29.1.2009 | 14:41
allt það smáa sem hefur áhrif á lífið
jæja þá gefst gumpinum tími að blogga aðeins,en síðustu dagar hafa tekið nokkrum breytingum,á þriðjudaginn þá komst gumpurinn til læknis hér í bæ og varð að drekka slatta af kaffi til að komast út í birtuna en höfuðverkurinn var ekkert að skána,svo læknirinn hafði samband við svæfingalæknirinn á spítalanum og sagði sögu mína og strax daginn eftir hringdi læknirinn og sagði að svæfingalæknirinn vildi að gumpurinn kæmi strax svo við hjónin brunuðum í borgina og á bráðamótökuna og strax vísað inn í herbergi þar sem gumpurinn var drifinn í rúm enda höfuðverkurinn orðin óbærilegur og kaffið hætt að virka,þar voru ljósin deifð og nokkrar spurningar og drifið upp á skurðstofu en þar er mikil birta,bóndinn fór í bílferð á meðan enda tók þetta sinn tíma,svæfingalæknirinn og aðstoðakonurnar allt þetta fólk svo frábært og yndislegt,sett upp tvær nálar og slakandi lyf ásamt gigtarlyfi vegna verkja í fóti og allri vinstri hliðinni,og það þurfti að þræða aftur í mænuna í þessi þrjú göt og þar var mænuvökvi að leka út sem olli þessari vanlíðan en það var sett svokölluð bót á götin með því að láta blóð blandað storknunarefnum og tók þetta sinn tíma um það bil klukkutíma og bakið orðið nokkuð bólgið og erfiðara að þræða og læknirinn sá að gumpurinn hafði horast enda ekkert skrítið rúm 4 kg á hálfum mánuði,á meðan hann þræddi og lokaði götunum þá voru konurnar að nudda axlir og höfuð strjúka hendur og fætur,þeim var mikið um að gumpinum liði sem allra best og þerruðu tárin í leiðinni enda nokkuð vont að þræða það sem þetta var orðið nokkuð bólgið,og svo var gumpinum rúllað í herbergi sem var mjög notalegt þar var róleg tónlist,dauf birta og tvær konur þar hlúðu dásamlega vel að gumpinum,og öðruhverju kom svæfingalæknirinn og ath með líðan og vildi ekki að gumpurinn færi fyrr en höfuðverkurinn minkaði og það gerðist svo um kl hálf fimm að líðan var orðin miklu betri,og eftir yndislegt spjall við konurnar og læknirinn sem lét gumpinn fá miða með nafni og símanúmeri sínu á ef líðan versnaði aftur þá var þetta beint númer í hann og konurnar urðu mjög hissa því læknr gera þetta ekki oft og er þessi miði geymdur á góðum stað,og í nesti þá voru tvær svefntöflur settar í veskið og átti gumpurinn að taka eina um kvöldið ásamt ibufen 600 eina svoleiðis og tvær parkodin forte því að það var komin tími á að gumpurinn gæti sofið að sögn læknisins og hann var mjög hissa á að vaktinn í keflavík vildi ekkert gera þegar gumpurinn hringdi þangað,því að það kemur fyrir að svona gerist og þá er fólk komið innan þriggja daga,
hann sagði að jafnvel hörðusru íþróttamenn sem koma nokkuð oft í smáaðgerðir og eru þá vakandi en með mænudeifingu að þeir kæmu á hnjánum grátandi innan tveggja eða þriggja daga,og hvernig sársaukaskinið væri eiginlega hjá gumpinum það væri nokkuð sjaldgjæft að fólk biði svona lengi með að láta líta á sig,en svona er þetta bara sagði gumpurinn og vonaðist alltaf að dagurinn á morgun yrði betri,en sem betur fer þá er hægt að laga svona en það eru ca fimm ár síðan að þessi aðferð var fyrst notuð annars var fólk veikt í um það bil mánuð og tók inn koffentöflur,svo átti gumpurinn að láta sér líða vel og ekki lyfta neinu fram yfir helgi,en mætti endilega gera fótaæfingarnar áfram í Orkubúinu en fara varlega,og þvílík sæla þegar höfuðverkurinn fór um kvöldið en er heim var komið þá höfðu afi og amma á skipastígnum náð í krílin og voru hér heima er við komum og gumpurinn var mjög lúin enda lyfin ennþá í virkni og lagðist í stólinn og sofnaði fljótlega en bóndinn sá um kvöldmatinn og það var eiginlega fyrsta alvöru máltíðin sem gumpurinn gat borðað með fjölskyldu sinni frammi í eldhúsi og klárað matinn en í boði var skyr,rjómi,brauð og ostur og þvílík máltíð og svo var tekið því rólega í stofu stólnum með krílunum sem knúsuðu og kysstu mömmu sína mikið áður en þau fóru að sofa,
svo var notaleg stund með elstu dótturinni og frænku sem gisti,og um kl hálf tíu þá voru lyfin tekin sem var ráðlegt og eftir smástund þá mundi gumpurinn eftir því að það væri framhaldsmynd á ruv sem ætlunin var að horfa á og byrjaði eftir tíu fréttir,nú það var gerð tilraun með að horfa á og það var bara notalegt,jú góð afslöppun og var að dotta yfir restinni af myndinni með tebolla í hönd en þetta hafðist af og upp í rúm með bónda sínum og sofnaði fljótt með hendur hans utan um sig og gumpurinn svaf alveg til kl sjö næsta morgun sem sagt frá kl hálf tólf og vaknaði vel og yndislega með börnin sem skriðu upp í og að venju að kyssa og knúsa okkur,þvílík forréttindi að hafa fjölskylduna sína hjá sér,sofna með þeim og vakna með þeim og allar stundirnar saman,ok gumpurinn er oft sagður væmin en þetta er bara staðreynd,lífið,flölskyldan og það sem gerir okkur hamingjusöm og allt að sem veitir okkur vellíðan er staðreynd.
dagurinn í gær var góður enda sofið vel og mætt í Orkubúið og gert æfingar og spjallað þar við yndislegar konur,fór svo í spjall og kaffi til Guðbjargar systur og gaman þar,eftir hádegi kom dóttirin heim úr skólanum en leið ekki vel,hún saknaði mömmu sinnar og vantaði mikið af kossum og knúsum sem hún fékk að sjálfsögðu og kúrðum við saman,svo kom frænka sem gisti og tóku þær leik saman,í gætkveldi fór gumpurinn ásamt vinkonum á Salthúsið en þar var Sirrý sem var lengi með þátt á skjá einum,hún og vinkona hennar Bjargey eru með sjálfstirkingar námskeið og vorum við frá sjö til tiu og þetta var æðislegt kvöld,endilega konur ef þið vitið af þessum konum og eru með auglýst svona námskeið þá er það bara frábært að hitta þær og þessi tími var bara út í sagt frábær skemmtun,við vorum ca 15 konur sem mættum en bara gaman og þósvo að gumpurinn gat ekki tekið þátt í dansi þá var bara stjanað og komið vel fyrir og fékk allt beint í æð,það var mikið spjallað og hlegið,vinningar í boði og svo kom að því að okkur var skift í hópa fjórar saman en gumpurinn var stakur og var okkar hópur fimm konur,en það sem við áttum að gera var eott af því sem á að hjálpa okkur við að koma aðeins fram,en í tvær mín átti ein í einu að segja frá sjálfri sér og svo þegar þessar mín voru búnar þá áatum við hinar að segja frá hvernig sú kona virkaði á okkur og sú kona sem sat hægra megin við ræðukonuna að hún átti að skrifa niður í litla bók sem hver kona fékk,og skrifa átti það sem sagt var um ræðukonuna,en gumpurinn var síðastur í sínum hóp en úff kvíðinn var svo hrikalegur,þekkti sem betur fer vel eina konuna og dálítið aðra sem æfir oft í Orkubúinu,en allt tókst þetta að lokum og mikið af yndislegum orðum sem við skrifuðum um hver aðra í bækurnar,svo var gumpinum gefið fullt af kossum og knúsum,bæði frá Sirrý,Bjargey og vinkonum og það er mjög notalegt.
sem sagt frábært kvöld,og er heim var komið þá var gumpurinn með mikið af spennandi upplýsingum í kollinum en samt skrítið að það sem þær konur Sirrý og Bjargey komu inn á að það er einmitt það sem gumpurinn hefur mikið hugleitt og deilt með ykkur,lífið,sjálfsörigið,tala saman,faðmast og knúsast já bara margt,en nóttin var fín en vaknaði glorhungruð kl hálf fimm og þá var bara fengið sér íslöld mjólk og hrískökur og aftur sofnað til sjö í morgun,og að sjálfsögðu vöknuðu allir hressir og tilbúnir í daginn,en eftir æfinguna þá átti gumpurinn tíma hjá heimilislækni og svona eftirlit með andlegu og líkamskegri heilsu og spjall,ný vottorð sem á að skila í lífeyrissjóði svo smá peningur haldi áfram að koma,það munar um hverja krónu,og nú er bara verið að taka rólega,þarf að taka verkjalyf eftir hádegi og svo aftur fyrir svefn og linar það verkina vinstra megin en eru að færa sig hægra mmegin líka en það er besta sem hægt er að gera að það er að gera góðar æfingar ekkert púl og drekka vatn og borða hollann og góðan mat og verkjalyf þegar það á við,
en jæja ætli þetta sé ekki komið gott í dag,er að hlusta á frábæra söngkonu það er Eivor og diskurinn hennar mannabarn á færeysku og svo er líka enska útgáfan human child,þvílík snild þessi söngkona og hún virkar mjög afslappandi og svo er líka gaman að geta hlustað á yndislega tónlist en hún er eitt af því sem hefur áhrif á líðan okkar og þegar gumpurinn vantar slökun eða er að detta í holuna þá er þessi söngkona sett í spilarann ásamt Vilhjálmi Vilhjálmsyni svona til skiftist,
en sendi ykkur knús og kossa,farið vel með ykur og njótið lífsins,
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
238 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.