5.12.2008 | 23:24
jólin nálgast,
þá er enn ein vikan að verða búin og komin helgi dagarnir líða mjög fljótt og jólahátíðin nálgast hvort sem við erum tilbúin eða ekki að halda upp á þessa miklu hátíð,síðustu dagar hér á bæ hafa svo sem ekkert verið neitt frábrugðnir en reyndar á miðvikudaginn þá var börnum á leikskólanum boðið upp á leiksýningu og voru því til kl þrjú þann dag,en gumpurinn notaði tækifærið ásamt vinkonu sinni og við fórum bæjarferð og dúlluðumst til kl að verða tvö og meðal annars þá fórum við í Ikea,garðheima og Smárann en tíminn var ótrúlega fljótur að líða,og við vinkonurnar versluðu jólagjafir og smá auka fyrir heimilið,já bara notaleg bæjarferð og færði systur jólablóm á fimmtudaginn þegar við bökuðum saman jólasmákökur ummm góðar kökur,
og gumpurinn fékk góða vinkonu í heimsókn en það var orðið allt of langt síðan erð við hittumst síðast og áttum við notalgt og gott spjall yfir kaffibolla og smákökum,vonandi hittumst við aftur fljótlega og takk kærlega fyrir heimsóknina
veikindi hafa verið að hrjá elstu dótturina en hún er með meltingasjúkdóm frá fæðingu og þarf alltaf að hafa varann á hvað hún borðar en stundum bregður hún út af vananum og misjafnt hvernig það fer í hana en á þriðjudaginn borðaði hún aðeins unna matvöru og það fór mjög ílla í hana og daginn eftir þá var henni boðið í afmæli og fékk brauð með skinku en það var pizzaafmæli og fór það ekki vel í maga og núna fyrst í morgun þá var henni farið að batna en hún hefur ekki getað stundað íþróttir þessa vikuna vegna magaverkja og hún ætlar að passa sig betur en henni finnst leiðinlegt þegar boðið er upp á það sem er gott og fer ekki vel í maga en mæður afmælisbarna taka því vel þegar gumpurinn hefur samband þegar afmæli eru og reyna þær að hagræða og finna það sem hún getur borðað,
heilsa gumpsins er með verri þessa daganna og hefur það áhrif á andlegu hliðina en ef ekki væru fyrir lyfin þá værri líðan mun verri,gigtin er að versna og eins verkir í hnjám og baki og verkir tengdir kvið,legslímuflakk og hafa þeir verkir verið nánast stanslausir í þónokkurn tíma og eftir viðtal og skoðun þá hringdi læknirinn og niðurstöður sýndu frumubreytingar en sýndi ekki slæmt og vill að gumpurinn fari í svæfingu næsta þriðjudag 9 des og á að skrapa út og leghálsinn víkkaður og á að taka aftur sýni,svo á að hafa samband við þvagfærasérfræðing út af flökkunýranu en þar eru einnig verkir,svo það vottar fyrir kvíða en veit að læknirinn sem hefur meðhöndlað gumpinn í þrettánn ár og er því í góðum höndum,
og nú er síðasta vikan í áskorendakeppninni og eftir helgina er mæling og myndataka og úrslit öðruhvoru megin við helgina þar á eftir,en gumpurinn hefur að sínu mati gert mikið og miklu meira en bjóst við og það er sigur út af fyrir sig,það er það sem skiftir öllu máli og að geta farið í Orkubúið á morgnanna er bara eitt af því ásamt mörgu öðru sem heldir geðheilsunni og líkamslíðann í þokkalegu góðu jafnvægi,og eiga stuðning heima fyrir og utan þess allt skiftir þetta máli hversu lítið sem það er,
í kvöld kom frænka í heimsókn en hún er að flytja héðan á morgun og það er þegar komin söknuður til hennar en hún var að heiman í vikunni en hringdi og það var skemmtilegt símtal,það hafa verið miklar breytingar í hennar lífi ásamt börnum hennar síðustu vikur og að hennar sögn til hinst betra og vonandi gengur henni vel í framtíðinni og það sem hún mun taka sér fyrir hendur,að mati gumpsins þá eiga allir skilið annað tækifæri og hamingju í lífinu
um helgina ætlum við að gera meira jólalegt hér heima,bóndinn veit ekki eins og er hvort það verði vinna,kanski tökum við bæjarferð það er aldrei að vita en ætli það sé ekki komin tími á svefn svo gumpurinn biður ykkur góða nótt og vel
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.