hugum að innri ró og friði

 

 

                                                        Sofi augu mín

                                                        vaki hjarta mitt

                                                        horfi ég til guðs míns

                                                        signdu mig sofandi

                                                        varðveittu mig vakandi

                                                        lát mig í þínum friði

                                                        sofa og í eilífu ljósi vaka.

 

færsla húsfreyjunar í dag byrjar á þessu fallega ljóði og það er einmitt svo gott að taka tíma í að huga að sjálfri sér og rifja upp ljóð og jafnvel bænir,en við förum reyndar með bænir á kvöldin með börnunum okkar,en í morgun í rope yoga tímanum þá fáum við alltaf einhverja fræðslu og spurningar og við vorum beðin um að taka næstu sjö kvöld þegar upp í rúm er komið að fara með eftirfarandi,,,fyrirgefum okkur sjálf og ef við höfum gert einhverjum eitthvað þá að fyrirgefa okkur það í þessu lífi eða öðru lífi ef við trúum á önnur líf,þetta eigum við að segja við okkur sjálf tíu sinnum að kvöldi,það eru margar kenningar og mikill fróðleikur í rope yoga fræðum og við tökum slökun og hugleiðum,já þessar samverustundir eru mjög notalegar,

nú er húsfreyjan byrjuð að prjóna eða gera tilraun til þess,og hefur Guðbjörg systir verið stoð og stytta og hjálpað við að byrja og gefa ráð og nú er verið að prjóna legghlífar á eldri dóturina og  gengur mjög vel ekki mikið prjónað í einu en þetta gengur nokkuð vel,svo er saumað út þess á milli,svo er líka gott að glugga í góða bók,það er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera og ekki þarf það að kosta neitt,koma saman og föndra,prjóna,sauma já það er ekki leiðinlegt að koma saman og spjalla með handavinnu og fyrirhafna litlu góðgæti sem allir geta lagt til,en húsfreyjan var einu sinni í klúbbi og við höfðum þannig háttinn á en svo leystist hann upp,því miður en það er aldrei að vita nema hægt verði að endurvekja vinskapin og koma saman,það er nauðsinlegt að rífa sig upp og fara á meðal skemmtilegs fólks og njóta þess,

en nú er komið að lokum þessara færslu,það er stutt í að húsfreyjan nær í krílin og þarf að gera nokkur húsverk áður og skera niður ávexti,en nú er um að gera að hlúa vel að sér og fjölskyldu sinni og vinum,

kveðja og sendi ykkur Kissing 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband