grunur að hér á bæ sé að læðast inn hitapest

morguninn byrjaði ekki alveg eins og vanalega en börnin vöknuðu snemma og skriðu uppí en ef það hefði bara verið en Sölvi Örn slappur Crying en það er alltaf mikið fjör í báðum krílunum en í morgun var aðeins annað krílið sem sá um fjörið,en hann vildi ólmur fara á leikskólann og tók það ekki gott og gilt að vera heima svo bóndinn fór með þau á leikskólann en lét fóstrurnar vita að Sölvi væri eitthvað slappur en þær ættu bara að hringja strax ef hann versnaði,en við vorum búin að plana ferð í borgina og gumpurinn var alveg tilbúin að hringja og afboða tímann,en við ætluðum að leggja af stað rúmlega hálf tíu og meðan gumpurinn beið eftir að tíminn liði þá var spjallað við Sólveigu systur á msn en hún var lasin en átti tíma hjá læknir við vonuðumst til að hittast á morgun í veislunni,  bóndinn hringdi og sagði að pabbi hans ætlaði að ná í strákinn ef hringt yrði en við skildum bara hitta læknirinn og drífa okkur svo heim,þegar við vorum ca hálfnuð til borgarinnar þá var hringt frá leikskólanum og kl að verða hálf ellefu,svo að bóndinn hringdi í pabba sinn og hann náði í strákinn og fór með hann heim til sín en þá var hann komin með hellings hita og kúrði hjá afa og lét fara mjög lítið fyrir sér að sögn afa þegar við komum til að ná í hann,

en á spítalanum þá var áætlaður tími 10,45 og okkur grunaði um leið og við komum að það yrði nokkur bið það var slatti af fólki og alltaf fjölgaði en við komumst inn um hálf tólf,og inni tók á móti okkur indælar konur og var gumpurinn lagður á bekk og gifsið sagað af og við blasi saman skroppinn fótur,bólginn yfir hnénu, marinn og með langann skurð tekin saman með heftum,og þau voru tekin og ekki var það þægilegt en efsta lagið á húðinni var alveg tilfinningalaust en inni þar sem endinn á heftunum náði var sár tilfinning Frown ekki laust við að það komu nokkur tár,en bæklunarlæknirinn kom og skoðaði sagði frá að aðgerðin hafði verið mjög flókin og það mætti alls ekki láta hnéð beygja,hann hafði flutt til lið pokanna og saumað mikið saman að innanverðu og sagað af hnéskélinni og flutt á sinn stað og fest í beinið með tveimur skrúfum en þá er eins og beinið sé brotið og þá þarf sex vikur að gróa vel saman, og hjúkrunarkonurnar áttu að setja annað gifs en þetta gifs var næstum eins en aðeins mýkra og ekki eins fyrirferða mikið og þegar það var orðið þurft og tók það ca 10 mín þá var það klippt eftir endilöngu og komið fyrir tveimur löngum grisju sokkum,og aftur settur gifshólkurinn á en þá má gumpurinn taka hólkinn af þegar kæmi að sturtu tíma og braust mikil innri gleði Smile það yrði notalegt að fara í sturtu án þess að plasta fótinn henda sér inn og rétt skola af sér,

svo er endur komu tími 6 marz þá á að taka mynd og ákveða framhald,en læknirinn sagði mikið verk framundan og marga mánaða þjálfun og útbjó vottorð fyrir sjúkraþjálfun og eftir 6 marz þá má fara í þjáfun en gumpurinn má alveg halda áfram æfingum í Orkubúinu,en þarf að fara varlega og nota hækjurnar eftir þörfum og passa að ekki komi hnikkur á hnéð,svo þá er að halda áfram og gera sitt besta,það er skrítin tilfinning í fætinum og verkir en ætla að taka verkjalyf allavega fyrir svefn og sjá til yfir daginn,

nú þegar við náðum í Sölva og hann mikið slappur og hann mældur þegar við komum heim um kl hálf tvö og hitinn 39,9 og stilaður og hann kúrði með kisuna og bangsann sinn og snudduna undir sæng og vildi horfa á Bubba byggir svo var honum fært vatn og súkkulaði rúsínur og nartaði hann í þær og drakk vel af vatni,eftir ca hálf tíma þá allt í einu settist hann upp og sagði, ÉG EKKI NÚNA VEIkUR, og bað um að fá að hringja í ömmu og talaði hann lengi við hana og þess á milli spurði hann um Bríeti sína og vildi fá hana heim,en bóndinn ætlaði að ná í hana eftir ferð í keflavík í bankann og er heim var komið þá keipti hann ís og fleiri stíla svo var Bríet sótt og kl var að verða hálf fjögur og Sölva fannst biðin löng en þau voru mjög glöð að hittast og tóku strax við að leika Joyful

um kl sex þá var Sölvi að slappast aftur og hann mældur og hitinn að stíga upp en þá var hann 38 svo það var bara settur annar stíll,það er ekki betra að bíða of lengi,hann kúrði sig niður og lét fara lítið fyrir sér,en hresstist aðeins við matarborðið og borðaði aðeins svo fór bóndinn á fótboltaæfingu en var nýbúin að taka box æfingu og fór elsta dóttirin með honum en við sem eftir vorum heima höfðum það náðugt,krílin í náttföt og kúrðu í mömmu fangi á meðan tvær sögur voru lesnar og kl rúmlega átta þá fóru þau að sofa,og það sem eftir er kvöldsins verður náðugt og ekki seint farið í bólið,en á morgun er afmælisveislan og við eigum von á að það fari nú ekki allir með úr okkar fjölskyldu en svo á Gyða Dögg að spila æfingaleiki og fer svo í veisluna,við foreldrarnir skiftum liði,

litla systir kemur stutta ferð suður og hlakka okkur mikið til að hitta hana,og með þessum orðum bíður gumpurinn ykkur Sleeping góða nótt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

334 dagar til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband