18.10.2008 | 21:15
sem betur fer er nóg að gera
hef loksins tíma fyrir smá færslu,það er að venju nóg að gera hjá húsfreyjunni sem betur fer og sl. vika var þar enginn undantekning,Gyða Dögg í samdæmdum prófum fim og föstudag og að hennar sögn gekk henni vel,en þessa daga þá var mæting kl 9,20 í skólann og kom hún þá með mömmu sinni í Orkubúið kl átta og gerði ýmsar æfingar þar með bolta,sippubandi og gekk rösklega á brettinu,svo er frí hjá henni ásamt öðrum nemendum næstu tvo daga eftir helgi og þá er hún búin að ákveða að nota þá daga vel og svo er biðin eftir að fótboltaæfingarnar frekar erfiðar,
í dag þá er vika þar til krílin okkar verða þriggja ára og eru þau byrjuð að syngja fyrir sig afmælissöng og eins er tekin æfing eins og að blása á kerti sem verða á afmæliskökunni,þá er sungið og blásið og það er nokkuð fyndið að sjá til þeirra,þau eru mjög hraust og ekki ennþá vottað fyrir hósta eða hor í nös,og höldum við í vonina að sprautan sem þau fengu í ágúst virki en ennþá á eftir að koma mjög kallt veðurfar,
húsfreyjan ætlar að trúa ykkur fyrir leyndarmáli eitt af áhugamálum húsfreyjunar er að semja ljóð og barnasögur og hefur elsta dóttirin notið góðs af sögum og ljóðum frá fæðingu,það er sérstaklega sagan af stelpu sem heitir Pálína og hefur hún vaxið og dafnað og orðið af framhaldsögu og er jafnaldra Gyðu Daggar,en þessi Pálína er mikill prakkari og hefur nú ýmislegt á daga hennar drifið og er komin upp sú hugmynd að skrifa niður sögurnar af henni og fleirum og prenta þær út og setja í möppu og jafnvel myndskreyta, þá geta börnin mín tekið þær fram og lesið ásamt hinum barnabókunum,hef reyndar frá barnæsku haft mikin áhuga af ljóðum og sögum og einhversstaðar er til gömul blá stílabók með frumsömdum ljóðum þarf að grafa hana upp og rifja upp liðna tíma
í dag var ætlunin að fara í gönguferð með krílin en þau fóru út á leikvöll rétt fyrir hádegi með stóru systur og frænda sem gisti hér í nótt,en þau voru ekki lengi þeim fannst kallt úti og vildu ekki fara meir út,en húsfreyjan fann það að eftir hádegi var farið að kólna og vindur að aukast en þvoði samt fullt af þvotti og hengdi út á snúru úr þremur vélum ekki náði það að þorna en góð útilykt kom í þvottinn og nú hangir hann inni í þessu fína þvottarhúsi sem stækkaði helling fyrir nokkrum dögum,baðherbergið var líka tekið hátt og lágt og eldhússkápar að utan þveggnir ásamt bakarofn,og þá var það bara komið nóg af þrifum í dag,en fór í Orkubúið í morgun og tók hálftíma þolþjálfun og nokkrar styrktaræfingar,bauð svo Guðbjörgu systir í hádegismat eða hádegisbúst sem samanstóð af frosnum bláberjum,frosnum jarðarberjum,appelsínusafa og hreinu kea skyri og það var hressandi og góður drykkur,og í dag var búin til bragðar refur úr vanilluís,bláberjum og jarðarberjum og börnin kunnu vel að meta ísdrykkinn
bóndinn er búin að vera að vinna mikið og þar var engin undantekning í dag er núna sofandi í stofusófanum en elsta dóttirin að lita mynd hér í eldhúsinu hjá mömmu sinni og hlustum við á útvarpið á blústónlist og höfum það notalegt,morgundagurinn er óráðin ennþá ætlum við tökum því ekki bara rólega saman,en í fyrramálið þá var Guðbjörg búin að biðja systur sína,húsfreyjuna,að koma með sér í Orkubúið því hún hafði ekki getað farið alla daganna í vikunni og langaði í fyrramálið og húsfreyjan er að hugsa sig um að skella sér bara með henni og svo á mánudaginn eru komnar sex vikur af tólf í áskorendakeppninni og er þá alsherjar mæling og er komin mikil tillökkun að vita hvaða árangri er búið að ná, svo í gær þá fórum við Guðbjörg til Keflavíkur og kíktum í heimsókn til systur okkar í Njarðvík og áttum gott spjall saman fórum svo í Bónus áður en haldið var heim á leið og krílin sótt tókum svo hvíld saman áður en við fórum í heimsókn til Guðbjargar svona til að vakna vel því stofulegan sifjaði okkur og það er nú ekkert voða sniðugt að sofna á miðjum degi og rugla svefnkerfið en Bríet Anna hefur tekið upp á því að vakna á næturnar og eftir að það var búið að vera í rúma viku þá var ákveðið að prufa að gefa henni calm sem er blandað í heitt vatn og svo í appelsínusafa fyrir svefninn og það virkaði strax og eftir nokkur skifti þá var einu kvöldi sleft og þá vaknaði hún um nóttina og þá var bara aftur gefið henni slökun calm fyrir svefn,það er alveg ótrúlega hvað þetta virkar vel og er alveg náttúrulegt og hentar öllum,svo ef ykkur vantar frekari upplýsingar um calm þá er bara að hafa samband
en jæja ætli að það sé ekki komin tími á að hætta og fara að blanda sér calm og hafa það notalegt,þið hafið það vonandi bara líka notalegt og njótið þess að vera saman,eigið góða og góðan sunnudag,
kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
224 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 19561
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.