afmæli og lasin kríli

veikindi,afmæli,veikindi já það er á nógu að takast á við hér á bæ,kríin eru heima og verða það þessa viku en þau hafa versnað og er hiti komin aftur,en það var líka afmæli á sunnudaginn og mættu hér ættingjar en ekki gátu allir komið en nokkuð margt samt hér,við buðum upp á kökur og heitt súkkuaði og var vel látið af kræsingum Joyful afmælisbarnið fékk föt og pening og hún mjög sátt við veislu,gesti og gjafir,og í gær komu hennar vinir og voru þau tíu vinir sem voru hér i rúma tvo tíma og var þeim boðið upp á súkkulaði köku,pizzu,safa og gos það var ekki lengi verið að gæða sér á sér á þeim veitingum og á meðan var boðið upp á mynd sem daman fékk frá systkinum sínum ásamt legghlífunum,að því loknu var farið í felueik og þvílíkt fjör og gaman og hér er hægt að finna fullt af felustöðum í þessari lítilli íbúð,síðustu vinirnir fóru kl sjö.

að venju er ekki svo auðvelt að fá tíma hjá læknir og var okkur bent á neiðarvaktina í keflavík en það er búið að leggja niður vaktina hér þessa tvo tíma á viku,skyldi sparast mikið á því ? nei held ekki svo við hringdum í domus medica og fengum símatíma hjá okkar barnalæknir og svo var bara að bíða en stuttu seinna var hringt héðan frá heilsugæslunni og var þá búið að setja upp nokkra bráðartíma strax eftir hádegi og var okkur úthlutað tveimur tímum sem við þáðum,læknirinn hér skoðaði krílin en vildi svo ekkert gera neitt þrátt fyrir þeirra langa sögu og langvarandi veikindi þegar pestir herja á þau,en þau eru búin að vera á annan mánuð og versna bara,en jæja en okkar læknir hringdi svo og hann var ekki samála lækninum hér og vidi fá okkur til sín á föstudaginn og kríin í myndatöku af andliti og lungum,og í framhaldi setja þau á minnst tveggja vikna sterkann sýkayfjakúr,jamm svona er nú það,en ef þeim versnar meira þá eigum við að hringja í hann aftur en hann verður í keflavík þriðjudag og fimmtudag,

en húsfreyjan á líka að fara til læknis þennan sama morgun en þá á að taka mynd af hnénu og ákveða svo hvort það sé komin tími á að losna við gifsið vona það svo inniega enda að verða komnir tveir mánuðir,svo að þessi vika er þá bara heimavið og við reynum að hafa það skemmtilegt og í leiðinni notalegt Smile ásamt að sníta nebba og gefa fullt af knúsum,en það er nauðsinlegt að geta komist út og vona að geta komist í búð í dag,það verður boðið upp á kjötsúpu í kvöldmat og það vantar sitt lítið af hvoru í hana og ekki veitir af að fá meiri kraft í kroppinn,annars er svo sem ekkert markvert að frétta héðan en já það styttist í bústaðaferðina og er nokkuð oft minnst á hana af elstu dótturinni en henni hlakkar mikið til eins og okkur en það verður virkiega gott að komast í burtu og notalegt að komast í pott og gufu og svo á að spila og hafa góðan mat og taka á móti gestum svo bara notalegt og rólegt Joyful

 húsfreyjan á von á heimsókn í dag en Guðbjörg systir ætlar að kíkja í kaffi og kleinur og spjall það er nauðsynlegt svona fyrir sálarlífið og mikla inniveru að hitta gott fólk og þá er ekki verra að fá heimsókn þegar maður sjáfur kemst ekki mikið út,svo er húsfreyjan búin að bjóða Helgu systir að koma en veit ekki hvort hún kemur svo á að pata hana til að líta á msn en það vill ekki koma inn og auðvitað verður henni boðið upp á kaffi og keinur,

en jæja ætli það sé ekki komið að lokum í dag,hafið það sem allra best og látið ykkur líða vel,njótið lifsins

kveðja húsfreyju gumpurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband