25.12.2008 | 00:08
jólablogg
kæru vinir og vandamenn,gumpurinn er í bloggstuði og það á aðfangadagskvöldi og kl að nálgast miðnæti og jóladagur alveg rétt handann við hornið,við höfum verið að bralla ýmislegt síðustu daga fyrir fyrir þessa miklu hátíð sem loksins er gengin í garð,við höfum tekið því mjög rólega að vanda hér á okkar bæ eins og vanalega,tilhlökkun mikil en það örlaði fyrir kvíða hjá húsfreyjunni en það tengist ekki jólahátíðinni,það hafa verið farnar nokkrar læknisheimsóknir og s,l mánudag var ákveðið að bæta við myndatköku sem húsfreyjan er búin að bíða eftir á aðra viku en það er nokkuð löng bið eftir svona töku,en læknirinn gaf það út að kúlan á lærinu sem er staðsett ofarlega er að stækka og verkir tengdir því í mjöðm og niður allannn vinstri fót er mikill og stöðugur og gaf sterk verkjalyf sem lina verkina en þeir koma aftur áður en fjörir tímar líða þar til aftur má taka annan skammt en þessi lyf hafa sljóvgandi áhrif svo húsfreyjan er ekki að taka lyfin nema að hluta yfir daginn þegar börnin eru heimaog hluti af lyfjunum er vöðvaslakandi og kvíðastillandi,en yfir jólahátíðinna eru ýmis boð og læknirinn vildi að húsfreyjan prufaði þessi lyf ,en vonandi verður myndatakan sem allra fyrst,
börnin eru búin að vera voða spennt í dag en hafa látið gjafirnar alveg vera sem voru undir trénu þar til stundin kom upp,í morgun kom fóstur dóttir okkar í heimsókn,Kristín Bessa,hún var að vanda hress og kát og aðstoðaði við að pakka inn gjöfum og borðði hjá okkur hádegismat en við vorum með gómsæta grænmetissúpu ásamt heimabökuðu spelltbrauði,við áttum góðar spjallstundir og ætlar Kristín að stefna að heimsókn í fyrramálið í heitt súkkulaði og ís,svo ætla teindó að kíkja aftur en þau koma alltaf til okkar á aðfangadagskvöld eftir mat og pakka,en við fjölskyldan förum ekkert að heiman fyrr en annan dag jóla en þá er fjölskylduboð hjá teindó en þar koma öll börnin þeirra ásamt mökum og börnum,
en j´ja það er komin tími á að fara í háttin og sofa vonandi vel n lyfin eiga að hjálpa við svefninn,en að lokum vill gumpurinn óska ykkur gleðilegra jóla og kærar þakkir fyrir árið sem er að liða og þakkir fyrir innlitið ykkar og spjöllin,hafið það sem allra best og njótið hátíðinnar í faðmi fjölskyldra og vina
kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.