17.2.2009 | 11:20
afmæli afmæli afmæli
mammma hvar er dagatal spyr elsta dóttirin ég ætla að telja vilurnar í afmælið mitt og brosir mikið þegar henni er rétt dagatalið,og svo er talið og eftir ekki svo mikla stund þá segir hún,mamma ég tel ekki vikurnar það er svo stutt að ég tel daganna,ég er alveg að verða 10 ára og gengur ákveðin inn í stofu til mömmu sinnar og sest hjá henni með dagatalið,svo bætist við mamma hérna ég veit hverjir koma í vinaafmælið það eru ekki margir og við þurfum að fara að gera boðskort í tölvunni ég hef aldrei gert svoleiðis boðskort svo við verðum ekki á síðustu stundu og fleira sem þarf að ákveða,já það er ekki af dótturinni skafið,hún vil hafa tíma í þetta verkefni og er búin að koma með tillögu af pizzu og köku fyrir sig og hennar litla vinahóp,já við getum gert það segja foreldrarnir um kvöldið þegar þetta berst aftur í tal,svo að 1 marz verður fjölskylduafmælið en daginn eftir vinaafmælið,fjölskylduafmælið auglýst nánar síðar
já hugsið ykkur það eru að verða komin 10 ár þann 2 marz síðan frumburðurinn leit dagsins ljós og ekki laust við það að húsfreyjan fær kökk og tár læðist fram þegar hugurinn fer aftur í tímann,öll þessi fyrirhöfn og bið þá kom lítil dama og hefur glatt okkur óskaplega mikið,en húsfreyjan var skráð á sinn afmælisdag 10 marz en það er ekki verra að hún kom þennan dag,og í ár er stelpan 10 ára en móðir hennar 40 ára og það er tilhlökkun hjá húsfreyjunni og hennar fjölskyldu að bregða sér í bústaðinn helgina 13 til 15 marz í tilefni þessa merka áfanga og bjóða gestum sem vilja koma upp á smávegis góðgæti,en ekki á að halda neina stórveislu bara njóta samverustundar í rólegheitum.
og meira að segja eru krílin að spyrja um sumarbústaðinn en þau muna síðustu ferð í haust og finnst mjög gaman,en þá fórum við í Húsafell í snjóinn,og eru krílin ekkert sátt við að sleðaferðunum á leikskólann var skyndilega hætt og allur snjór farinn og bara rok og rigning,já ekkert smá búið að rigna og ennþá rignir en veturinn er vonandi ekki búin,
húsfreyjan er mikið fyrir að velta hinu og þessu fyrir sér og hafa margar hugsanir komið hér fram í formi hugleiðing,, og eitt sem er oft brýst fram í kolli húsfreyjunnar eru áhrifavaldar í lífinu, og það er nú ýmislegt sem hefur áhrif og það er aldrei að vita nema að það verði hugleiðing,,,, fljótlega .
annars er lífið að færast hægt og rólega í eðlilegt horf hjá okkur,veikindi að hjaðna engin með hita en krílin ennþá kvefuð,elsta dóttirin með ofnæmið er öll að koma til og hafa útbrotin hjaðnað en ennþá þekur það handabakið og kláði í því og bólga svo hún var áhorfandi í íþróttum í skólanum í gær en hún stefnir á að taka þátt á morgun ásamt sundi og fótboltaæfingu,og það var yndislegt að komast út í gærmorgun og fara í rope yoga tíma en fór fyrst til læknis og er búin að koma blöðum til hans frá bæklunarlækninum og útbjó læknirinn aðra beiðni til sjúkraþjálfarans svo að allt verði tilbúið þegar hann hefur störf,
eftir tímann í Orkubúinu og hádegismatur snæddur þá var bara dormað í sófanum í klukkutíma eða þar til Guðbjörg systir hringdi og bauð systur sinni með til Keflavíkur í bónusferð,já það var mjög fínt að komast aftur út en við fengum okkur fyrst kaffi saman heima hjá henni og svo brunað af stað
afgangur af deginum var notaður í ýmis heimilisverk,svo sem þvottur í vél og brotið saman,tekið á móti börnum úr leikskóla og skóla,snítt og gefið fullt af knúsum og kossum,
en nú er Guðbjörg komin í heimsókn og með þeim orðum kveður húsfreyjan ykkur,
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.