krílin að verða hress

hér á bæ hefur hitapestin gert vart við sig,krílin hafa fengið að kynnast pestinni Frown fyrst Sölvi Örn hann var hitalaus á sunnudag en slappur og um kvöldið var Bríet Anna komin með hita og í gær var hún mjög slöpp og svaf mikið en reyndi að leika sér en hafði enga orku í það svo það var mömmu fang sem hún kúrði í þess á milli sem hún reyndi að leika og þegar hún er orðin svona slöpp.sem er mjög sjaldan því það þarf mikið til þess að hún geti ekki leikið sér,þá er best að kúra en hún er dugleg að drekka sem betur fer því hún var með mikin hita og var við það að fá hitakrampa og hitinn er fljótur að stíga upp og verður að fylgjast vel með henni,en við höfum annars haft það voða rólegt síðustu daga,um helgina þá vorum við öll heima á laugardaginn meira að segja bóndinn og sunnudag þá vann hann eftir hádegi í jeppanum og fengum við heimsókn seinnipartinn en þá komu systir bóndans og hennar fjölsk með bilaða jeppann úr ferðinni á Skjaldbreið,þau stoppuðu góða stund og notaði frænkan sem kom og klipti af hárinu á Bríeti Önnu og ekki veitti af ekki nema tæplega tveir mán síðan síðast sem betur fer þá höfum við góða að þegar kemur að t,d. að klippa börnin það munar um þann aur sem fer í barnaklippingar,

en jæja við áttum sem sagt góða stund með fólkinu og notalegt kvöld saman við fjölskyldan eftir kvöldmat sem bóndinn sá um en hann eldaði stroganoff með hrísgrjónum og ferski grænmeti en húsfreyjan var orðin slöpp og lagði sig í smá stund Joyful eftir kvöldmat var ákveðið að horfa á mynd eða það heitir víst Ladda skemmtunenmeð Gyðu Dögg en fyrst fór húsfreyjan í langþráða sturtu án gifs og þurfti hjálp bóndans við að losa spelk gifsið þegar inn í sturtuna var komið en ekki má stíða í fótinn þegar búið er að taka spelkuna en aðeins rétt tilla niður fætinum,og ekki var jafnvægið neitt voða gott en allt hafðist þetta að lokum og svo var makað á fótinn góðu rakakremi og ekki veitti af svo aftur spelkuna og þá fyrst var hægt að fara úr sturtunni,og á meðan við horfðum á Ladda þá var húsfreyjan í góðu fótabaði og svo raspaði bóndinn fæturnar og bar fótagaldur og svo í bómullarsokka og þannig svaf húsfreyjan og fæturnir alveg næstum eins og nýir Smile

en Ladda spaugið var frábær skemmtun og við hlóum mikið en ekki höfðum við séð sýninguna þegar hún var sýnd en samt góð skemmtun,og góð stund saman.

í gær var frí í skóla og leikskóla sameiginlegur starfsdagur og það er gott fyrirkomulag þó svo það skiptir ekki ennþá fyrir okkur hjónin er örugglega fyrir marga fjölskylduna,svo við vorum heima en eftir hádgi fór Gyða Dögg út til frænku sinnar sem var með afmælið um helgina og það var að venju gott afmæli góðar kökur og brauðterta ásamt heitu kakói fámennt en góðmennt,en við reyndar stoppuðum ekki voða lengi vegna slappleika svo var Gyða Dögg að spila æfingaleiki í fótboltanum og fylgdist móðirin með fyrsta leiknum af þremur og unnu stelpurnar alla þrjá leikina en þetta var fyrst og fremst verið að fá góða æfingu fyrir stelpur og stráka,

og í morgun þá var það Sölvi Örn sem fór í leikskólann en hinn helmingurinn var sofandi en hún vaknaði í nótt kl að verða fimm og var voðalega svöng en hitalaus hún fékk sér banan og vatn og sofnaði vel en hún vaknaði svo kl að verða níu og er hitalaus og mjög hress en rétt áðan hringdi Sirrý hjúkrunarkona úr skólanum og þá var Gyða Dögg hjá henni og var með magaverki og mjög föl og við ákvöðum að senda hana bara heim og er hún á leiðinni,hún borðaði í gærkveldi það sem hún mátti ekki borða en stalst til þess með frænku sinni og þetta eru afleiðingarnar en hún var með magaverki í gærkveldi og í morgun en hún vildi fara í skólann en hún þarf að taka afleiðingum en þetta gerist reyndar ekki oft en gerist þó.

jamm þá er hún komin heim og ætlar að kúra með litlu systur og horfa á Línu og eru með kassa af smádóti sem heitir litle petchop er ekki viss hvernig það er skrifað en það dót er vinsælt hér og hafa þau öll gaman af því en Gyða er búin að vera að safna því lengi og á því gott safn og ásamt öðru dóti þá kemur það sér vel þegar þau taka við því,það er viss sparnaður að geta nýtt dót sem og föt,um helgina þá var farið upp á háa loft og náð í potta og kaffivél fyrir litlu systur en hún kom aðeins um helgina og fór með troðfullan bíl vestur en hún kemur aftur næsta fimmtudag og verður fram á sunnudag,nú við tókum af loftinu gömlu græurnar með plötuspilara og plötur og diska svo var rikið dustað af og græurnar tengdar og hafa börnin voða gaman af en þau eru mikilir tónlistar unnendur og fundum við gamla barna diska og þeir eru óspart spilaðir svo við tækifæri fá plötur og aðrir diskar spilun Wink hlakka mikið til

en jæja þetta er orðið gott í dag,vonandi verður eldri stelpan fljótt hressari en hún er að fá sérað borða en sú stutta er ennþá hress og vonandi verður hún leikskólafær á morgun en kveð ykkur með örfáum orðum,hlúið hvert að öðru og það er voða gott að fá sér heitt kakó eða heitt súkkulaði ásamt  góðu meðlæti þegar komið er inn úr kuldanum eða hvenar sem er dagsins,kveikja á kertum og njóta samverunar og stundarinnar Heart

kveðja og Kissing til ykkar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nú ljómandi að börnin eru að hressast það verða nú allir að vera hressir á laugadagin

Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband