yndisleg sumarbústaða ferð og jólakökugerð byrjuð

það er eiginlega komin tími á blogg hjá húsfreyjunni það er ansi langt síðan síðast en það er nú svo sem ekkert markvert að gerast hér,en síðustu helgi þá dvöldum við í sumarbústað í Húsafelli í boði vinarfólks okkar og það var alveg yndislegt,við komum um kvöldmatarleitið á föstudag en við lentum í snjókomu og hálku á leiðinni en ferðin gekk vel og börnin styttu sér stund með jólamynd og piparkökur og voru mjög ánægð Joyful og mikið óskaplega var nú fallegt í Húsafelli það var svo jólalegt og bústaðurinn notalegur með kertaljós og ekta jóla snjókomu,á laugardeginum fóru kallarnir á rjúpuveiðar en við konurnar og börnin skemmtum okkur vel,fórum eftir hádegi með börnin á leikvöllinn og þar var fjör og tókum við mikið af myndum og það er úr miklu að velja þegar kemur að jólakortagerð með mynd,eftir rúma klukkutíma útiveru í fallegu veðri þá var nú gott að koma inn og fá sér heitt súkkulaði með rjóma,kleinur og piparkökur,börnin í góðum leik og við konurnar föndruðum jólagjafir,kallarnir okkar komu tómhentir heim en samt sáttir og tóku við að grilla lambalæri og svo var borðað við kertaljós,börnin nokkuð þreytt og sofnuðu fljótlega eftir átta,heiti potturinn aðeins notaður og svo bara spjall og aðeins kíkt á sjónvarpið,sunnudagurinn var nokkuð vindasamur en kallarnir fóru aðra ferð en fengu sér fyrst góða súpu,svo við sem eftir vorum höfðum það gott og rúmlega hádegi þá tókum við að pakka niður og höfðum allt tilbúið fyrir heimferðina þegar kallarnir kæmu og þeir komu með fimm rjúpur eftir þessa ferð,lögðum af stað heim rúmlega þrjú og allir sáttir eftir helgina,

við komum við hjá systur bóndans og hennar fjölsk áður en við fórum í gegnum borgina í gott kaffi og spjall,en það er alltaf gott að koma heim og á meðan kvöldmatur var eldaður þá fóru krílin í bað og skift var á rúmum og ekki voru þau lengi að sofna,og sváfu til kl sjö morguninn eftir og hlökkuðu til að fara á leikskólann í vinnuna sína,elsta dóttirin í skólann,bóndinn í sína vinnu og húsfreyjan í Orkubúið,svo hafa dagarnir liðið í rólegheitum og bakstri með börnunum en það er mjög gaman að fá að taka þátt saman og erum við búin að baka súkkulaðibitakökur,hálfmánaða og mömmukökur en eigum eftir að baka vanilluhringi,loftkökur,piparkökur,laufabrauð og konfekt,

á þriðjudaginn var foreldraviðtal í skólanum og það gekk að venju mjög vel,við erum dugleg að fygjast með gangi mála og erum sátt við það sem þar er,kennarinn hrósaði okkur fyrir góða heimavinnu og að henni sé alltaf skilað og alltaf er lesið bæði skildulestur og aukabækur,er hægt að vera meira Smile nei ætli það,í gærmorgun kíkti nágranna frænka í kaffi og mjög skemmtilegt spjall það er bara frábært þegar líðan fólks er að batna eins og hjá frænku og hún stendur sig frábærlega í því sem hún er að gera og áfram frænka,

í morgun eftir ferð í Orkubúið þá var drifið í snögga bæjarferð og húsfreyjan var boðuð í aðra myndatöku á hnjám svo læknirinn geti farið að skipuleggja aðgerðina en hún er víst nokkuð flókin,það gekk nú ekki þrautarlaus sú myndataka en húsfreyjan átti að standa á öðrum fæti á meðan myndatakan var framkvæmd og teknar þrjár myndir af hvoru hné en það var bara bitið á jaxlinn Pinch

enn erum við að bíða eftir að smiðurinn láti sjá sig en vonandi kemur hann fyrir vikulok svo hægt verði að byrja framkvæmdir við herbergið og klára glugga,það er stefnan að elsta dóttirin verði komin í sitt herbergi fyrir jól ekki svo mikið verk að gera til að herbergið verði lokið en það þarf að meta kosnað og kaupa efni og hefjast handa,ætlum að taka upp séríur og jólaskreitingar um helgina og dúllast við að koma heimilinu í jóla búning en börnin eru aðeins að spá og spyrja þegar þau sjá eitthvað jóla og eru furðu róleg ennþá en okkur foreldrunum hlakkar mikið til þegar börnin litlu vera meðvirkari fyrir þessi jól en síðustu jólin hafa þau ekki mikið spáð og erum við þess fullviss að þau verða voða spennt þegar jólin nálgast,

en jæja ætla að láta þetta duga í dag,vona að næsta blogg komi fljótlega en kvöldin gafa farið í notaleg heit undir teppi ásamt kertaljós og aðeins horft á sjónvarpið,en hafið það nú notalegt og gefið ykkur tíma saman í jólaundirbúningnum sem er sjálfsagt hafin á flestum heimilum,

Kissing til ykkar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ágústa Bjarnadóttir

Höfundur

Anna Ágústa Bjarnadóttir
Anna Ágústa Bjarnadóttir

er heimavinnandi húsfreyja og hamingjusamlega gift,eigum þrjú börn fjölskyldan hefur mikin áhuga á ferðalögum og útivist,heilsurækt og hollum góðum mat,já vera saman með bjartsýnina að leiðarljósi

331 dagur til jóla

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 2488
  • IMG 2483
  • IMG 2233
  • IMG 2216
  • IMG 2211

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband