20.2.2009 | 21:53
að blessa þessa blessuðu skemmtun,,,,,,séra Svavar á Ladda skemmtun
jæja þá gefst tími fyrir dagbókina,frá því síðast hefur svo sem ekkert margvert gerst, krílin í sínu svaka stuði elsta barnið ennþá að glíma við ofnæmið en já það er ótrúlegt en sterakremið sem hún fékk fyrir ofnæminu þá hefur hún ofnæmi fyrir því líka jamm ótrúlegt svo við foreldrarnir tóku þá til við að prófa fótagaldur frá villimey og það virkar mjög vel og er nánast farið á handabakinu en ennþá í hluta af lófanum en þetta er allt að koma,og fótagaldur virkar vel á frunsur en litla skottan var komin með dágott útbrot í munnvikið og er það nánast horfið,og eins með frauðvörturnar en þær eru líka að minka en litli kroppurinn á Bríeti var óðum að taka breytingum og hér og þar frauðvörtur,já það er gott þetta fótagaldur og líka vöðva og liðagaldur,um að gera að prófa sig áfram,heilsa húsfreyjunar svo sem ekkert til að hrópa húrra yfir en þá er ekkert annað en að vinna sig út úr því
í gær upp úr kl hálf sex þá tók húsfreyjan upp símtólið og hringdi í vinkonu sem býr í efra hverfinu en það var orðið langt síðan síðast heyrðist í húsfrúnni og áttum við skemmtilegt eins og hálfs tíma símtal,höfðum örugglega getað talað saman miklu lengur en það eru gerðar kröfur um kvöldmat og sinna fleiru en að tala í síma en við stefnum á að gera tilraun til að hittast með vorinu vonandi fyrir páska en svo í dag þá sáumst við rétt aðeins í búðinni en það gafst ekki tími til spjalls enda brjál að gera og svo var húsfreyjan með mikla magaverki og sá rúmið í hyllingum,en Guðbjörg systir bauð systur sinni með til Keflavíkur og við fórum í nokkrar búðir og enduðum hjá Sólveigu systur okkar í te það var gott að sjá hana þá voru magaverkirnir ornir verulega vondir en það varð bara að harka af sér,við vorum komin heim um kl fimm en bóndinn náði í krílin og húsfreyjan kom við í apotekinu og sótti sér magameðal,elti systur í búðina og sá þar húsmóður vinkonu úr efra hverfinu svo var bara drifið sig heim í ból og það virkaði aðeins,bóndinn varð að fara aftur í vinnu en elsta dóttirin kom heim ásamt vinkonum sínum og voru með krílin þar til húsfreyjan skrönglaðist á fætur kl að verða sjö og orðin betri,borðaði kvöldmat með börnunum en það var ekki eldað í kvöld svo í boði var skyr,rjómi,ávextir og spelt brauð,og fór það vel í börnin,
í kvöld gista hér tvær vinkonur Gyðu Daggar og eru þær að spila og það er nú ekki mikill æsingur á þeim en það er ekkert mál fyrir stelpur að hafa mikið fjör þegar þær koma saman,en nú eru stelpurnar búnar að setja Ladda skemmtun í spilarann og erum við að horfa á og við hlæjum mikið það er alltaf gaman að horfa á þessa skemmtun.
svo það er komin tími á að skella loka punktinn á dagbókina í kvöld og skemmta sér vel með stelpunum,hafið það sem allra best , hláturinn lengir lífið ,
kv húsfreyjan í hláturskasti
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.