26.12.2008 | 23:10
jóla hugleiðing
það er svo margt skrítið með okkur mannfólkið hvað svo ótrúlegir hlutir og atburðir hafa áhrif á líf okkar,t,d. jólin en sú hátíð er nokkuð stór og viðamikil,svo eru við íslendingar nokkuð stórtæk þegar kemur að þessari miklu hátíð og það er ekki ofsögðum sagt að það mætti alveg vera meira af gleði og hjartahlýju á meðal vor en bara um jólahátíðina og dagana þar á undan,það vill gerast að boðskapur jólahátíðinnar gleymist og hátíðin snúist upp í æðisgegna og mikilmennsku brjálaði og meðal annars að snúa húsinu eða íbúðinni sinni við jafnvel gera fokhellt,og öll hreingerningin það er eins og fólk haldi að jólin snúist um allt hreint og nýtt en það er öðru nær,það er svo yndislegt að njóta friðarins og gleðinnar án þess að hafa allt á hornum sér og allt brjálað,og innkaupin eru oft á tíðum allrosaleg hjá mörgum, ekki hefur það tíðkast í okkar uppvexti og við höfum haldið í þá hefð að njóta undirbúnings í rólegheitum og engin alsherjar hreingerningar eins og taka alla skápa í gegn og jafnvel geymslur.þetta er nú bara klikkun,við hér heima erum nú bara voða róleg í jólaundirbúningnum og innkaupum sem eru gerð þegar tækifæri gefst árið um kring og rólegheit á sjálfum jólunum,
eins og segir í jólakvæði,það mætti vera meira um gleði og friðarjól og jólaboðskapurinn mætti vera ofarlega í huga fólks,fólk keppist líka við að skreyta sem mest og vera með flottari skreytingar en árið á undan og flottari garð og hús en nágranninn ,hvernig væri nú að láta peninginn sem fer í allar skreytingar og dýrar gjafir renna til þeirra sem þurfa meira á því að halda þó svo það væri ekki nema hluti af peningunum það munar svo mikið um hverja krónu,en við íslendingar erum mjög dugleg við að halda söfnum handa fólki sem lendir í hörmungum og þá er tjaldað öllu sem hægt er að tjalda,bein útsending í sjónvarpi og allir gefa sýna vinnu sem er bara frábært framtak,
við höfum ekki mikið á milli handanna en við söfnum smápeningum og setjum í bauk og látum renna til þá sem þurfa á því og núna fengu börnin í þorpinu sem Njörður P Njarvík stofnaði en gerð var smá heimildarmynd um börnin og sú mynd var sýnd á ruv ásamt Skoppu og Skrítlu sem heimsóttu börnin í þorpinu og það snerti okkur mikið,já margt smátt gerir stórt,
en hver er hinn sanni jóla andi ? leiðum við hugann að því í undirbúningi jólanna ? jú alveg örugglega margir sem gera það og það eru örugglega mörg mismunandi svör,en mín hugleiðing er sú að hinn sanni jóla andi sé það sem snertir hjarta og sál það er eiginlega tilfinning sem er erfitt að lýsa en samt get ég sagt að hluti tilfinningarinnar fylgir gleði og friður,hjartað slær eitthvað öðruvísi og minningar rifjast upp frá því í æsku og fram að deginum í dag,sökknuður látinna ættingja já svo margt ólýsanlegt sem kalla fram bæði bros og tár og hugurinn leitar til þess hve heppin ég er að eiga yndislega fjölskyldu og vini,en svo leiðir hugurinn líka til þeirra sem eiga sárt og engan að og hve heimurinn sem við lifum í mætti vera betri og friður muni vonandi ríkja áður en öllu verður tortrýmt.
ég óska ykkur gleði og friðar jól og vonandi finnið þið ykkar jóla anda,látið ykkur líða vel
takið utan um hvert annað,það þarf ekki meira og það þarf ekki að segja neitt bara sýna væntumþykju.
kveðja frá gumpinum
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.