4.1.2009 | 23:51
góða áramót og þá er bara að njóta vel nýja árið
gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir árið gamla,já nokkrir dagar búnir af nýja árinu sem endaði skemmtilega hjá okkar fjölskyldu,við áttum góða og frábæra stund í Breiðholtinu þegar síðasti dagur ársins kvaddi okkur með sínum hefðbundnum hætti,sprengingar heyrðust af og til þennan dag ásamt ársuppgjörum á sjónvarpstöðum og útvarpstöðum,með og án mótmælendum í beinni útsendingu en við fjölskyldan vorum voða lítið að horfa á sjónvarp fyrir utan barnaefni á ruv,svo var bóndinn að vinna fram á miðjan dag en gumpurinn þurfti að fara ferð til Njarðvíkur og ná í elstu dótturina sem þar gisti og versla smávegis í Bónus,og með börnin í bílnum þá er ekki verið að hlusta á fréttir við spilum sögur og barnatónlist og horfum á myndir svona allt í bland á okkar ferðum í bílnum,
okkur var boðið að gista í Breiðholtinu og þáðum við það,börnin sváfu á leiðinni sem var bara gott og gátu þar af leiðandi vakað rétt fram yfir miðnæti og voru mjög hrifin af því sem fyrir augum bar en þar til herlegheitin byrjuðu þá voru börnin í góðum leik og við foreldrarnir horfðum á skaupið og gátum brosað og hlegið meira af þessu skaupi en undanfarin ár,já það var bara fínt en sumt var bara leiðinlegt og það er nú ekki auðvelt að gera þessari þjóð sem er víst að nálgast 320,000 þús manns til hæfis,við höfðum bara frábært útsýni,það kannast örugglega margir við stóru blokkirnar og við vorum á annari hæð og með þvílíkt stórann eldhúsglugga sem visaði í rétta átt og sáum meðal annars Viðeyjarsúluna öðru hverju milli svaka sprengingar og upp úr kl að verða hálf eitt þá var ekki mikið sprengt og börnin fljót að sofna og við foreldrarnir horfðum á eina mynd og vorum farin að sifa fyrir þrjú en börnin voru vörnuð rétt rúmlega kl átta,sko okkar börn svo það var nú gott að vera ekkert fyrir því að djamma eða drekka ótæpilega enda við foreldrarnir komnir af allra allra léttasta skeiðinu en erum sátt við okkar líf óháð aldri
við vöknuðum í rólegheitum fyrsta morgun á nýju ári og fengum okkur heitt kakó og ristað brauð,með barnaefninu,svo voru bakaðar pizzur og allir saddir og glaaðir á heimleið kl tvö eftir hádegi en vorum ekki að fara heim ó nei það beið okkar vöfflur með tilheyrandi gúmmulaði hjá teindó og þar vorum við í góðu yfirlæti þar til kl var farin að verða sex en þreytt var fjölskyldan er heim var komið,börnin í bað og voru sofnuð fyrir átta ásam tmömmu þeirra en hún sofnaði stuttu seinna ásamt bónda sýnum,já við erum búin að hafa það mjög gott þessa frídaga og því miður þá eru jólin alltof fljót að líða
en s,l. föstudag þá var fyrsti dagur hjá krílunum að vera til kl fimm á leikskólanum en það á að venja þau við smátt og smátt,og þennan dag fór gumpurinn í bæjarferð og bauðst teindamamma til að fara með gumpinn í myndatökuna af kúlunni og sá læknirinn að þessi kúla er afleiðing af gigt og vill að við gigtarlæknirinn hittumst,þetta var skemmtilegur læknir og spjallaði heilmikið og spurði meðal annars um kviðverki og hann fékk að vita af því að gumpurinn sé með svokallað flökkunýra og hann vildi endilega fá að skoða það og sá allt heilaklabbið það er að segja legið og eggjastokka og sá að þetta allt saman er ekki alveg rétt skapað og hefur ekki seð á sýnum ferli svona nýra og eggjastokk í einum keng eins og hann orðaði það og sagði að þetta væri aleveg tilefni í mynd á frímerki það er svo margt sett á svoleiðis merki og margt af því nokkuð skrítið og af hverju ekki bara mynd af mýnu skrítna nýra og eggjastokki,ok það er ekkert að því að einn læknir með sónartæki sem er sett utan á kvið sé að skoða þessi líffæri konu en þegar það eru komnir þrír læknar og gumpurinn í svona skoðunarstól ,og þetta var þegar verið var að undir búa fyrstu glasafrjóvgunina,og maður sé bara kollinn afþremur læknum á milli læra manns og með svokallaðann tippasónar og rýna í leiðinni á sjónvarpskjáinn sem sýnir það sem þeir eru að skoða þá er það ekki voða góð tilfinning eins og ég sagði lækninum og hann sagði bara eins og þessir þrír forðum,þetta er mjög sjaldgjæft að sjá svona,
restinn af deginum var varið með teindamömmu og mömmu hennar og var frábært að rölta með þeim í búðir og kíkja á kaffihús,aðeins verslað og bara að láta sér líða vel saman,
jamm svona er nú það og ýmislegt bæði neiðarlegt og ekki neiðarlegt í lífi manns,já í dag fékk gumpurinn símtal úr Eyjum og það var pínu neiðarlegt í fyrstu því gumpurinn þekkti ekki viðkomandi í fyrstu en þetta símtal var nokkuð hlægilegt og þá aðalega hlegið af snuddunni sem var erfitt að finna en þær eru nú misstórar en gera gagn þegar rétta aðferðin en notuð
en jæja það er víst komið að háttartíma,það er orkubúið í fyrramálið og heimsókn í bankann svo kveðja og knús á ykkur og eigið ánægjulega vinnu viku og fjölskyldu samverustundir,hafið það sem allra best
kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
234 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19555
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.