25.11.2008 | 22:21
þvílíkur bökunar ilmur ummm svo jólalegt
það var nú notalegt að fara á fætur í morgun þrátt fyrir ekki svo mikin svefn s,l. nótt að vakna en ekki komin fótferðatími og reyna að sofna aftur og meira geisp,en allir voru voða hressir í morgun og eftir þessi hefðbundnu morgunverk og allir farnir að heiman og húsfreyjan búin að skella sér í Orkubúið og koma heim og fá sér hafragraut ásamt lyfjum og vitamini,þá var að demba sér í hnoða í dýrindis piparkökur og baka þær þegar börnin kæmu heim,og þau voru þvílík glöð og skemmtileg stund hjá okkur í dag og auðvitað var smellt mynd af ungu bökurunum,og aðeins smakkað á deginu og mikið af piparkökum borðað og drukkinn með ísköld nýmjólk,ætla að láta uppskriftina fylgja en húsfreyjan hefur breytt uppskriftinni en það er um að gera að gera það ,
piparkökur
2 msk agave síróp og gott er að smyrja skeiðina með olíu fyrst,
2,5 dl hrásykur,má vera brúnn sykur
225 gr mjúkt smjör
1 egg
1 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
3 tsk kardimommur
3 tsk matarsódi
7 dl spellt hveiti
hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós,bætið eggi,sírópi og kryddi
út í og hrærið vel,blandið hveitinu smátt og smátt út í á vægum hraða,en deigið á að vera aðeins blautt,látið bíða í kæli í eina klst,svo er bara að fletja það út á hveiti stráðu borði og móta ýmsar fígúrur eða kúlur úr deiginu,bakið í u,þ,b. 10 mín í miðjum ofni í 200 gráðum hita,geymið í vel lokuðu íláti í kæli eða frosti.þessar kökur eru mjúkar en verða aðeins stökkar og börnin eru vitlaus í þær og ef þau mættu ráða þá væri ekki hætt að borða fyrr en þær væru búnar en mamma ræður þrátt fyrir góðar tilraunir og með einmitt svona svip,en þá fóru þau í leik og gæddu sér á ávöxtum sem mamman var búin að skera og setja á disk og það var notað í búðar leik,og húsfreyjan hrærði í haframjölskökur sem voru svo bakaðar í kvöld,en það er líka aðeins breytt uppskrift held að hún hafi einhvern tímann verið sett inn en læt hana fylgja með,
hollar haframjölskökur
1 bolli mjúkt smjör
1 bolli brúnn hrásykur
1 bolli agave síróp og gott er að smyrja bollann fyrst með olíu
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 bollar spellt hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk sjávarsalt
2 tsk kanill
3 bollar gróft haframjöl
1 bolli rúsínur eða aðra þurkaða ávexti
1 bolli saxað konsum súkkulaði
þeyta vel saman smjör,sykur og síróp,egg út í einu í senn svo vanilludropum,þurrefnin næst og hrært saman og að síðustu haframjöl,deigið í ísskáp í minnsta kosti eina klst,hitið ofn í 190 gráður og setjið smjörpappír á plötu,setjið með msk deigið á plötuna og hafið fjórar kökur í röð samtald tólf kökur á plötu en þær stækka vel í ofninum og bakist í 8 til 10 mín,leyfið kökunum að vera 5 mín á plötunni eftir að þær hafa verið teknar úr ofninum en setjið þær svo á grind og látið kólna,þessar kökur eru ekkert smá góðar svo er um að gera að prófa að setja aðra þurkaða ávexti út í t,d. aprikósur,döðlur og sleppa súkkulaðinu en okkur finnst voða gott að hafa súkkulaði
og eftir kvöldmat og leik,börnin sofnuð þá var tekið við að vaska upp og kveikja á ofninum og á meðan hann hitnaði þá var eldhúsið skúrað og ekki veitti af og kökurnar bakaðar,og nú hefur húsfreyjan það notalegt en bóndinn er að vinna með mági sínum í jeppanum hans og verða eitthvað fram á kvöld en nú styttist í svefn og þá er bara að vona að svefninn verði aðeins betri en hafið það sem allra best og eigið góðan dag eftir vonandi góða nótt,
drauma kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.