þökkum fyrir hvern dag sem við eigum

og verum glöð þegar við vöknum næsta morgun og hlökkum til að takast á við verkefni dagsins í dag,þrátt fyrir krepputal en það er eiginlega orð sem er eiginlega of mikið notað,auðvitað er staðan í okkar annars ágæta þjóðfélagi ekki alveg það sem við hefðum kosið en það er nú oft með það að þá hlýst eitthvað gott af því slæma og ekki hefur það farið fram hjá húsfreyjunni og örugglega mörgum að þjóðin hefur þjappað sér saman og krefst svara við ótal spurningum,fólk hagar t,d. innkaupum allt öðruvísi verslar frystikistur og tekur slátur og ýmsan innmat sem hélt lífi í þjóðinni langt fram á síðustu öld,já svo ótalmargt sem kreppan fær fólk til að hagræða og skipuleggja lífið öðruvísi en það jafnvel gerði,

Sleeping  það hefði nú verið notalegt að getað sofið lengur í morgun eftir ekki svo mikinn svefn s,l. nótt er með slæma verki sem halda húsfreyjunni frá nætursvefni en eins og er þá hafa engin verkjalyf svona normal lyf virkað á verkina en húsfreyjan er ekkiert hrifin af að taka sterk lyf og verða svo rotuð að það verður erfitt að vakna og lyfin lengi að fara úr líkamanum,hef reynslu af svoleiðis lyfjum og það er ekki góð reynsla, en börnin bjóða okkur góðan daginn á okkar vanalega tíma svo eftir smá stund þá var húsfreyjan vel vöknuð eftir fullt af knúsum og kossum Kissing krílin eru farin að syngja fyrir okkur jólalög sem þau eru að æfa á leikskólanum en þau munu syngja fyrir foreldra á jólagleðinni sem verður 9 des og það er svo yndislegt að hlusta á þau svo innileg  Heart elsta dóttirin fór í náttgalla í skólann en s,l. þrjá daga þá eru þema dagar og hafa börnin farið einn daginn með skrítna hárgreiðslu eða skrítið höfuðfat,næsta morgunn þá var sinn hvor sokkurinn og í morgunn voru náttföt,já það er gaman að breyta til og um helgina er svo sýning í skólanum og vonandi komumst við en annars er bara allt gott héðan,fjölskyldan nokkuð hress enginn flensa að herja á okkur,eftir að allir höfðu yfirgefið heimilið í morgun og húsfreyjan búin að gera skemmtilegar æfingar í Orkubúinu þá var bara að hafa það notalegt hér heima,fór í Bónusferð með Guðjörgu systur eftir hádegi og ýmis tilboð skoðuð þar og innkaupin vandlega íhuguð eins en samt þarf aðeins að leifa sér eitthvað smávegis,

bóndinn var heima með börnin á meðan innkaupin voru gerð en varð að fara til vinnu þegar húsfreyjan kom heim og það var voða rólegt hér,börnin að horfa öðru hverju á mynd með dótakassann á stofugólfinu,ávaxtaskál borin fram eftir að gengið hefði verið frá vörum og svo var þjappað sér saman með teppi í sófanum og kúrt,elsta dóttirin fór á skemmtigleði hjá fótboltanum á mömmu míu en kom heim með vinkonu sinni og passaði í smá stund á meðan húsfreyjan fór í yoga spinning sem er voða góður tími,bóndinn kom heim stuttu seinna og skellti heimatilbúnum pizzum í ofninn en húsfreyjan var búin að gera þær í dag,já það getur verið fínt að skipuleggja sig aðeins en ekki gerist það nú oft en gerist þó stundum Wink

hér var mikið fjör um kvöldmatarleitið en börnin voru að byggja kastala úr trékubbum og LoL þegar hann hrundi með tilheyrandi hávaða,en gáfu sér pínu stund til að borða og héldu aðeins áfram,bóndinn fór á fótboltaæfingu kl hálf átta og tók Gyðu Dögg með sér og það er víst ekki leiðinlegt en húsfreyjan háttaði krílin,tannburstaði og þvoði vel,las svo kvöldsöguna og þau sofnuð rétt rúmlega átta,og húsfreyjan á nú von á að sofna fljótlega upp úr tíu í kvöld er orðin nokkuð lúin eftir daginn og s,l. nótt,um helgina ætlum við að baka aðeins og bæta aðeins við jólaskrauti og spila jólatónlist og hlusta á jólaleikrit en verkstæði jólasveinanna er yndislegt að hlusta á en húsfreyjan á góðar æsku minningar tengdar því ævintýri ásamt nokkrum öðrum ævintýrum,

húsfreyjan saknar þess að geta farið út í gönguferðir en ekki hefur borið mikið á því hvort sem það er með krílin á daginn eða kvöldgöngu en það rætist vonandi úr því fljótlega,gæti svo sem farið út í kvöld þegar bóndinn kemur heim um kl hálf tíu en orðið nokkuð seint þá, það er betra að hvíla sig og safna kröftum fyrir morgundaginn,það er frekar kuldaleg veðurspáin og ekkert sniðugt að fara gönguferð með krílin og eiga svo á hættu að fá slæmann hósta og jafnvel eitthvað meira Frown

en bóndinn verður að vinna fyrir jólasveinanna fyrir hádegi á morgun en það á að setja upp ártalið á Þorbjarnarfjallið og hér á bæ hefur elsta dóttirin ávalt trúað því að þar búa jólasveinarnir þar sem ártalið er og er hún búin að biðja pabba sinn fyrir bréfi til sveinanna já ekki verra að pabbi muni að öllum líkindum hitta þá og á hann von á nokrum spurningum þegar hann kemur heim,en eftir hádegi þá er önnur vinna sem bíður hans en stefnan er sett á að ljúka við viðgerðina á jeppanum sem systir hans og mágur eiga,og vonandi á bóndinn frí á sunnudaginn Joyful en hann reynir ávalt að vera heima á sunnudögum,en jæja ætli það sé ekki komin tími á te og calm fyrir svefn en hafið það sem allra best,

húsfreyjan sendi ykkur Kissing og gumpurinn biður að heilsa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

331 dagur til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband