viku já heilsan skiftir miklu eins og allt annað sem er partur af góðu lífi,og elsta dóttirin er líka dugleg með sínar æfingar,fótbolta þrisvar í viku og fimleikar tvisvar í viku,og er orðin nokkuð góð með boltann Smile krílin eru aðeins að hressast og stunda sína ærslafullu leiki W00t og slaka þar litið á,nú húsfreyjan er aðeins að koma til með slappa fótinn,og nýja spelkan er fín og gengur vel að aðlagast henni og allt annað að geta hreift sig aðeins betur,og vona að á morgun verði hægt að fara í Orkubúið enda komin rúm vika síðan síðast,og krílin geti farið á leikskólann en eins og er þá bendir allt til þess,þau hafa ekki hóstað mikið á næturnar en þarf ekki mikið til þegar hlaup eru annars vegar þá er stutt í hóstann en þá slaka þau á og taka rólegan leik en ekki lengi samt,

í  morgun var ákveðið að fara bæjarferð en í fréttablaðinu um helgina þá auglýstir Intersport mikinn afslátt af cintamani fatnaði og afmælisgjöf til húsfreyjunar var keift aðeins fyrirfram og fékk hún rendann svartann jakka með hettu á fínu verði Joyful og elsta dóttirin fór með þrettán þúsund en það var afmælispeningurinn og keifti hún sér stelpu jakka rendann með hettu frá cintamani og hjólastrigaskó en það er hægt að taka hjólið af sem er á hælnum með litu handtaki og þá þessir fínu strigaskór,og hún er mjög ánægð með þessa fjárfestingu,nú eftir þessa fínu innkaupaferð þá var haldið upp í Breiðholtið og þar á bæ tekið vel á móti okkur og súkkulaði kaka í ofninum og bragðaðist hún vel með ískaldri mjólk þvílík sæla. og góður kaffibolli fyrir heimferð,

krílin tóku blund á heimleið og ekki var pissað á meðan en þetta var fyrsta ferðin í bæinn og þau bleijulaus en svona til vonar og vara þá voru tekin föt með til skiftanna,það var voða gott að komast aðeins út og í bíl og í heimsókn,það var orðið langur innivistartími á þremur fjölskyldumeðlimum og við Smile brostum hringinn eftir daginn,en ekki var heimsóknum lokið þegar heim var komið ó nei við kíktum á Skipastíginn,til teindó, fengum okkur kaffibolla og börnin í leik og litu á mynd,og þar með var komin tími á að halda heim á leið,lagsanja í kvöldmat,afgangur frá laugardagskvöldinu,og smakkaðist vel,krílin vildu svo borða meira þegar þau áttu að fara að sofa ,og voru sofnuð hálf níu,bóndinn í smá vinnu og við elsta dóttirin að horfa á frítt barna efni en er að fara að tía sér í bólið og ekki er langt í að við hjónin förum sömu leið,að vaka á kvöldin er eitthvað sem er frekar erfitt og eru augnlokin farin að síga verulega þegar kl er að verða tíu,

en ætla að enda helgarbloggið hér og vona að þið eigið góða viku framundan,og að þið hafið það sem allra best

Heart kveðja frá húsfreyju gumpinum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband