6.3.2009 | 22:38
strembinn dagur
í morgun hringdi klukkan sjö og það var dálítið erfitt að vakna eftir enn eina vöku nóttina en krílin hósta töluvert,en það mátti ekkert droll og allir sváfu voða vel einmitt svona morgun þegar það þarf að vekja og svo um helgar þá vakna börnin öll þrjú snemma,en jæja við vöktum börnin og morgunverður ásamt lýsi og vitamíni,dóttirin í skólann og við hjónin ásamt krílum í bæjarferð,og á meðan húsfreyjan fór í röngten og skoðun sem tók tvo tíma og sagði læknirinn að nú væri komin tími á að koma við í Stoð og fá sérstaka hlíf og má sleppa gipsinu en gott að eiga það eitthvað áfram en verð að vera með hækjur áfram með hnéhlífinni á meðan fóturinn styrkist,og nú bara þarf sjúkraþjálfarinn að koma sem allra fyrst, en kríli og bóndi í bílnum á meðan og ekkert mál svo við áttum klukkutíma til stefnu að mæta i Domus svo við heimsóttum Kringluna en það er ekki oft ætli það hafi ekki verið í jólamánuðinum síðast,og það var fínt að taka göngu þar
Sigurður barnalæknir tók vel á móti okkur og skoðaði börnin vel og ekki lítur þeirra heisa vel út,nei því miður þá þurfa þau að hitta aftur háls nef og eyrnalæknirinn þeirra og Sölvi er ennþá með sín rör og eyrun fín en annað rörið er komið bak við hjóðhimnuna og gróið fast þar og þarf að gera aðgerð með svæfingu,svo er Briet búin að missa annað rörið en ekki samt þar sem sýkingin er en bæði börnin er með mikla sýkingu í ennis,nef og kinnholum,og sett á pensiín og fóru í röngten af andliti og lungum en Bríet fór að auki í auka mynd af ristli og maga en hún er oft að taa um magaverki og þurfi að gubba sem hún er farin að gera nokkuð oft þegar hún borðar,svo fáum við að vita niðurstöður næsta mánudag,
eftir þessa læknisheimsókn þá var ferðinni heitið í Stoð í Hafnarfirði og tók það hálftíma og fannst loksins spelka sem passaði,loksins var förinni heitið heim og það er alltaf jafn notalegt að koma heim og kl orðin þrjú,bóndinn í vinnu og við í afslöppun heima
ekki gekk ve að koma lyfinu í börnin en litla daman var samvinnufúsari en bróðir hennar hann var alveg brjál en allt tókst að lokum og krílin mjög lúin rúmlega átta í kvöld enda tekur það á að berjast á móti mömmu sinni sem átti fult í fangi með að hemja strákinn,
bóndinn ennþá að vinna og svo er vinna á morgun sem betur fer það kostar sitt að framfleita fjöskydu og í dag fór ansi mikill aur í lyf og lækniskosnað ásamt hnjáhlífinni en hún er ekkert stór og merkieg en kostaði rétt tæpar þrettán þúsund og allt saman rúmlega tuttugu þús og þá hringdi húsfreyjan á dekurstaðina sem átti að heimsækja eftir helgina og afpantaði allt dekur en stefni á að gera aðra tiraun í næsta mánuði með dekur svo að húsfreyjan verður fertug án dekurs en það er bara allt í lagi,bóndinn segir að hún líti vel út og beri aldurinn vel það er gott að fá svona hrós.
en nú er langt liðið að kvöldi og húsfreyjan orðin nokkuð lúin,ætlar að fara að koma sér í ból,setja nýju spekuna á hnéð og sofa vonandi vel,vona það sama með ykkur
góða nótt og dreymi ykkur vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.