24.2.2009 | 23:31
hugleiðing,,,,,,,,,,hugsanir mínar og jafnvel þínar,
á hverjum einasta degi renna í gegnum huga okkar þúsundir hugsana,þetta eru hugmyndir,áætlanir,væntingar og minningar svo eitthvað sé nefnt,sumar eru hamingjuríkar en margar alls ekki,við höfum áhyggjur, við kvíðum,óttumst,vonum og höldum og svo bullum við flest líka heilmikið í huganum,við hugsum um fortíðina og framtíðina en leiðum sjaldnast hugann að nútíðinni,einhverjumhluta vegna,
þegar hugsun rennur í gegnum huga okkar gerist venjulega annað af tvennu,við hleypum henni í gegn eða ríghöldum í hana,krifjum,rannsökum og veltum okkur upp úr henni,þar sem hugsanirnar skipta þúsundum á degi hverjum,þá væri það með öllu ógerlegt,og náttúrulega afar óskynsamlegt,að ætla að halda í og kryfja hverja þeirra til mergjar.
við verðum að viðurkenna að margt af því sem við getum látið fara í taugarnar á okkur eru einfaldlega hugrenningar sem við lítum alltof alvarlegum augum,litlir neistar sem við gerum að báli með því að skvetta olíu á eldinn þegar við ríghöldum í hugsunina, næst þegar þú finnur fyrir pirringi,skoðaðu þá huga þinn,athugaðu hvort það geti verið að þú sért að ríghalda í eitthvað í stað þess að sleppa því,leyfa því að renna í gegn án frekari afleiðinga,ef þú gerir þetta kemst þú að því flest þau mál sem þú hefur látið fara í taugarnar á þér skreppa verulega saman,ef málin eru raun stórmál,þá skjóta þau vissulega aftur upp kollinum,en þangað til,hættu að standa í stórstyrjöldum í huganum,hleyptu hugsunum í gegn og eyðið þið orkunni í að njóta þess að vera saman,
svo ef þú ert að burðast með fortíðina á bakinu,ef höfuðið á þér er að springa af gömlum rifrildum,ágreiningi og vonbrigðum,er sennilega tímabært að hætta að hugsa um þetta allt,í stað þess að velta þér upp úr fortíðinni,dekra við neikvæða tilfinningarnar og ala óvildinni,skaltu taka þá ákvörðum að fyrirgefa,gleyma og haltu svo áfram að lifa í samræmi við það,verðlaunin eru ekki af verri endanum,
ég reyni það af fremsta megni að láta mér líða vel,svo og öðrum sem umgangast mig,ég vil ekki eiga þátt í að það fólk líði ekki vel,þú getur það líka,þú munt uppskera það sem þú sáir,vandaðu því frækornin sem þú sáir.
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.