6.11.2008 | 11:48
hó hó hó og meira af......
hó hó hó er það nýasta hér á bæ nú það er að dembast yfir okkur jólaauglýsingar í sjónvarpinu og börnin horfa hugfangin á og segja með glöðum svip ,jólasveinn ,og söngla hó hó hó,en við hjónin höfum haft þá reglu frá fyrsta barni að við erum ekkert að demba okkur í verslanir of snemma en þegar desember er komin þá er farið rólega af stað það er nefninlega svo óskaplega erfitt að bíða eftir jólunum og erfitt að skilja afhverju jólin koma ekki bara núna,en hugur húsfreyjunar eru meira og minna allt árið að huga að gjöfum og föndri og sanka að sér ýmsu sem tengist jólahátíðinni og þegar hausta tekur þá er verslað eitt og annað sem tengist mat og bakstri og jólagjöf inn á milli enda höfum við ekkert haft fyrir því að sleppa okkur eins og í verslunum og verða svo þegar veskið er opnað og peningarnir eru búnir áður en maður hefur blikkað auga,já það er ekki svo vitlaust að dreifa þessu en það hugsa örugglega margir um það þegar reikningar fyrir jólavertíðinni koma þegar í byrjun nýrs árs,ekkert skrítið að fólk fari oft yfir um,og vetur í hámarki og ekkert sér fyrir endanum á vetrinum og myrkrinu í þokkabót,
veðrið er búið að vera nokkuð drungalegt síðustu daga það væri nú bjartara yfir um ef úrkoman væri í formi snjós en ekki rigningar en það kemur vonandi snjór þó það væri nú bara yfir helstu hátíðisdaganna í desember,veit að það fólk sem sækir vinnu og þarf að fara í næsta bæjarfélag að það er voða fegin að vegur er auður og hvorki snjór eða hálka tefur umferð og setur mikla hættu fyrir bæði gangandi fólk og bílaumferð,en svona heimavið er voða notalegt að nota kertaljósin óspart og ekki verra að baka og fá jólailminn um húsið og svo styttist í að jólaljósin verða sett upp en í borginni þá er þó nokkuð um að ljósinn eru að koma bæði í heimahúsum,görðum og verslunum enda er það fallegt og lýsir upp skammdegið,það verður eitthvað svo hlítt og notalegt um að litast og ekki verra að hvít fönn er yfir öllu
annars er bara heilsan nokkuð góð á fjölskyldunni,krílin eru öll að koma til,Sölvi hóstaði minna s,l. nótt en fær hita þegar líður að kvöldmat þá ríkur hitinn upp í 40 en er nokkuð góður yfir daginn en hóstar þó nokkuð og matarlistinn er að koma og hann er farin að leika sér og núna í morgun þá svaf hann til kl að verða hálf níu en við fjölskyldan sváfum til kl átta, já það sváfu allir lengur en gengur og gerist en ekkert span á okkur þrátt fyrir það og þagar morgunmaturinn var snæddur þá varum við að rifja upp hvenar þetta skeði síðast og það er svo langt síðan að við mundum það ekki og elsta dóttirin mætti í fyrsta skiftið seint í skólann síðan hún byrjaði í fyrsta bekk vegna þess að við sváfum yfir okkur,já allt er einu sinni fyrst
ætla eftir hádegi að baka hveiti kökur eða hveiti brauð það er voða gott og holt með öllu eða eitt og sér ég læt uppskriftina fylgja með en er nú búin að gefa hana mörgum enda finnst varla betra brauð og man ekki eftir því að einhverjum finnist það ekki gott,
6 bollar gróft mjöl,spelt,kveitiklíð,rúgmjöl eða það sem ykkur líst best á
6 tsk lyftiefni
kúmen eftir smekk og sjávarsalt
súrmjólk,ab mjólk eða mjólk eftir smekk út í og jafnvel
sólþurkaðir tómatar
öllu hnoðað vel saman og flatt út og skorið í hring með lítinn
kökudisk sem mót,gatað með gafli og steikt á pönnu
með olíu og jafnvel smá smjöri með,við meðal hita.
sett svo á disk og leggið rakt viskustykki yfir og njót vel
en ætli húsfreyjan segi þetta ekki gott af morgunbloggi þennan morgun eða það er að koma hádegi svo við heyrumst síðar,hafið það nú notalegt og það gefur mikið en kostar ekkert þó svo þið þekkið ekki viðkomandi og bjóðið jafnvel góðan daginn
kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
331 dagur til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.