skreyta og föndra

jæja þá er gumpurinn búin að koma sér vel fyrir í stofusófanum með teppi og föndur sem verður gripið í eftir smá bloggfærslu Wink eitthvað líður tíminn hægt þessa daganna það vill oft verða þannig þegar það er beðið eftir einhverju sem mikil tilhlökkun fylgir já eins og jólunum en það er alltaf nóg að gera hjá okkur og krílin eru að koma heim með jólaföndur og jólagjafir af leikskólanum og eins með eldri dótturina hún hefur líka verið að koma heim með ýmislegt úr skólanum,svo eru litlu jólin hjá henni næsta föstudag og kortaútburður á morgun já bara mikið um að vera hjá henni og síðustu daga hafa verið refaþemadagar og í fyrramálið er foreldrum boðið að koma og skoða afraksturinn af föndrinu með refaþema og að sjálfsögðu ætlar gumpurinn að mæta og bóndinn kemur ef hann kemst frá vinnu,

við hjónakornin fórum á úrslitakvöldið vegna áskorendakeppninar s,l. mánudagskvöld og vorum við ca 15 sem mættum en vorum nokkuð fleiri sem skráðu sig í keppnina,það var  borið fram tómatsúpa með brauði í forrétt og stór diskur með grænmeti og kjúkkling í aðalrétt og var maturinn mjög góður Smile svo var komið að því að tilkynna úrslit fyrir þrjá efstu keppendurna og byrjað á þriðja sæti að venju og ekki átti gumpurinn von á því að vinna auka vinning en það sem gumpurinn var búin að gera var stór vinningur og svo verðlaunasæti það var bónus,en það var  nú ekkert auðvelt að standa upp og standa frammi fyrir fólkinu og svo var smellt af myndavél en þetta tókst nú á endanum,og góður árangur hjá okkur öllum ásamt hinum sem fengu sínar niðurstöður og smá aukaverðlaun,og bóndinn hann fékk sérstök verðlaun hann náði að bæta á sig sex kg og hækka sýna fituprósentu mjög mikið en allir voru að minnka sýna fitu og kg,já og undirfatakynning var frá undirföt.is og Fagra var með snyrtivörukynningu og farðaði konurnar sem lentu í tveimur fyrstu sætunum, flottar vörur hjá stelpunum í Fögru og eins með undirfötin mjög flott föt og líka náttfötin og endilega kíkið á heimasíðuna undirföt.is  . við hjónin komu svo heim kl níu enda allt að verða búið og við nokkuð lúin en bóndinn fór að vinna í jeppa sem systir hans og mágur eiga,og hefur verið að vinna við þann bíl undanfarin kvöld eða frá síðustu helgi,

gumpurinn skellti sér með vinkonu sinni í Bónusferð inn í Njarðvík og auðvitað hækkar matarkarfan nánast í hverri viku en það er um að gera að fylgjast með öllu vel og vandlega og reyna að haga innkaupum eftir því sem best er,leita uppi tilboða og bera saman verð og fylgjast með dagsettningum á matvörum,eftir verslunarferð þá voru börnin sótt og við drifum okkur til Guðbjargar systur en hún var að baka tertur fyrir hátíðina og var boðið upp á epli og brauð fyrir börnin en við systurnar fengum okkur kaffi og vatn,

upp úr kl hálf fimm fórum við á klippistofuna Rossini en feðgarnir áttu tíma í klippingu og það var fjör og gaman hjá krílunum og strákurinn var mjög stiltur hann er allur að mannast í klippingu og kom mjög flottur úr stólnum jú og pabbi hans hagaði sér lika vel og kom flottur úr sínum stól Wink jamm

svo var bara að drífa sig heim og dúllast aðeins og útbúa kvöldmat og það sem óskað var eftir var grjónagrautur með rúsínum og mjólk,eftir góðan kvöldmat voru börnin að leika sér og við foreldrarnir tókum til eftir matinn og kíktum á fréttir og veður,krílin sofnuð kl átta og bóndinn að vinna við jeppann,en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld og taka til við að föndra,hafið það sem allra best,og njótið þess sem lífið hefur upp á að bjóða Kissing

kv gumpurinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

331 dagur til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband