innivera síðan á sunnudag

það hlaut að koma að því að pestin mundi herja á fleiri fjölskyldumeðlimi en í morgun vaknaði Gyða Dögg með mikinn hita og rám og þá var bara að taka á því og svo hélt hún áfram að sofa með mömmu sinni en húsfreyjan er ennþá að fá hita og aum í hálsi,en krílin eru mjög hress og fóru þau á sleða í leiksólann eins og undanfarna morgna á meðan snjór er,og ennþá sleppur bóndinn en við erum reyndar frekar heppin og fáum voða sjaldan pestir,

í morgun eftir að við mæðgurnar vöknuðum eftir góðan blund þá kom pabbi við ásamt Lottu en hún er loðin faxhundur alveg ótrúlega falleg og er mjög hlíðin en hún á von á hvolpum mjög fljótlega,og ef við fáum okkur einhverntíman hund þá er svona hundur efstur á óskalistanum en því miður þá kosta þeir mikið og við höfum als ekki efni á þeirri fjárfestingu já talandi um hækkandi verð eða hvað kostar t,d. vistun barna á leikskóla en vegna tímabundna veikinda húsfreyjunar þá jukum við vistunina frá kl tvö til fimm en við fengum næstum Shocking hjartaáfall reikningur fyrir febrúar mán rúmlega sextíu þús helmingshækkun,og bóndinn talaði við leikskólastjórann og við fáum að minnka vistunina aftur til tvö frá fyrsta næsta mán en hún hafði áhyggjur hvort húsfreyjan hefði orku eða hjálp en það kemur bara í ljós hvernig það verður,bóndinn gerir það sem hann getur en það er engin auka vinna hjá honum hann hefur verið að brasa á planinu á milli hverfa frá átta til sex annað er það ekki og launin hafa minkað um ca tvöhundruð þús á mán frá því í haust og munar mikið um þó svo við erum ekkert að bruðla en það kostar nú sitt að halda búi og fjölskyldu uppi á því sem er allra nauðsynlegt,

og þá er nú bara verið að halda ennþá fastara í þann aur sem er til og allt reiknað út en við höfum það af,það eru bara þessar fréttir sem sem hafa slæm áhrif svo við erum mjög þakklát fyrir það sem við höfum og eigum,

það er voða notalegt hjá okkur mæðgunum sem erum heima,erum búnar að hvíla okkur,og drekka heitt súkkulaði og bóndinn verslaði hálstöflur og nýjan sokk undir gifsið,og núna er verið að horfa á myndina börnin í ólátagarði leikna mynd komin til ára sinna en er vinsæl hjá fjölskyldunni,en á eftir ætlum við að dorma áður en krílin koma af leikskólanum,

fékk símtal í gær frá góðri vinkonu Joyful sem býr í Hollandi þar er allt gott þar en eins og hér þá eru pestir  þar alsráðandi og hafa þau fengið ýmsar pestir í heimsókn,það var einmitt þessi vinkona sem kom húsfreyjunni til að blogga og var búin að reyna lengi en tókst svo að lokum og það var nú aðalega til að fá fréttir og fylgjast með vinkonu sinni og hennar fjölsk á klakanum,svo hefur bloggið undið upp á sig og hefur komið sér vel að geta tjáð sig um ýmis málefni sem snerta mann sjálfan eða annað,við einmitt ræddum um þessi viðkvæmu mál sem hafa og eru ennþá að hrjá húsfreyjuna en andlega heilsan fer aftur hrakandi og er ekki svo auðvelt að vinna á því en bóndinn tók eftir því og við ræddum saman og ástæðan er sú að það sem á undan hefur gengið á nýju ári,aðgerðin og veikindin í kringum hana,að geta ekki farið sína ferðir án hjálpar úti við ekki gönguferðir eða gert það sem áður var gert,vera háður hjálp og biðja um hana sem er ekki það sem húsfreyjan er vön að gera nema þegar neiðin kemur upp,en bóndinn stappar stálinu í konu sína og við ákvöðum að fresta þá seinni aðgerðinni þar til líðan og batinn í hinum fætinum er betri,svo er verið að vinna í að rannsókna þessi svima, yfirliðstilfnningu og minnisleysi sem hefur verið nokkuð lengi en ekkert  finnst ennþá,

