komin með fyrstu uppþvottavélina

jæja loksins nennir til að blogga það er voða notalegt að kúra undir teppi á kvöldin og föndra og er húsfreyjan langt komin með jólagjafa föndur,en síðustu dagar og helgin nokkuð annasöm,á laugardaginn komu breiðholtsbúar og voru kallarnir að ljúka við jeppann en við konurnar heima með börnin en auka börn voru hér líka og voru mest átta börn hér um tíma og brjálað fjör LoL eldaður góður kvöldmatur og krílin mín voru alveg búin á því rétt rúmlega átta og vildu fara að sofa og fengu að sofna í rúmi foreldra sinna svo systir þeirra ásamt frænku og frænda fengu afnot af herbergjunum þar til þau fóru kl að verða ellefu,það var rólegt kvöldið og húsfreyjan mjög fegin að leggjast í sófann og nokkuð lúin eftir daginn,

og sunnudagurinn rann upp með kulda og roki að venju,við kíktum í kaffi og meðlæti á Skipastíginn til teindó og fóru bóndinn og hans faðir að aftengja uppþvottavélina en hjúin þar á bæ voru að fjárfesta í nýrri vél og arfleiddu okkur hjónunum að þeirri gömlu sem er í góðu lagi,þegar búið var að koma henni fyrir í , stóra þvottahúsinu sem er framlenging á eldhúsinu , og átti að prófa gripinn þá neitaði vélinn að taka inn á sig vatn svo bóndinn fann út úr því og ekkert gerðist þegar vélinn átti að hita vatnið en tók nú inn vatnið svo í gærmorgun þá opnaði bóndinn vélina og fiktaði eitthvað og vélin byrjaði að vinna eins og uppþvottavél á að gera og hefur ekki klikkað síðan og það var skrítið að nánast strax eftir kvöldmat þá var allt leirtau horfið og komið í vélina og ekkert annað að gera en að henda sér í sófann eftir að börnin voru háttuð og léku sér til átta,þá var bara að taka upp föndrið og dúllast í stað þess að þvo upp og þurka,já húsfreyjan fann að þetta var góð viðbót við eldhússtörfin Joyful

krílin eru eitthvað að kvefast og hósti að aukast og eru þau pústuð og ekkert að þvælast meira út en nauðsin krefur í þessum kulda,elsta dóttirin fékk slæmann magaverk í gærkveldi af völdum kjúkklingahamborgara sem var í kvöldmatinn en það er voða sjaldan sem eitthvað tilbúið er haft í matinn en einhvern tíma höfðum við haft þannig mat en mjög langt síðan og stelpan þoldi það als ekki og það kom að því að hún Sick og leið henni miklu betur og fékk sér lgg plús og gat loksins sofnað en fór ekki í skólann í morgun var ennþá að jafna sig en líðan er öll að skána hún mundi fá líkaí ristilinn ef hún væri ekki með lyf,og daman ákvað að passa sig og svo eru afmæli framundan hjá bekkjar systur hennar og það er orðið voða vinsælt að hafa afmæli á mömmu míu og pizzur þar eru eitur fyrir hennar maga og ristil og vill hún ekki fara ef ekkert annað sé í boði svo húsfreyjan ætlar að tala við mömmu afmælisbarnsins og ath málin,

nú húsfreyjan er á síðustu viku áskorenda keppninar í Orkubúinu og það er mikið búið að gerast og er æft alla daga vikunar styrtaræfingar aðalega enda er aðalmálið að koma sér í sem besta formið fyrir aðgerðina í janúar og eru aukin áhersla sem og keppnisskapið að skila sér og auðvitað eru vöðvar og liðir sárir en það verður bara að halda áfram enda versta sem maður gerir vegna verkja og það er að gera ekki neitt eða mjög lítið,hef reynslu af því,

en jæja það er komin tími að skera niður ávexti og dúllast með börnunum,hafið það sem allra best og flýtið ykkur hægt og gefið ykkur tíma

kv gumpurinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

331 dagur til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband