4.2.2009 | 21:37
dagurinn lengist smátt og smátt
þá er enn einn dagur að kveldi komin og birtan segir til um að dagurinn er að lengjast,það er ekki orðið dimmt kl sex en byrjað að dimma og eins á morgnanna það birtir snemma og það hjálpar örugglega mörgum að dagurinn sé að lengja,annars finnst gumpinum ekkert að hafa dimmt en ekki fyrir svo mörgum árum þá ætlaði veturinn aldrei að líða en það var fyrir þá tíð þegar vinnan var til staðar og mikið þar að gera,fara í vinnu í myrkri og koma heim úr vinnu í myrkri,og unnið oft um helgar,en nú er tíðin önnur og gumpurinn heimavinnandi húsmóðir með þrjú börn og sem betur fer getað ennþá sinnt þeim vel ásamt heimilisstörfum þegar hægt er,en í morgun þá komu krílin og vöktu foreldra sína rúmlega hálf sjö og kúrðu hjá okkur þar til klukkan hringdi hálf tíma síðar,en s,l. nótt þá vaknaði Sölvi um hálf þrjú og er það óvanalegt en hann hafði dreymt ílla og fékk að kúra í mömmu fangi dágóða stund og svo fór pabbi hans með hann inn í rúm en það tók hann um hálftíma að sofna,en svefninn hjá gumpinum mætti alveg vera betri en var samt betri en nóttina þar áður,en við komum okkur öll út upp úr kl átta,og gumpurinn tók létta æfingu og svaraði í síma í Orkubúinu þar til rope yoga tíminn byrjaði kl hálf tíu,það er mjög notalegt að fara í þá tíma og Ásdís dælir í okkur fróðleik og kemur með ýmsar spurningar sem viðkemur okkur sjálf,
en heilsa gumpsins er ekki góð það eru að aukast verkir í baki og sérstaklega frá miðju og niður og út í mjaðmir og hefur verið að finna dofa og eins og það sé að leka kallt vatn um bakið og niður hægri fót en það er einmitt það svæði sem mænudeifingin virkaði,ætla að spyrja læknirinn um þetta þegar hann skoðar fótinn næsta föstudagsmorgun,já það styttist í að gifsið verður tekið og vonandi verur það hægt þennan dag en það er nett pirringur í gumpinum og langar mikið til að fara að hreifa sig almennilega en þá er bara um að gera að finna sér eitthvað að gera og dreifa athygglini eitthvað annað,en við hjónin ætlum að nota tækifærið og njóta dagsins í borginni eitthvað fram eftir hádegi og versla aðeins en það þarf til dæmis að versla eina afmælisgjöf fyrir Önnu Maríu en hún er nýorðin 12 ára og verður fjölskyldu afmæli næsta laugardag svo þarf að versla prjóna en gumpurinn ætlar að fera tilraun til þess að prjóna legghlífar fyrir elstu dótturina og gefa henni í afmælisgjöf en hún er búin að óska eftir því,svo fer líka eftir handar getu til að prjóna en ef það ætlar ekki að takast að klára fyrir afmælið þá fær hún þær þegar þær verða tilbúnar en hún er ekkert að stressa sig yfir því,já og bóndinn þarf nýjann blandara en hann tók botninn úr síðasta blandara fyrir ekki svo löngu þegar hann var að búa til eins og hann gerði daglega orkudrykki sem er gert úr kea skyri,rjóma,konsum súkkulaði,epli,pera og banani já þetta er rúmlega líter sem hann drekkur svo fær Gyða Dögg af drykknum en hún þarf svona orkudrykk segir hún þá fær hún meiri kraft
nú ætli við endum ekki á að versla í matinn og þá er Krónan í Lindum fyrir valinu en það er gott að versla þar,stór og rúmgóð verslun,á heimleið ætlum við að koma við í Keflavík og heimsækja þjónustufulltrúan okkar í bankanum,úff það þrengir verulega að og þá er um að gera að ræða málin svo það fari ekki allt í bál og brand,já við ætlum sem sagt að eiga okkar stund í borginni og njóta þess
það er ekki bara afmæli á laugardaginn en Gyða Dögg er í fótbolta og þennan dag þá verður æfingaleikir í höllinni hér í bæ og hlakkar henni mikið til,ætlum við að reyna að fylgjast bæði með ásamt krílunum en svo fer það líka eftir hvort bóndinn verður að vinna en ekki svo miklar líkur á því,það er alltof róleg þessa daganna í vinnuni og verður það rætt við bankakonuna,og á sunnudaginn stefnun við að fara með krílin á fótbolta æfingu fyrir þau en Pálmar sem æfir Gyðu Dögg er með sprikl fyrir litla gorma og það er bara gott mál,
og krílin hafa það mjög gott en þau eru bara ótrúlega hress þrátt fyrir kalda tíð og svo margir með alskonar pestir,það hafði greinilega einhver áhrif sprautan sem þau fengu í ágúst s,l.en það þarf að hafa samband við barna læknirinn þeirra á morgun vegna Bríetar en hún er farin að tala mikið um magaverki og segist þurfa að gubba og við könnumst við þessi einkenni svo segist hún fá vont í munninn en það sama gerðist með elstu dótturina þegar hún var pínu lítil,og þá var um vélindabakflæði að ræða og var þetta rætt við læknirinn þegar krílin voru lítil en hann sagði að þetta gæti alveg gerst fyrir þau eins og fyrir systur þeirra,
en jæja það er víst komið að lokum í dag,gumpurinn ætlar aðeins að horfa á sjónvarpið til rúmlega tíu og fá sér calm og pukka te fyrir svefn en það virkar oft vel en vill gleymast allt of oft,svo hafið það sem allra best og látið fara vel um ykkur og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða
kveðja frá lúnum gumpi sem dreymir um betri svefn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
334 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.