27.11.2008 | 23:17
skrítið en,,,,,,,,,
það er nótt úti sögðu krílin við okkur foreldranna í gærmorgun þegar við röltuðum á leikskólann og þau horfðu til himins og bættu við,hvar er sólin og það vantar snjóinn,já þessi kríli eru mikið að spá í lífið og tilverunahugsið ykkur hvað við erum svo lánsöm að eiga börn og þau fylla svo sannarlega upp í lífið og tilveruna hjá okkur
það er alltaf jafn gaman að koma með krílin á leikskólann og ná í þau og alltaf jafn glöð,svo er alltaf jafn notalegt að koma heim,taka fram alskonar dót og framkvæma skemmtilega leiki og núna þessa daganna þá er ekki verra að baka aðeins og föndra með liti,pappír og skæri,svo er oft litið út um gluggann og leitað af snjónum en segja svo úff kallt úti.
mikil tilhlökkun í gær þegar við vissum að litla systir,fósturdóttir, væri á leið suður og ætlaði að kíkja í heimsókn,reyndar stutt heimsókn en svo yndislegt að hitta hana og knúsa en hún kom í gærkveldi en krílin voru þá farin að sofa en elsta dóttirin ennþá vakandi og náði að hitta hana,einnig kom frænka í heimsókn en hún tók gönguferð hingað og í notalegt spjall og færði húsfreyju te sem á að virka vel á hina ýmsu kvilla.
í morgun þá var nú heldur betur kuldalegt um að litast úti en þá er bara að klæða sig vel og halda út í myrkrið og enn nefna börnin að það sé nótt og ekkert skrítið með það en það er löngu komið mirkur þegar þau fara að sofa kl átta að kvöldi og þá er sagt að það sé komin nótt og þau sjá myrkrið úti og svo vakna þau á morgnanna og ennþá myrkur og jafnvel þaegar þau fara í fyrstu útiveruna kl að verða tíu og ekki orðið albjart,nú við fórum bæjarferð upp úr kl eitt en litla systir þurfti að hitta læknir og vildi ekki fara ein,húsbóndinn fór á okkar jeppa með krílin með sér en húsfreyjan ók bíl litlu systur og fylgdi henni til læknis,og gekk allt vel þar,hún ákvað svo að drífa sig aftur vestur vegna leiðinda veðursspá og fékk hún fylgt upp á höfða en þar skildu leiðir það er alltaf mikill söknuður þegar hún fer en hún ætlar að koma aftur 11 desember og vera yfir helgi en 12 desmber þá verða 5 ár frá því er móðir okkar lést og ætlum við að koma saman þann dag heima hjá pabba og Eygló og eiga góða stund,
við hjónin drifum okkur heim og bóndinn fór til vinnu en húsfreyjan hafði það notalegt með krílunum sínum og stuttu seinna kom elsta dóttirin heim ásamt vinkonu sinni en þær fóru á fótboltaæfingu eftir skóla og við vorum svo heppin að fá pabba til að aka þeim á æfingu en veðrið er frekar leiðinlegt en svo fóru þær á körfuboltaæfingu og svo hem til vinkonunar en komu svo hingað og fór lítið fyrir þeim eins og vanalega við leik,bóndinn var að vinna til að verða álf sjö en kom þá í mat og til að vera með okkur og fór aftur til vinnu rúmlega átta þegar börnin fóru að sofa en bóndinn er að hjálpa mági sínum að setja vél í jeppann hans og stefnan er að bíllinn verði tilbúin næsta laugardag,
en jæja það er komin tími á svefn en hann er lítið að skána en það kemur vonandi að því,en áfram ríkir bjartsýni húsfreyjunar á berti líðan þó svo það gerist ekki hratt,en það hafa bara svo margir miklu verri en við en þið hafið það vonandi gott og látið ykkur líða vel,það er tilhlökkun fyrir morgundaginn eins og alltaf
kv húsfreyju gumpurinn
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.