23.2.2009 | 12:47
konudagur og bolludagur góð samsetning
jæja þá er komin mánudagur og helgin leið mjög hratt,mætti líða hægar en við gátum nýtt daganna vel,á laugardagsmorgun vorum við vakin kl að verða sjö,já alveg ótrúlegt þegar enginn leikskóli og þau fá að vaka aðeins lengur þá vakna krílin bara fyrr en kvöldið áður þá fóru þau klukkutíma seinna að sofa en venjulega,það var bara svo gaman hjá börnunum en þau voru í góðum leik svo var pabbi þeirra á æfingu um kvöldmatarleitið og við biðum með að borða þar til hann kom heim,en fór svo á fótboltaæfingu kl níu þegar krílin fóru að sofa, Gyða Dögg með vinkonum sínum hér heima og gistu þær, á laugardagsmorgun eftir rólegan og góðan morgunverð ennþá dimmt og börnin spyrja hvort það sé nótt og eru alltaf jafn hissa að sjá ekki sólina eða birtuna, við kúrðum svo saman og horfðum á stutta mynd fyrir barnaefnið á ruv,bóndinn fór til vinnu upp úr kl tíu og vann í rúma tvo tíma,og stakk upp á bæjarferð þegar hann kom heim og var það vel tekið hér á bæ börnin alveg til í bílinn og heimsækja Sverrir frænda í Breiðholtinu,sonur systur bóndans, húsfreyjan dreif sig í sturtu , með hjálp bóndans , og svo skellti elsta dóttirin sér,vinkonur hennar fóru heim,
veðrið nokkuð gott hér er við fórum en ekki vorum við búin að aka lengi er við lentum í mikilli rigningu og roki sem fylgdu okkur hvert sem við fórum en við skelltum okkur í krónuna í Lindum og fjárfestum í blandara , svo nú er aftur hægt að blanda skyrdrykkina fjölskyldunni til mikilla gleði , og skoðuðum verð á matvöru og að venju hækkar það nokkuð oft og við vorum að hugsa um að festa kaup á lambakjöti sem var auglýst með miklum afslætti en við fengum nett flog,þvílíkt verð næstum níu þús hálfur skrokkur,og svo bara eitt læri frosið á rúmar fimm þús, nei og nei við bara keiftum okkur kjúkkling og nautahakk í staðin,en það er nú orðið langt síðan að það var eldað lambakjöt,en stundum er keiftur bógur og það er gott en ekki alveg eins og læri en má alveg borða það,svo ef okkur langar í kjötsúpu þá eru þeir bitar sem í boði er ekkert til að hrópa húrra yfir,
nú eftir verslunarferðina þá var ferðinni heitið í Breiðholtið og að venju tekið vel á móti okkur,teindó var þar líka svo var okkur öllum boðið í mat,heimabakaðar pizzur að hætti frúarinnar á heimilinu en þær eru rosalegar góðar og bakaðar í pizzaofni Sölvi Örn var orðin slappur og komin með hita og við drifum okkur heim og vorum komin kl að verða sjö en elsta dóttirin kom með afa og ömmu ásamt jafnaldra frænku en hún ætlaði að gista hjá okkur,fólkið úr Breiðholtinu kom líka og gistu á Skipastígnum hjá teindó,en bóndinn minn og mágur hans ætluðu að vinna við jeppann og náðu að gera næstum allt það kvöld,
húsfreyjunni var boðið á Volare kynningu og fór með Guðbjörgu systur og það var mjög notalegt mikið dekur og vann meira að segja happdrætti þar og kom heim með góða vinninga og meðal annars einn frían nuddtíma ekki slæmt það,
krílin sofnuðu snemma þetta kvöld og vöknuðu kl að verða átta já klukkutíma seinna en á laugardagsmorguninn og það var fjör allan daginn,börnin í góðum leik og bollur borðaðar,bóndinn og hans mágur kláruðu bílinn,stelpurnar fóru í sund en Svrrir litli var veikur á kaugardagskvöldið mikin hita og uppköst,en Sölvi Örn varð hressari á sunnudaginn,svona leið okkar helgi,
en nú er komið að kveðjustund þar til næst,Guðbjörg systir vat að hafa samband og bauð húsfreyjunni í kaffi
hafið það sem allra best og njótið lífsins
kveðja húsfreyjan
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.