10.11.2008 | 13:26
sultugerð og kökubakstur
komin mánudagur og helgin afstaðin í góðu yfirlæti hér heima,laugardagurinn var að venju tekin snemma með morgunmat og barnaefni,bóndinn í vinnu kl átta og börn Guðbjargar systur komu kl hálf tólf og pössuðu krílin mín með Gyðu Dögg á meðan við systurnar fórum í Orkubúið,og það var bara mjög hressandi,bóndinn kom úr vinnu rúmlega tvö og við kíktum í innflutningsboð hjá vinahjónum okar en þau voru búin að búa í bílskúrnum hjá sér á meðan íbúðin var gerð íbúðarhæf síðan í byrjun jan á þessu ári og það var aldeilis búið að vinna mikið í þeirri íbúð og mjög fín,við stoppuðum í rúma klukkustund og litum við hjá systur bóndans og manninn hennar í kaffisopa og spjall og vorum svo komin heim rúmlega sex,og það er bara alltaf notalegt að koma heim og við fengum okkur skyr og ýmislegt í kvöldmatinn og krílin sofnuð kl átta og orðin mjög lúin enda ennþá lítið þrek komið eftir hita og hósta en reyndar er Sölvi ennþá með hósta en fer minkandi,nú húsfrfeyjan skelti sér á Avon kynningu hjá systur en þar var nú fámennt en góðmennt,aðeins þrjár systur,er heim var komið þá var fljótlega komið sér í ból og sofið sæmilega þá nótt,
sunnudagurinn byrjaði hjá húsfreyjunni snemma og sultan sem var búin til daginn áður var sett í krukkur og svo var heimsókn í Orkubúið,en bóndinn var heima með krílunum en fengum svo heimsókn en systir bóndans og hennar maður og börn komu en kallarnir fóru í það að vinna við jeppann þeirra en við konurnar í góðu yfirlæti hér heima,hádegismatur borðaður kl tvö en eldaður var kjúkklingaréttur ásamt fullt af grænmeti,svo var bökuð hjónabandssæla og nýja sultan notuð í hana og borin fram með þeyttum rjóma og fór það vel í fólkið,Reykjavíkurfararnir fóru svo um hálf átta og krílin sofnuð mjög fljótlega enda búið að vera mikið að gera hjá þeim í leik,
já sem sagt ný vika komin og allt gengur sinn vana gang sem er bara nokkuð gott,stefnan er sett á bæjarferð í vikunni og í Ikea og versla rúm handa krílunum en rúmin eiga að koma í verslunina í þessari viku og svo er heimsókn hjá röngtentæknum og húsfreyjan fer í myndatöku á hnén,en jæja ætli það sé ekki best að hætta og koma sér að verki við ýmis heimilis verk,bið að heilsa ykkur og hafið það sem allra best,
kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.