3.10.2008 | 21:40
það braust út þvílík gleði og jólalög voru rauluð
mikið óskaplega er gaman að fá smjörþefin af snjónum svona eins og forskot á desember það kom upp jólaeitthvað hér á bæ og áður en við vissum af þá var elsta dóttirin farin að raula jólalög bara yndislegt,eftir að ræktinni lauk í gærmorgun þá fékk gumpurinn heimsókn frá Ástu frænku og Guðbjörgu systur við áttum gott spjall og kíktum svo til pabba og Eygló í smá stund,það var nokkuð mikið að gera hjá okkur í gær,eftir að leikskóla vistinni lauk og búið að koma heim í rúman klukkutíma þá tókum við gönguferð en tökum alltaf kerruna með,okkur var boðið til Guðbjargar systur og komum þar við áður en við tókum áframhald af göngunni en við röltuðum upp í Hópskverfið og sáum í fjarlægð þessa tannkaflutninga ekkert smá föndur þar,en bóndinn var þar við vinnu og krílin vildu endilega sjá hann en ekki fórum við of nálægt,en gaman að sjá föndrið við að koma tankinum yfir hraðahindranir,
en svo var komin tími á fimleikatíma og þar er nú alltaf mikið fjör og er gaman að sjá framfarir á börnunum þar í tíma svo er mikið að gera við að aðstoða Steina með börnin og þar taka foreldrar þátt með börnunum og hjálpa til,nú við drifum okkur svo heim enda kl að verða hálf sex og bóndinn kom rétt á undan okkur og urðu fagnaðarfundir er hann labbaði á móti okkur
drifum okkur að útbúa fljótlegan kvöldverð og krílin sofnuð um kl átta en bóndinn í Orkubúið á æfingu,en gumpurinn var búin að lofa Helgu systur að halda fyrir hana Avon kynningu og komu nokkrar konur og góð kynning en gumpurinn var svo lúinn að ekki var nú mikið hægt að stjana neitt við gestina en veit að það er fyrirgefið svo í morgun var mikil gleði er fjölskyldan vaknaði í morgun snjór og meiri snjór átti hug okkar og gaman að fara út og smakka á honum á leið í leikskólann,svo dreif gumpurinn sig í ræktinna og var vel klædd þar því á æfingu s,l. daga þá hefur verið frekar kallt þar og var þá tekið fram auka buxur sem sagt tvennar buxur og þykkir sokkar ásamt tvennum peysum og bol já og húfa á kollinn og mætti galvösk í salinn í vaxtamótunar tíma og fékk fyrirspurnir hvort mér væri virkilega svona kallt kom í kuldafötum og þessum innanundir já gumpurinn jánkaði því og náði að svitna aðeins,svo sagði Ásdís að það væri nú búið að laga ofnakerfið og vonaði að ég gæti mætt aftur og þá minna klædd ef ég vildi
jamm það kemur svo í ljós í fyrramálið hvort hitakerfið verður ennþá í lagi en það er betra að vera vel klædd og geta þá annað hvort klætt sig meira eða minna er komið verður á staðinn,á svo sem ekki von á að helgin verði eitthvað öðruvísi en sú síðasta veit að bóndinn verður að vinna allann daginn á morgun en vonast eftir fríi á sunnudaginn,en við sem verðum heima við gerum örugglega eitthvað skemmtilegt,vonandi góða gönguferð eða kíkjum í heimsókn nú kannski að við fáum heimsókn það væru nú gaman
en jæja ætla að láta þetta duga í kvöld,en bið að heilsa ykkur og hafið það sem allra best og látið ykkur nú líða vel,
kveðja
Um bloggið
Anna Ágústa Bjarnadóttir
223 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 19563
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.