en hófleg bjartsýni ríkir og tíminn líður þegar haft er eitthvað að gera en nú í vikunni þá var saumataskan tekin aftur fram en hún var sett í skáp eftir föndrið við jólagjafir og nú er verið að sauma út fæðingamyndir fyrir krílin sem var pantað stuttu eftir að þau fæddust,já og prjóna inn á milli en ekki mikið gert í einu en aðeins haldið sér við efnið Wink

eitt af verkefnum í heimalærdómi Gyðu þessa vikuna var að semja ljóð og myndskreyta það og á þriðjudagskvöldið þá allt í einu datt þetta ljóð upp úr dömunni en það á að skila möppunni á morgun en hún var búin með allt nema dagleagn lestur þetta kvöld og bað daman mömmu sína að birta ljóðið sitt og hér kemur það,

 

                                                           Fótboltastelpan

 

                                              ljóshærða stelpan

                                             með bláu augun sín

                                            leikur sér með boltann

                                           með góðu trixin sín

 

svo teiknaði hún fótboltastelpu og er að vonum mjög ánægð með afraksturinn sinn,svo var hún spurð hvort ljóðið fjallaði um hana,þá svaraði hún já kannski er ekki alveg viss en ég er orðin mjög góð með trixin svo komu lýsingar og sýningar á hvernig hún trixaði á æfingum,já það er bara frábært hvað henni gengur vel og tekur stöðugum framförum að sögn þjálfaranns og eins segir kennarinn hennar eftir foreldraviðtalið á þriðjudaginn og engin breyting þar,bæði við foreldrarnir og kennarinn erum mjög sátt við einkannir og framkomu en á einkunarspjaldinu þá er x alstaðar í reitinn sem gefur hæðstu einkunn fyrir framkomu og framfarir og erum við mjög stolt af stelpunni Smile

húsfreyjan telur sig vera nokkuð hagsýna og nýtir það sem hægt er að nýta t,d. með mat en það vill oft safnast saman afgangar í ísskápinn og vill oft gleymast en við höfum gert rétt ca einu sinni í viku upp úr afgöngum og í gær var einmitt réttur gerður úr afgöngum og ætla að láta hann flakka með.

 

                                                         afgangsréttur

 

                                              kjöt,t,d. kjúkklingur,hakk,pylsur,skinka eða pepperoni

                                             grænmeti,í gær var rauð paprika og sveppir

                                             pasta eða spagetti soðið og vatnið tekið af

                                             kjöt og grænmeti skotið í litla bita og blandað saman

                                             afgangsostar sem var til í frystir annað hvort skornir smátt

                                            eða sett í rifjárn,blandað saman við ásamt rjóma eða rjómaosti

                                            nú eða það sem er til,allt í eldfast mót sem er smurt vel og jafnvel

                                            smurt með hvíltlauksolíu og aðeins sett í réttinn,svo má setja ost ofan á

                                            í ofn á 180 gráður þar til osturinn er gulbrúnn,

 

mjög góður réttur og með þessu vorum við með ferskt skorið grænmeti,hvítkál,tómatar og agúrku,en það er um að gera að nota afganganna og prófa sig áfram,við erum ekki mikið fyrir að kaupa gos en notum vatn mikið sem og sodastrem og bætum út í það sítrónu og appelsínusneiðum og stundum ribena saft,

en jæja ætli það sé ekki komin tími á blund í smá stund,kveð ykkur þar til næst,njótið lífsins gerið eitthvað skemmtilegt þó svo það virðist vera púkalegt en umfram allt verum saman Heart

kveðja húsfreyju gumpurinn 

                                              

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband