26.2.2009 | 11:35
dekur kvöld sem heppnaðist mjög vel
höfuð húsfreyjunar er að fara á yfirsnúning það er svo margt um að hugsa og spá í lifið og tilveruna eins og fram kom í síðustu hugleiðingu og þrátt fyrir það sem herjar á hvort sem það sé eins og að klífa hæðsta tind eða rölta fjöruna þá hefur allt sinn tilgang,daga munur eða oftast sveiflast andlega og líkamlega heilsan nokkrum sinnum á dag,en að vakna á morgnanna með börnum og bónda gefa sér tíma saman,að draga andann fylla líkamann af hreina loftinu og lygna aftur augunum og láta hugann reika eða hugsa um ekkert,fá sér vatn og þakka fyrir vatnið sem við fáum hreint og ómengað úr krananum,getum farið út úr húsi tekið göngu og farið okkar ferðir án þess að eiga þá hættu að vera í hættu,fyrir utan brjálaða umferð,þá eru hér ekki hermenn með byssuhlaup miðandi á okkur eða rignir sprengjum,við getum farið í búðina og verslað nauðsynja vörur,hillur ekki tómar þar,nokkuð góð læknisþjónusta fyrir utan þjónustuna hér í okkar bæjarfélagi og vonandi fer niðurskurðinum að minnka eitthvað það bitnar á of mörgum,við fáum rigninguna,rokið,snjóinn,sólina,hita og frost,sumar,vetur haust og vor,við getum ferðast um landið okkar og notið fallegra staða í góðra vina hópi,staði sem eru eftir og ekki búið að eyðileggja af stórfræmkvæmdum,
get talið upp svo mikið meira,en finnst að við eigum að þakka fyrir það sem við höfum hér hjá okkur og það eru mikil forréttindi,svo er alltof mikið talað um kreppu,en hugsum okkur aðeins um,auðvitað hafa margir lent í hrikalegri stöðu og það er oft ómögulega ekki hægt að gera sér grein fyrir öllu,en hugsum líka um hvað við höfum það sem svo margir hafa ekki sem búa á okkar eyju,lítum í kringum okkur.
en annars er bara allt gott að frétta of okkur,krílin eru reyndar ekki að lagast af kvefinu það hefur versnað og er verið að sníta og sníta og sníta og bera krem á nebba og það fyrsta sem litla skottan sagði í morgun þegar hún kom fram úr að það væri fastur hor á nebbanum og á kinninni,Sölvi er með mikinn munnangur en hann hefur tekið upp á því að naga munninn og á erfitt með að borða hann fékk munnangursmeðal í gærkveldi,veit ekki hvernig það virkar en kemst af því þegar krílin verða sótt á leikskólann hvort hann hafi getað borðað eitthvað,en þau eru nú samt ótrúlega dugleg og góð,elsta dóttirin er við hesta heilsu ásamt pabba sínum,
dagurinn í gær var nokkuð annasamur en húsfreyjan vaknaði við vondann draum eða með efri vörina stærri en vanalega,það hafði myndast áblástur og ekki fannst lyfið við því svo að þá var haft samband við Guðbjörgu systur en hún á við þetta vandamál að stríða og hún tók við systir sinni og bauð í heimsókn,eftir að aðrir fjölskyldumeðlimir hér heima höfðu farið í vinnu og skóla í náttfötum en það fannst þeim mjög gaman , eftir að vörin hafði fengið viðeigandi lyf,hjá systur sinni,þá skipulögðum við bakstur fyrir afmæli sem er framunda á sunnudaginn og eftir að húsfreyjan hafði farið í rope yoga tíma og komið heim,hitt Gyðu Dögg sem var búin í skólanum kl 11 en hún dreif sig í fótboltafötin og fór til vinkonu sinnar,hún ætlaði á æfingu eftir hádegi og svo fóru þær að syngja fyrir góðgæti,
við systurnar bökuðum marens botna,hvíta tertubotna og súkkulaði köku og vorum ekki lengi af því,og áttum gott spjall og gæddum okkur á flatbrauði og salati þess á milli mikið óskaplega er húsfreyjan heppinn að eiga góðar systur að en ekki erum við allar hér og þá er bara hringt eða skroppið í heimsókn þegar við eigum leið hjá,
krílin voru sótt kl að verða fimm en þetta er síðasta vikan sem langur vistunardagur er hjá þeim og verður það miklu betra að hafa þau heima,það er oft einmannalegt hér á daginn það vantar mikið þegar börnin eru ekki heima og saknar þeirra mikið , það var notalegt stund sem við áttum saman og voru þau dugleg að hjálpa til við undirbúning kvöldmatsins en við skárum niður grænmeti og ávexti og þau röðuðu því á disk og auðvitað var sett í munninn þess á milli,við bjuggum til lagsanija,og var vel borðað af því,krílin voru sofnuð um kl átta en elsta dóttirin las fyrir mömmu sína og gengur það mjög vel þetta er allt að koma hjá henni,og í gærkveldi var hér dekurkvöld með Volare vörum en Sara kom og dekraði við okkur nokkrar konur og allar ánægðar eftir dekur og spjall en við gæddum okkur á ávöxtum og grænmeti,og einni köku en vinkona kom með köku sem var mjög góð og fær hún bestu þakkir fyrir það er aldrei of mikið of knúsum og kossum.
bóndinn fór á æfingu en blandaði sér í konu hópinn eftir æfingu og var Gyða Dögg með okkur til kl tíu en átti að vera farin að sofa fyrr en það má einstaka sinnum bregða út af vananum,já við áttum sem sagt góða kvöldstund saman en nokkrar voru búnar að afboða en það verður önnur kynning 10 marz en þá verður Helga systir með Avon dekur,hlakka til þeirrar stundar.
í morgun fór bóndinn fyrr til vinnu, það er eitthvað að glæðast þar sem betur fer, og fór húsfreyjan með krílin á leikskólann,ætlaði í ræktina en er ekki góð í skrokknum átti ekki auðvelt með að komast á fætur en tók gönguferð um hálf níu ekki langta göngu,og eftir að hafa komið heim og gert tilraun til að gera nokkur húsverk þá varð bara að taka verkjalyf og slaka á í hægindastólnum og taka lúr en ekki virka lyfin vel,þannig að til að gleyma verjunum um stundar sakir þá er bara að blogga og gera svo eitthvað skemmtlegt eins og að sauma út á eftir,en í gær var lokið við að prjóna legghlífarnar sem hafa verið í vinnslu í ótrúlegan stuttan tíma en með hjálp Guðbjargar systur þá var lokið við þær og verur gaman að sjá dömuna opna gjöfina á afmælisdaginn
í dag er stefnan að setja á þær kökur sem hægt er og frysta þar til á sunnudag,það er um að gera að flíta aðeins fyrir en á laugardagskvöld á að setja á stóra brauðtertu sem verur einnig í boði,það er komin mikill spenningur fyrir fjölskylduafmælið og búið að skipuleggja allt saman en þetta er nú ekki voða mikið sem haft er fyrir,aðeins fáar kökur og heitt súkkulaði,
ætlum að ljúka við að prenta út myndir af börnunum og setja í ramma en það er nýbúið að setja upp hillur í herbergi krílana og á þær fóru myndir af þeim nýfæddum ásamt styttum sem tilheyra þeim,og í herbergi afmælisbarnsins var lokið við að setja upp himnasængina hennar og er daman mjög ánægð að allt sé nú komið eins og var þegar hún var ein í stærra herberginu,en hún er mjög ánægð í þessu herbergi þó svo að það sé nokkuð minna,
en jæja ætli þetta sé ekki erðið nokkuð gott í dag,það er líka komin tími á að reyna aftur við húsverkin,en eigið góðan dag og látið ykkur líða vel
kveðja húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.