14.12.2008 | 20:58
jólin,jólin,,,,
jólin koma brátt það er svo erfitt að biða eftir jólunum og ekki bara fyrir börnin,nei gumpinum finnst erfitt að biða og telur niður daganna með elstu dótturinni,það hefur greinilega ekkert breyst siðan i æsku að jólin eru lengi á leiðinni,við erum búin að vera að skreita smátt og smátt og tusku strokið hér og þar engin asi í þrifum hér á bæ,jólin verða jafn yndisleg hvort sem tusku eða ryksugu sé brugðið á loft,um helgina höfum við haft það notalegt,í gær fengum við heimsókn en afi og amma á Skipastígnum komu með tvö barnabörn sem ætluðu að gista hjá þeim,gumpurinn var einmitt að byrja að elda góða súpu,afmælissúpan góða,og bauð fólkinu að borða með okkur og var það vel þegið en afi var að fara á jólahlaðborð svo hann var ekki með,en við nutum þess að borða súpuna ásamt heimabökuðu spelt brauði,svo var skemmt sér yfir spaugstofunni þeir kallar eru bara að batna ef eitthvað er og kunna að koma til skila það sem er að gerast hverju sinni,svo fór amman með börnin og elsta dóttirin okkar fór með og gisti þar en okkar kríli voru ekki lengi að sofna enda kl að verða hálf níu,bóndinn fór að vinna í bílnum okkar og gumpurinn tók til hendinni og gekk frá bókum og dóti,setti í uppþvottavél og þvottavél,braut saman þvott og hengdi upp þvott,hjónasvítan sópuð og skúrað gólf,að endingu farið í sturtu og kúrt undir teppi með kertaljós,bóndinn kom stuttu seinna heim og náði að klára að laga það sem bilað var,
vorum vakin kl rúmlega hálf sjö í morgun og ískaldar fætur vöktu gumpinn af værum svefni en Sölvi Örn vildi kúra hjá mömmu sinni og hlýja sér áður en hann borðaði morgunverð ásamt systur sinni en hún vaknaði stuttu síðar,krílin eru ekkert að skoða sokkanna sína í glugganum svo það þarf að minna þau á sokkanna og þau eru alltaf jafn hissa en verða voða glöð stuttu seinna,við kíktum í kaffi á Skipastíginn og að venju er fjör þar,svo brugðum við okkur bæjarleið og fórum með kaffivélina okkar í viðgerð en hún er ennþá í ábyrgð, komum við í Breiðholtinu eftir viðkomu í Bónus en krílin voru orðin svöng og við hjónin þyrst í kaffi,sem sagt við komum með bakkelsi og fengum gott kaffi þar,kallarnir kíktu á jeppann sem er eitthvað bilaður og komust að þeirri niðurstöðu að best væri að koma með hann hingað og bóndinn ætlaði að kíkja á hann og er að því núna,er við komum aftur á Skipastíginn þá var amman þar á bæ að búa til pönnukökur og heitt súkkulaði umm namm namm og við gæddum okkur á þeim ljúffengum veigum. komum heim kl að verða sjö og öll börnin í bað og borðuðu skyr og banana fyrir svefnog voru ekki lengi að sofna eftir fjörugan dag og lúr í bílnum.
núna er bara ein vinnu vika þar til jólin koma og örugglega mikil vinna hjá mörgum,við ætlum að dullast hér heima en eigum eftir að fara eina bæjarferð en gumpurinn fær símhringingu í vikunni en læknirinn pantaði myndatöku í Dómus og á að mynda kúluna á mjöðmininni en honum leist ekkert alltof vel á þetta og vildi láta mynda áður en hann gerði eitthvað meira,svo er aðeins eftir af gjöfum og smá jólamatur svo sem ekkert sem við höfum áhyggjur af enda ekkert verið að sóa peningum í óþarfa þessi jól frekar en önnur,að hafa ofan í sig og á og gefa góðar gjafir og komast vel frá því peningalega seð
en jæja tli þetta sé ekki orðið nokkuð gott í kvöld,gumpurinn biður ykkur að fara varlega og njóta daganna framundan það er gott að komast aðeins frá erli dagsins og taka smá gönguferð eða ná sér í aðra slökun,það munar mikið um hverja stund og hún þarf ekki að taka mikinn tíma.
hafið það sem allra best ykkar
kv gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.